-leiki Flashcards
m. alvarleiki
það hversu alvarlegt e-ð er
DÆMI: sjúklingarnir voru flokkaðir eftir alvarleika tilfellanna
m. áreiðanleiki
það að vera áreiðanlegur
DÆMI: allt þetta eykur áreiðanleika rannsóknarniðurstaðnanna
beiskleiki
það að vera beiskur, biturleiki, beiska
DÆMI: það er ákveðinn beiskleiki í skrifum hans
biturleiki
það að vera bitur, beiskja
DÆMI: hann var fullur af biturleika og neikvæðum hugsunum
breyskleiki
það að vera breyskur, veikleiki gagnvart freistingum
DÆMI: ég bað guð fyrirgefningar á breyskleika mínum
breytileiki
það að e-ð breytist
erfðabreytileikiI: breytileiki í erfðaefni lífvera, t.d. vegna stökkbreytinga
daupurleiki
það að vera dapur
DÆMI: það sækir alltaf á hana dapurleiki þegar fer að skyggja
eiginleiki
atriði sem einkenni mann, hlut eða fyrirbæri
DÆMI: þessi málmur hefur sérstaka eiginleika
DÆMI: kettir hafa þann eiginleika að sjá í myrkri
einarðleiki
ákveðni og einurð
DÆMI: einarðleiki skein úr svip hans
einfaldleiki
það að e-ð er einfalt, ekki flókið
DÆMI: einfaldleiki er áberandi í innanhússhönnun núna
einmanaleiki
það að vera einmana, einmana tilfinning
DÆMI: ég fann sárt til einmanaleika á kvöldin
fáfengileiki
ORÐHLUTAR: fáfengi-leiki
það að e-ð er fáfengilegt, hégómleiki
feginleiki
tilfinning mikils léttis
DÆMI: allir fundu til feginleika þegar barnið fannst
ferskleiki
DÆMI: neytendur gera kröfur um ferskleika grænmetis
fínleiki
það hversu smágert e-ð er DÆMI: fínleiki bandsins 2 það að e-ð er smágert og þokkafullt DÆMI: dansinn einkennist af hraða og fínleika
fjálgleiki
háfleygt tal sem er fullt af ákefð og mælsku
DÆMI: hann talaði af miklum fjálgleika
fjölbreytileiki
það að e-ð er fjölbreytt, fjölbreytni, margbreytileiki
DÆMI: fjölbreytileiki dýrategunda er mikill í skóginum
DÆMI: hann skrifaði um fjölbreytileika tilverunnar
flökurleiki
það að vera flökurt, ógleði
Flökurleiki eða ógleði er óróleika- og óþægindatilfinning í maga. Þolanda finnst að hann muni kasta upp, þó svo að það gerist ekki alltaf.
forgengileiki
það að vera fallvaltur, dauðleiki
DÆMI: vegna forgengileika efnisins hafa föt víkingaaldar ekki varðveist
framandleik
það að e-ð er framandi eða ókunnuglegt
DÆMI: framandleiki staðarins fyllti þau undrun
fríðleiki
fallegt útlit
frískleiki
það að e-r er frísklegur, e-ð er frísklegt
DÆMI: kremið eykur frískleika húðarinnar
frumleiki
það að vera frumlegur, það að gera e-ð nýtt ólíkt öðru
DÆMI: hljómsveitin er þekkt fyrir frumleika í tónlist sinni
fullkomleiki
það að e-ð er fullkomið
DÆMI: fullkomleiki náttúrunnar
gildleiki
það hversu svert eitthvað er, sverleiki
glæsileiki
það að vera glæsilegur
DÆMI: læknirinn var annálaður fyrir glæsileika
grandvarleiki
það að vera grandvar
grófleiki
það hversu gróft e-ð er
DÆMI: veldu prjóna í samræmi við grófleika bandsins
hátíðleiki
það að vera hátíðlegur
DÆMI: ég gleymi aldrei hátíðleika bernskujólanna
heiðarleik
það að vera heiðarlegur
DÆMI: enginn dregur heiðarleika hans í efa
heilagleiki
helgidómur, það að e-ð er heilagt
DÆMI: ég var snortin af heilagleika staðarins
hentugleiki
hentugur tími eða aðstæður
DÆMI: við skulum ræða þetta nánar við hentugleika
hégómleiki
það að vera hégómagjarn
