Lífeðlis glósuuur Flashcards
Hver af eftirtöldum fullyrðingum um nýrun er röng?
a) Angiotensin II örvar seytun aldósteróns frá nýrnahettum. b) Angiotensin II veldur lækkuðum síunarhraða (GFR) með æðaherpingu í aðlægum æðum nýrnahnoðra. c) Hækkaður blþr örvar renín seytun. d) Þvermál aðlægra slagæðlinga æðahnoðrans hefur áhrif á síunarhraða. e) Renín er ensím sem myndað er af frumum í juxta glomerular apparatus (JGA).
Hækkaður blþr örvar renín seytun.
Hver eftirtalinna staðhæfinga er röng? Hluti af starfsemi nýrnanna er að:
a) Viðhalda eðlilegu rúmmáli blóðvökva b) Seyta aldósteróni til að viðhalda eðlilegu natríumvægi líkamans c) Viðhalda eðlilegum osmóstyrk í líkamsvökvum d) Taka þátt í að viðhalda sýru-basajafnvægi e) Skilja út niðurbrotsefni efnaskipta líkamans
Seyta aldósteróni til að viðhalda eðlilegu natríumvægi líkamans
Hver er síunarþrýstingur (NFP) í nýrungi ef vökvastöðuþrýstingur (hydrostatic pressure) er 50 mmHg í æðahnoðra en 10 mmHg í Bowman‘s hylki og osmótískur þrýstingsmunur milli æðahnoðra og Bowman‘s hylkis er 30 mmHg (hærri í æðahnoðra)?
10 mmHg
Hver er síunarþrýstingur í nýrungi ef vökvastöðuþrýstingur er 55 mmHg í æðahnoðra en 10 mmHg í Bowmans hylki og osmótískur þrýstingsmunur milli æðahnoðra og Bowmanshylkis er 30 mmHg?
5 mmHg 0 mmHg 15 mmHg 20 mmHg ónægar upplýsingar eru til útreiknings
15 mmHg
Hverjir eftirfarandi skynnema eru næmir á hita
- Merkel viðtakar
- Pacinian hylki
- Naktir taugaendar, fríir taugaendar (free nerve endings)
- Ruffini hylki
- Allir ofantaldir
- Naktir taugaendar, fríir taugaendar (free nerve endings)
Naktir taugaendar, fríir taugaendar (free nerve endings)
Endurupptaka í nýrnapíplum (tubuli)…
a) Er flutningur efnis úr vökva umhverfis pípluna (peritubular fluid) inn í píplurnar (tubulus) b) Er mikilvæg til að varðveita mikilvæg næringarefni fyrir líkamann c) Gerist með virkum burði eða dreifingu d) Liðir a og b eru báðir réttir e) Liðir a, b og c eru allir réttir
Skoða
Mögulega a og b
að allt rétt.
Ef viðnámið í aðlægum slagæðlingi æðahnoðrans (glomerulus) í nýrum eykst, þá gerist tvennt (að öllu öðru óbreyttu):
a) Bæði blóðflæði og síunarhraði aukast b) Engar breytingar verða í blóðflæði og síunarhraða c) Blóðflæðið eykst en síunarhraði minnkar d) Bæði blóðflæði og síunarhraði minnka e) Blóðflæðið minnkar en síunarhraðinn eykst
Bæði blóðflæði og síunarhraði minnka
Kim fer í bíó með vini sínum Kanye (á myndina Revenge of the renal tubules). Áður en myndin byrjar kaupir Kim sér stóran poka af poppkorni en þar sem Kanye er í megrun fær hann sér bara stórt vatnsglas. Þegar myndin er hálfnuð hefur eftirfarandi gerst:
a) Kanye hefur aukið styrk á vasópressíni (ADH) í blóði b) Kanye hefur minnkað styrk á vasópressíni (ADH) í blóði c) Kim hefur minnkað styrk á vasópressíni (ADH) í blóði d) Bæði a og b er rétt e) Ekkert af ofangreindu er rétt
Kanye hefur minnkað styrk á vasópressíni (ADH) í blóði
Glúkósi í þvagi sykursýkissjúklings er vegna þess að:
a) Glúkósi er losaður (secretion) í fjarpíplum (distal tubules) sykursýkissjúklinga b) Hámarks flutningageta fyrir endurupptöku glúkósa í nýrnapíplum er lægri en í heilbrigðum einstaklingum c) Endurupptaka glúkósa í píplum nýrna er háður því að insúlín bindist viðtökum í nýrnapíplum d) Mikið þvagflæði um píplur nýrna (tubules) hindrar endurupptöku glúkósa e) Magn glúkósa sem síað er, er meira en nemur hámarks flutningsgetu fyrir endurupptöku glúkósa
Magn glúkósa sem síað er, er meira en nemur hámarks flutningsgetu fyrir
endurupptöku glúkósa
Hver af eftirfarandi fullyrðingum er RÉTT?
