Málsaga Flashcards
Spurningar og glósur úr fyrstu þremur köflunum
Myndletur
Skrifletur þar sem eitt tákn/mynd merkir eitt orð eða hugtak. Málið er ekki tengt hljóði eða framburði. Það er teiknuð mynd af hlutnum eins og mynd af sól merkir þá sól.
Fleygrúnir
Fleygrúnir er hluti af orðaskrift. Tákn sem merkja orð en táknið er ekki mynd hlutnum.
Hvaða þjóð notar orðaskrift
Kínverjar nota orðaskrift
Stafrófsskrift
Í stafrófsskrift eru ákveðin tákn fyrir ákveðin hljóð
Hverjir eru kostir og gallar myndleturs?
Einn kostur þess er sá hversu auðvelt er að skilja málið en gallinn er sá að það er ekki hægt að teikna alla hluti, eins og svengd.
Hverjir eru kostir og gallar orðaskriftar?
Kostur hennar hennar er sá að ritmálið tengist ekki framburði þannig að allir kínverjar geta lesið máli.
Hverjir eru kostir og gallar stafrófsskriftar?
Kosturinn er sá að það eru fá tákn sem þarf að læra til að skilja ritmálið og það er auðvelt að mynda orð með þessum fáu táknum. Gallinn er sá að menn þurfa að kunna viðkomandi tungumál til að skilja ritmálið þar sem það er tengt framburði.
Hver var útskýring Biblíunnar á að við töluðum ekki lengur sama tungumál?
Að mennirnir, sem töluðu allir sama tungumálið hafi byggt turn til að vera sem næst guði. En guð teiddist og tvístraði þeim um alla jörðina.
Hvað hét turninn í Mósebók?
Babel
Hvaðan kom tungumálið skv. biblíunni?
Guð gaf Adam tungumálið
Hver var tilgangur tungumálsins skv. biblíunni?
Að gefa mönnum tungumál til að auðvelda samskipti þeirra við guð. Þetta færi fram í bænum mannanna.
Hvaða tvö tungumál hafa verið talin æðri eða guðlegri?
Hebreska og latína
Hvenær leit þróunarkenning Darwins ljós?
1859
Hver var ástæða þess að kirkjunnar menn voru ósáttir við Þróunarkenningu Darwins?
Hún gekk þvert á sköpunarkenningu biblíunnar
Hvað er samanburðarmálfræði?
Þar er leitast við að flokka tungumál eftir skyldleika
Hvað hét frumkvöðull samanburðarmáfræðinnar?
Rasmus Rask
Á hvaða tíma var farið að flokka tungumál eftir ættum?
Í upphafi 19. aldar
Hvað eiga germönsk og rómönsk mál sameiginlegt?
Þau eiga sameiginlegan forföður
Hvað er langt síðan jarðarbúar töluðu indóevrópsku?
6-7000 ár
Ein dýrategund hefur getað lært táknmál. Hver er sú tegund.
Simpansar
Talið er að forfeður okkar Neanderdalsmennirnir hafi ekki getað talað. Hver gæti hafa verið ástæðan fyrir því.
Barkarkýli þeirra var staðsett mjög ofarlega í hálsinum og gátu þeir því ekki framleitt nema mjög talmörkuð hljóð
Hvaða hlutverki gengdu lögsögumenn?
Þeir lærðu og kunnu lög og voru því lögfræðingar þess tíma
Hvenær var Alþingi stofnað?
930
Hvað hét fyrsta ritmál Íslendinga?
Rúnaletur
Hver var talinn vera faðir rúnastafrófsins?
Óðinn
Hvað merkir orðið „rún”?
Leyndardómur
Hvað eru til mörg tungumál í heiminum?
5-6000
Hver er talinn vera fyrsti vísirinn að ritmáli?
Hellamyndir
Hvaða þjóð var fyrst til að þróa með sér orðaskrift?
Súmerar
Hvar var Súmería?
Þar sem Írak er núna
Hvenær er talið að orðaskrift hafi orðið til?
Um 4000 f.Kr.
Hvert var næsta skref í myndun ritmálsins?
Fleygrúnir
Hver er skilgreiningin á fleygrúnum?
Tákn sem sýna ekki endilega mynd af hlutnum sem það táknar
Fleygrúnir eru dæmi um…
Orðaskrift
Kínverskan byggir á…
Orðaskrift
Hvað þurfa Kínverjar að kunna mörg tákn til að geta lesið dagblað?
5000
Hver er helsti kostur orðaskriftar?
Ekki er nauðsynlegt að kunna tungumálið til að geta lesið orðaskrift
Um 4000 f.Kr. varð til annað kerfi sem nefnist híeróglýfur. Hvaðan kom það?
Frá Forn-Egyptum
Hver er merking orðsins „híeróglýfur”?
Helgur úrskurður
Hvaða breyting átti sér stað með híeróglýfunum?
Hvert tákn fór að tákna hljóð eða bókstaf
Hvaða stakkaskiptum tók ritmálið um 1500 f.Kr.?
Menn byrjuðu að tengja hljóð og tákn