DÆMI: málarinn afhjúpaði hégómleika og úrkynjun aðalsins
hlutveruleiki
áþreifanlegur veruleiki
DÆMI: menn hafa lengi reynt að skilja eðli hlutveruleikans
hlýleiki
það að vera hlýlegur, hlýtt viðmót
DÆMI: ég kann vel að meta hlýleikann í fasi hennar
hraustleiki
það að vera hraustur
hreinleiki
það að vera hreinn, óblandaður, laus við óhreinindi
DÆMI: þeir auglýsa hreinleika baðstrandarinnar
DÆMI: hreinleiki íslensks landbúnaðar
2
það að vera hreinlyndur, saklaus
DÆMI: hún hefur varðveitt hreinleika hjarta síns
hressileiki
það að vera hress, glaður og fjörugur
DÆMI: hann er þekktur fyrir hressileika og málgefni
hreyfanleiki
sá eiginleiki að geta hreyft sig eða hreyfst
DÆMI: hann er aftur kominn með fullan hreyfanleika í fótinn
DÆMI: hreyfanleiki vinnuafls
hrikaleiki
það að e-ð er hrikalegt
DÆMI: hrikaleiki hálendisins sést vel af tindinum
hrumleiki
það að vera hrumur, slit líkamans af völdum elli
DÆMI: hann er orðinn ófær til vinnu vegna hrumleika
hvatleiki
það að vera hvatur, fljótur í fasi og hreyfingum, léttleiki
hverfulleiki
það að vera hverfull, óstöðugleiki
DÆMI: hverfulleiki lífsins
hversdagsleiki
það sem gerist alla (venjulega eða virka) daga
DÆMI: gestakomur voru góð tilbreyting frá hversdagsleikanum
hæfileiki
gáfa eða færni á sérstöku sviði
DÆMI: hann hefur mikla listræna hæfileika
DÆMI: þrátt fyrir hæfileika sína varð hún aldrei aldrei mjög fræg
DÆMI: hæfileikinn til að greina rétt frá röngu
innileiki
einlægar og hlýjar tilfinningar
DÆMI: hann baðst fyrir af miklum innileika
kaldranaleiki
kuldaleg ásýnd
DÆMI: veðráttan í öllum sínum kaldranaleika
kunnugleiki
það að vera kunnugur e-u
DÆMI: kunnugleiki þeirra á landinu dugði skammt í þokunni
kvenleiki
eiginleikar tengdir konum, kvenlegir eiginleikar
DÆMI: hugmyndir um karlmennsku og kvenleika í samfélaginu eru hvarvetna sýnilegar
lasleiki
væg veikindi, kvilli
DÆMI: það var einhver lasleiki á heimilinu
léttleiki
það að vera léttur í hreyfingum
DÆMI: hún lék á fiðluna með undraverðum léttleika
2
það að vera léttur í skapi, lund, lunderni, framkomu
DÆMI: hann leiftraði af kímni og léttleika
DÆMI: við leggjum áherslu á léttleika í skólastarfinu
liðleiki
það að vera liðugur
DÆMI: hún vill auka liðleika sinn og líkamlegan styrk
2
sveigjanleiki í afstöðu, lipurð
DÆMI: þeir sýndu ekki liðleika í samningaviðræðunum
lífbreytileik
vistfræði
líffræðilegur fjölbreytileiki á ákveðnum stað
ljótleiki
það að eitthvað er ljótt
DÆMI: í borginni er bæði að finna ljótleika og fegurð
mannkærleiki
góðvild og hjartagæska
margbreytileiki
það að hlutirnir eru með ýmsu og ólíku móti, fjölbreytileiki
DÆMI: margbreytileiki tilverunnar
mikilfengleiki
e-ð sem er mikilfenglegt, stórbrotið
DÆMI: skáldið orti um mikilfengleika úthafsins
myndugleiki
það að hafa mynduglega framkomu
DÆMI: sumir kennarar tileinka sér myndugleika til að öðlast virðingu
náungakærleiki
kærleikur í garð annars fólks, náungakærleikur
nýstárleiki
það að vera nýstárlegur
næmleiki
það að vera næmur
DÆMI: kennarar þurfa að hafa næmleika í mannlegum samskiptum
nöturleiki
það þegar e-ð er nöturlegt, kuldalegt og ónotalegt
DÆMI: grár nöturleiki fangelsisins
óáreiðanleiki