a) Insúlín veldur fituniðurbroti (lipolysis) úr fituvef svo að hlutfalli fitu og sykurs í blóði sé í jafnvægi b) Nýmyndun glúkósa (gluconeogenesis) á sér einungis stað í heilanum á meðan aðrir vefir geta notað fitu sem orkugjafa c) Insúlín hvetur nýsmíði (anabólisma) prótína d) Sykursýki af gerð tvö (T2 DM) orsakast af því að beta-frumur í brisi hætta að framleiða insúlín e) Allar fullyrðingarnar eru réttar
insúlín hvetur nýsmíði (anabólisma) prótína
Hver af eftirfarandi fullyrðingum er RÖNG?
a) Insúlín örvar myndun á glýkógeni í lifur
b) Mikil lækkun á blóðsykri veldur aukinni losun adrenalíns frá nýrnahettum
c) Insúlín næmar frumur hafa innanfrumu insúlín-viðtaka
d) Upptökufasi (absorptive fase) varir í allt að 4 klst eftir máltíð(rétt)
e) Lækkaður blóðsykur örvar losun glúkagons frá alfa-frumu í brisi
Skoða
Eðlilegast er að meta efnaskiptahraða einstaklings með því að mæla hjá honum…
a) Útgeislun
b) Vatnslosun (útskilnað og svitnun)
c) Vöxt d) Losun úrgangsefna e) Súrefnisnotkun
Súrefnisnotkun
Hver eftirtalinna þátta er mikilvægastur í að ákvarða grunnefnaskiptahraða einstaklings?
a) ACTH
b) Öndunartíðni
c) Skjaldkirtilshormón d) Hjartsláttur e) Adrenalín
Skjaldkirtilshormón
Hjá nöktum 40 ára gömlum manni við 20°C umhverfishita fara í gang hitamyndunarviðbrögð. Hvar á mesta hitamyndunin sér stað?
a) Í hvítri fitu
b) Í lifur
c) Í beinagrindarvöðvum d) Í brúnni fitu e) Í heila
Í beinagrindarvöðvum
Sótthiti (fever) á sér stað við sýkingu (infection) vegna þess að…
a) Efnaskipti örveranna sem sýkingunni valda hita upp líkamann
b) Hitastýrikerfið starfar ekki
c) Styrkur pyrogena í blóðinu lækkar d) Bakteríutoxin örva starfsemi skjaldkirtils e) Viðmiðunargildi (set-point) hitastýrikerfisins hækkar
Viðmiðunargildi (set-point) hitastýrikerfisins hækkar
Hvaða efni hefur bein vaxtaörvandi áhrif á brjóskfrumur (chondrocyte) í vaxtarplötu beina í bernsku?
a) hGH (human growth hormone – einnig skammstafað GH)
b) IGF-I (insulin like growth factor I)
c) Kortisol d) FGF (fibroblast growth factor) e) Skjaldkirtilshormón
IGF-I (insulin like growth factor I)
Hver af eftirtöldum fullyrðingum um vöxt er RÖNG?
