Orkuefnin Flashcards
Hvað eru margar kkal/g í kolvetni?
4kkal/g
Hvað eru margar kkal/g í fitu?
9kkal/g
Hvað eru margar kkal/g í próteini?
4kkal/g
Hvað eru margar kkal/g í alkóhóli?
7kkal/g
- Alkóhól er ekki lífsnauðsynlegt næringarefni
Hvert er hlutverk kolvetna í líkamanum?
- Orkugjafi
- Byggingarefni
- Eiturefnaútskilnaður
Hvert er hlutverk fitu í líkamanum?
- Fituvefur - orkuforði
- Hluti af öllum frumuhimnum
- Vernd innri líffæra
- Einangrun
- Fita í fæði veitir orku og lífsnauðsynlegar fitusýrur
- Fitunni fylgja fituleysanleg vítamín (A,D,E,K)
- Gefur bragð og áferð
Hvert er hlutverk próteina í líkamanum?
- Prótein gegna margvíslegu hlutverki og tengjast t.d. próteinum, ónæmiskerfinu og orku
- Próteinskortur hefur áhrif á fjölmörg líffærakerfi
Hvernig er bygging kolvetna?
Kolvetni eru lífræn efni sem hafa það sameiginlegt að vera byggð úr (CH2O)n
Flokkun kolvetna eftir keðjulengd:
Einföld kolvetni:
- Einsykrur (mónósakkaríð)
- Tvísykrur (dísakkaríð)
Flókin kolvetni:
- Fásykrur (ólígósakkaríð, 3-9 sykureiningar)
- Fjölsykrur (pólýsakkaríð
Flokkun kolvetna eftir hæfni til meltingar og frásogs í smáþörmum mannsins:
alpha-tengi: orkugefandi kolvetni (meltingarensím kljúfa alpha-tengi)
beta-tengi: trefjar (meltingarensím kljúfa ekki beta-tengi)
Fásykrur-ólígósakkaríð…
- 3-10 einsykrur
- Eru fyrst og fremst í baunum og linsubaunum
- Líkaminn getur ekki brotið niður fásykrur en bakteríur í meltingarvegi gera það
- Móðurmjólk inniheldur yfir 100 mismunandi fásykrur sem gegna svipuðu hlutverki og trefjar fyrir fullorðna og vernda barn gegn sýkingum
Fjölsykrur-pólýsakkaríð…
- Geta verið uppbyggð af þúsundum sykureiningum, einsykra sem eru tengdar saman með efnatengjum
- Sterkja (alpha-tengi
- Glýkógen (alpha-tengi)
- Trefjar (beta-tengi)
Trefjar - flokkun eftir leysanleika í vatni
Vatnsleysanlegar:
- Eru aðallega að finna í ávöxtum, höfrum, byggi og rúgi auk bauna og linsa
- Gúmmíefni, pektín, sumir hemisellulósar og slímsykrur (gelmyndandi), beta-glucan
Óvatnsleysanlegar:
- Eru aðallega að finna í hveitiklíði (heilhveiti), kornklíði, heilkornabrauðum, morgunkorni og grænmeti
- Sellulósi, margir hemisellulósar, lignín
Bygging og flokkun fitu…
- Þríglýceríð er geymsluform fitu
- Uppbygging fitu er eins í plöntum, dýrum og mannslíkamanum
- Þríglýceríð eru byggð úr glýceróli og þremur fitusýrum
- Mismunandi efnafr. og lífeðlisfr. eiginleikar fitu og heilsufarsleg áhrif fara eftir lengd, mettun og stöðu tvítengja fitusýra
Lífsnauðsynlegar fitusýrur…
- Geta ekki myndast í líkamanum - verða að koma úr fæðunni
- Eru lífsnauðsynlegar fyrir myndun hormóna og byggingu frumuhimnu
- Heita Línólensýra og Línólsýra
- Þurfum lítið af þeim og eru báðar fjölómettaðar fitusýrur
Hvernig er bygging og flokkun próteina?
- Amínósýrur eru byggingarefni próteina
- 9 lífsnauðsynlegar amínósýrur sem verða að koma úr fæðu
- 11 ekki lífsnauðsynlegar sem líkaminn getur myndað
Gæði próteina fer eftir hverju?
Fara eftir meltanleika og hlutfalli lífsnauðsynlegra amínósýra
Hvaðan kemur sterkja?
- Korn og mjöl og matvæli sem unnin eru úr því, t.d. pasta, brauð og grautur
- Kartöflur, hrísgrjón
- Rótargrænmeti
- Baunir og linsubaunir
- Svolítið í öðru grænmeti og ávöxtum
Hvaðan kemur glýkógen?
Í litlu magni í kjöti (nýru, hjörtu og lifur)
Hvaðan koma trefjar?
Úr mat úr jurtaríkinu (ávöxtum, grænmeti, baunum, linsum, heilu korni)