-leiki Flashcards
m. alvarleiki
það hversu alvarlegt e-ð er
DÆMI: sjúklingarnir voru flokkaðir eftir alvarleika tilfellanna
m. áreiðanleiki
það að vera áreiðanlegur
DÆMI: allt þetta eykur áreiðanleika rannsóknarniðurstaðnanna
beiskleiki
það að vera beiskur, biturleiki, beiska
DÆMI: það er ákveðinn beiskleiki í skrifum hans
biturleiki
það að vera bitur, beiskja
DÆMI: hann var fullur af biturleika og neikvæðum hugsunum
breyskleiki
það að vera breyskur, veikleiki gagnvart freistingum
DÆMI: ég bað guð fyrirgefningar á breyskleika mínum
breytileiki
það að e-ð breytist
erfðabreytileikiI: breytileiki í erfðaefni lífvera, t.d. vegna stökkbreytinga
daupurleiki
það að vera dapur
DÆMI: það sækir alltaf á hana dapurleiki þegar fer að skyggja
eiginleiki
atriði sem einkenni mann, hlut eða fyrirbæri
DÆMI: þessi málmur hefur sérstaka eiginleika
DÆMI: kettir hafa þann eiginleika að sjá í myrkri
einarðleiki
ákveðni og einurð
DÆMI: einarðleiki skein úr svip hans
einfaldleiki
það að e-ð er einfalt, ekki flókið
DÆMI: einfaldleiki er áberandi í innanhússhönnun núna
einmanaleiki
það að vera einmana, einmana tilfinning
DÆMI: ég fann sárt til einmanaleika á kvöldin
fáfengileiki
ORÐHLUTAR: fáfengi-leiki
það að e-ð er fáfengilegt, hégómleiki
feginleiki
tilfinning mikils léttis
DÆMI: allir fundu til feginleika þegar barnið fannst
ferskleiki
DÆMI: neytendur gera kröfur um ferskleika grænmetis
fínleiki
það hversu smágert e-ð er DÆMI: fínleiki bandsins 2 það að e-ð er smágert og þokkafullt DÆMI: dansinn einkennist af hraða og fínleika
fjálgleiki
háfleygt tal sem er fullt af ákefð og mælsku
DÆMI: hann talaði af miklum fjálgleika
fjölbreytileiki
það að e-ð er fjölbreytt, fjölbreytni, margbreytileiki
DÆMI: fjölbreytileiki dýrategunda er mikill í skóginum
DÆMI: hann skrifaði um fjölbreytileika tilverunnar
flökurleiki
það að vera flökurt, ógleði
Flökurleiki eða ógleði er óróleika- og óþægindatilfinning í maga. Þolanda finnst að hann muni kasta upp, þó svo að það gerist ekki alltaf.
forgengileiki
það að vera fallvaltur, dauðleiki
DÆMI: vegna forgengileika efnisins hafa föt víkingaaldar ekki varðveist
framandleik
það að e-ð er framandi eða ókunnuglegt
DÆMI: framandleiki staðarins fyllti þau undrun
fríðleiki
fallegt útlit
frískleiki
það að e-r er frísklegur, e-ð er frísklegt
DÆMI: kremið eykur frískleika húðarinnar
frumleiki
það að vera frumlegur, það að gera e-ð nýtt ólíkt öðru
DÆMI: hljómsveitin er þekkt fyrir frumleika í tónlist sinni
fullkomleiki
það að e-ð er fullkomið
DÆMI: fullkomleiki náttúrunnar
gildleiki
það hversu svert eitthvað er, sverleiki
glæsileiki
það að vera glæsilegur
DÆMI: læknirinn var annálaður fyrir glæsileika
grandvarleiki
það að vera grandvar
grófleiki
það hversu gróft e-ð er
DÆMI: veldu prjóna í samræmi við grófleika bandsins
hátíðleiki
það að vera hátíðlegur
DÆMI: ég gleymi aldrei hátíðleika bernskujólanna
heiðarleik
það að vera heiðarlegur
DÆMI: enginn dregur heiðarleika hans í efa
heilagleiki
helgidómur, það að e-ð er heilagt
DÆMI: ég var snortin af heilagleika staðarins
hentugleiki
hentugur tími eða aðstæður
DÆMI: við skulum ræða þetta nánar við hentugleika
hégómleiki
það að vera hégómagjarn
DÆMI: málarinn afhjúpaði hégómleika og úrkynjun aðalsins
hlutveruleiki
áþreifanlegur veruleiki
DÆMI: menn hafa lengi reynt að skilja eðli hlutveruleikans
hlýleiki
það að vera hlýlegur, hlýtt viðmót
DÆMI: ég kann vel að meta hlýleikann í fasi hennar
hraustleiki
það að vera hraustur
hreinleiki
það að vera hreinn, óblandaður, laus við óhreinindi
DÆMI: þeir auglýsa hreinleika baðstrandarinnar
DÆMI: hreinleiki íslensks landbúnaðar
2
það að vera hreinlyndur, saklaus
DÆMI: hún hefur varðveitt hreinleika hjarta síns
hressileiki
það að vera hress, glaður og fjörugur
DÆMI: hann er þekktur fyrir hressileika og málgefni
hreyfanleiki
sá eiginleiki að geta hreyft sig eða hreyfst
DÆMI: hann er aftur kominn með fullan hreyfanleika í fótinn
DÆMI: hreyfanleiki vinnuafls
hrikaleiki
það að e-ð er hrikalegt
DÆMI: hrikaleiki hálendisins sést vel af tindinum
hrumleiki
það að vera hrumur, slit líkamans af völdum elli
DÆMI: hann er orðinn ófær til vinnu vegna hrumleika
hvatleiki
það að vera hvatur, fljótur í fasi og hreyfingum, léttleiki
hverfulleiki
það að vera hverfull, óstöðugleiki
DÆMI: hverfulleiki lífsins
hversdagsleiki
það sem gerist alla (venjulega eða virka) daga
DÆMI: gestakomur voru góð tilbreyting frá hversdagsleikanum