a) Eftir að vaxtarplatan í löngum beinum lokast geta bein ekki vaxið á þverveginn
undir nokkrum kringumstæðum
b) Insúlín örvar vöxt á fósturskeiði
c) Ofseytun hGH á fullorðinsárum veldur æsavexti (acromegaly)
d) Testósterón örvar vöxt á kynþroskaskeiði (að miklu leyti með því að örva seytun
hGH)
e) hGH hefur bein áhrif á viðtaka á rákóttum vöðvum og orsakar aukna
próteinframleiðslu
Eftir að vaxtarplatan í löngum beinum lokast geta bein ekki vaxið á þverveginn
- Seytun hGH er háð dægursveiflum. Seytunin er mest…
a) Í vöku
b) Í draumasvefni (REM)
c) Á kvöldin
d) Árla morgna
e) Djúpsvefni (slow wave sleep)
Djúpsvefni (slow wave sleep)
Vaxtarhormón (growth hormone) örvar seytun ______ frá lifur. Það efni hefur svo ______ afturverkun (feedback) á seytun vaxtarhormóns. Hvaða möguleiki passar til að fylla inn í eyðurnar?
a) Insulin-like growth factor (IGFs) og neikvæða
b) Insulin-like growth factor (IGFs) og jákvæða
c) Calcitriols (D3 vítamín) og neikvæða d) Cortisol og neikvæða e) Cortisol og jákvæða
Insulin-like growth factor (IGFs) og neikvæða
Hver af eftirtöldum fullyrðingum um skynjun er RÖNG?
a) Sársaukanemar eru í flestum vefjum líkamans en þó ekki í heilanum sjálfum b) Umbreytingin úr áreiti (stimulus) yfir í forspennu (graded potential) felur alltaf í sér opnun eða lokun jónaganga c) Viðtakaspenna (receptor potential) er ávallt boðspenna (action potential) eða forspenna (graded potential) d) Lítil samleitni (convergence) skyntauga felur í sér mikla nákvæmni skynjunar e) Stúka (thalamus) er tengistöð (relay station) skynbrauta sem liggja frá líkama til heilabarkar
Viðtakaspenna (receptor potential) er ávallt boðspenna (action potential) eða
Í sumum verkjastillandi lyfjum er virka efnið parasetamól sem linar sársauka með því að…
a) Örva losun endorfína í hvirfilblaða (parietal lobe) heilans
b) Hemja myndun prostaglandina
c) Hemja boðflutning í sársaukataugafrumum með því að hamla opnun Na+ ganga d) Hemja losun substance P úr sársaukataugafrumum e) Örva losun endorfína í proximal horni mænu
Hemja myndun prostaglandina
Sársaukanemar eru næmir fyrir…
a) Mekanísku áreiti
b) Efnaáreiti
c) Hita d) Bæði a og b er rétt e) Liðir a, b og c eru allir réttir
Liðir a, b og c eru allir réttir
Hvað af eftirtöldu varðandi sársaukabrautir er rangt?
a) Taugafrumur sem losa ópíat boðefni (t.d. enkefalín, endorfín) geta hamlað boðflutning í sársaukaskynbrautum b) Substance P er meðal þeirra boðefna sem sársaukaskynfrumur losa í bakhorni mænu c) Substance P er losað úr sígandi (descending) taugafrumum í mænunni og getur hindrað boðflutning í stígandi (ascending) sársaukabrautum d) Oft er samleitni (convergence) meðal skyntaugabrautum sem bera sársaukafull áreiti annars vegar frá húð og hins vegar frá innri líffærum e) Synapsavirkni sársaukaskynfruma getur minnkað vegna virkni í axon-axon synöpsum við taugafrumur í sígandi (descending) taugabrautum í mænu
Substance P er losað úr sígandi (descending) taugafrumum í mænunni og getur
hindrað boðflutning í stígandi (ascending) sársaukabrautum
Hver eftirfarandi fullyrðinga um bragð- og lyktarskynjun er rétt?
a) Jafnmargar lykt- og bragðtegundir greinast hjá manninum
b) Skynnemarnir fyrir lykt og bragð eru eins að uppbyggingu
c) Bæði bragð- og lyktarefni verða að vera á uppleystu formi til að tengjast viðtökum
á skynfrumum
d) Boðin frá tungu annars vegar og nefi hins vegar berast upp til heila með sömu
tauginni, heilataug I en varpast á ólík skynsvæði
e) Ekkert af ofantöldu er rétt
Bæði bragð- og lyktarefni verða að vera á uppleystu formi til að tengjast viðtökum
Fjöldi mismunandi lyktartegunda, sem heilbrigð manneskja getur greint á milli er:
a) Meiri en 1000
b) 100-500
c) Minni en 50
d) Um 100
e) 500-1000
Meiri en 1000
Augað hefur þann eiginleika að geta numið ljós með mjög breytilegu birtumagni (mjög bjart vs rökkur). Hvað af eftirtöldu kemur þar við sögu?
a) Mismunandi næmi „bipolar“ fruma
b) Bleiking litarefnanna (photopigment bleaching)
c) Breytingar á stærð ljósopsins
d) Einungis liðir a og b eru réttir
e) Liðir a, b og c eru allir réttir
d) Einungis liðir a og b eru réttir
a) Mismunandi næmi „bipolar“ fruma
b) Bleiking litarefnanna (photopigment bleaching)
Í frumuhimnu sjónskynnema eru natríumgöng sem eru venjulega ________ í hvíld (í myrkri) og hvíldarspennan sýnir _________ miðað við aðrar taugafrumur. Hvaða möguleiki passar til að fylla inn í eyðurnar?
a) lokuð; yfirskautun
b) opin; yfirskautun
c) óvirk; venjuleg gildi
d) opin; afskautun
e) lokuð; afskautun
opin; afskautun
Í frumuhimnu sjónskynnema eru natríumgöng sem eru venjulega opin í hvíld (í myrkri) og hvíldarspennan sýnir afskautun miðað við aðrar taugafrumur. Hvaða möguleiki passar til að fylla inn í eyðurnar?
Mögulegt er að greina hátíðni frá lágtíðnihljóðum vegna þess að….
a) hærri tíðni boðspenna berst í heyrnartaug við hátíðniertingu
b) lágtíðnihljóð valda meiri hreyfingu á basilarhimnunni fjarri ovala glugganum
c) stærri boðspennur myndast við lágtíðnihljóð
d) hátíðnihljóð valda titringi í endolymph og lágtíðnihljóð í perilymph
e) lágtíðnihljóð valda meiri hreyfingu hljóðhimnu
lágtíðnihljóð valda meiri hreyfingu á basilarhimnunni fjarri ovala glugganum
Hvaða fullyrðing um heyrnarskyn er RÖNG?
a) Heyrnarskynbörkur tilheyrir gagnaugablaði (temporal lobe) b) Ef teygist á „topptengi“ (top link) opnast aflstýrð K+ göng í hárfrumu c) Leiðsluheyrnarskerðing á sér oftast stað vegna skemmdra hárfruma d) Tensor tympani og stapedius vöðvar geta haft áhrif á hreyfingu heyrnarbeinanna í miðeyranu e) Hárfrumur er skynviðtakafrumurnar sem umbreyta þrýstingsbylgjum í vökva yfir í viðtakaspennur (receptor potential)
Leiðsluheyrnarskerðing á sér oftast stað vegna skemmdra hárfruma
Stefna hringhreyfingar skynjast best með…
a) Stöðusteinum (otoliths)
b) Posa (sacculus)
c) Bogagöngum (semicircular canals)
d) Skjóðu (utriculus)
Bogagöngum (semicircular canals)
Aðal úrvinnsla jafnvægis fer fram í…
a) Andarkerfinu (vestibular apparatus)
b) Litla heila (cerebellum)
c) Stúku (thalamus)
d) Mænukylfu (medulla oblongata)
e) Heilaberki (cortex)
Litla heila (cerebellum)