það að vera óáreiðanlegur
DÆMI: vinnuveitandinn kvartaði undan óáreiðanleika starfsmannsins
ódauðleiki
það að vera ódauðlegur, það að deyja ekki
DÆMI: hann trúir á ódauðleika sálarinnar
óendanleiki
það að e-ð er óendanlegt
DÆMI: óendanleiki alheimsins
ófullkomleiki
það að e-ð er ófullkomið, skortur á fullkomnun
DÆMI: ófullkomleikinn sem fylgir því að vera manneskja
óheiðarleiki
það að vera óheiðarlegur, það að koma ekki hreint fram
ókunnugleiki
það að vera ókunnugur e-u
DÆMI: vegna ókunnugleika míns fann ég ekki veitingastaðinn
óróleiki
það að vera órólegur, ókyrrð, kvíði
DÆMI: tilhugsunin um hitta hana fyllti hann óróleika
DÆMI: það var óróleiki á fjármálamörkuðum
óskýrleiki
það að e-ð er óskýrt
DÆMI: menn hafa bent á óskýrleika laganna
óstöðugleiki
óstöðugt ástand
DÆMI: óstöðugleiki í efnhagslífinu
DÆMI: óstöðugleiki í veðrinu
ósveigjanleik
það að vera ósveigjanlegur
persónuleiki
þeir andlegu eiginleikar sem einkenna tiltekinn einstakling
DÆMI: hann er rólegur og traustur persónuleiki
2
sá eða sú sem er sterk persóna og eftirtektarverð
DÆMI: sjónvarpskonan er mikill persónuleiki
raunveruleiki
efnislegar staðreyndir sem blasa við, án þess að ímyndun komi við sögu, veruleiki
DÆMI: þetta var ekki lengur draumur, nú var hann staddur í raunveruleikanum
rekjanleiki
það hversu auðvelt er að rekja uppruna e-s, t.d. matvæla
röskleiki
það að vera röskur, dugnaður
DÆMI: hún sinnti verkum sínum af röskleika
sjúkleiki
veikindi, truflun á starfsemi líkama eða hugar
DÆMI: hún reyndi að leyna sjúkleika sínum
skipulagshæfileiki
hæfileiki til að skipuleggja sig og starf sitt
skyldleiki
það að einhver er tengdur öðrum blóðböndum, frændsemi, ættartengsl
skyldleiki við (hana)
2
sterk tengsl milli t.d. hluta eða liststefna
DÆMI: skyldleiki norrænna tungumála
DÆMI: hægt er að sjá skyldleika þessa listaverks við erlendan stíl
skýrleiki
það að vera greinilegur DÆMI: gæta þarf nákvæmni í orðavali og skýrleika í framsetningu 2 skýr hugsun bera vott um skýrleika (í hugsun)
slappleik
það að vera slappur, illa fyrirkallaður; dálítil vanlíðan
DÆMI: þrátt fyrir slappleikann dreif ég mig út
sljóleiki
það að vera sljór, eftirtektarlaus
DÆMI: hann fann til þreytu og sljóleika
DÆMI: það þurfti mikinn sljóleika til að sjá ekki að barnið var fárveikt
stirðleiki
það að vera stirður, eiga erfitt um hreyfingar
DÆMI: ferðafólkið fann fyrir stirðleika eftir langa göngu
2
það að vera stirður í samskiptum
DÆMI: það er alltaf einhver stirðleiki í afgreiðslunni á bókasafninu
stífleiki
það að vera stífur, það hversu stíft e-ð er
DÆMI: kremið er notað við stífleika í öxlum
DÆMI: hún keypti dýnu með minnsta stífleika
stórfengleiki
það að vera stórfenglegur
DÆMI: skáldið lýsir náttúrunni og stórfengleika hennar
styrkleiki
sterkur, gagnlegur eiginleiki, styrkur
DÆMI: hans helsti styrkleiki er góð greind
DÆMI: starfið krefst mikils andlegs styrkleika
2
það hversu sterkt e-ð er
DÆMI: styrkleiki vínsins er 15%
stöðugleiki
langvarandi stöðugt ástand
DÆMI: efnahagslegur stöðugleiki
DÆMI: stöðugleiki bílsins á veginum er góður
DÆMI: börn þurfa á stöðugleika að halda í uppvextinum
svarmöguleiki
eitt af nokkrum mögulegum svörum
DÆMI: fjórir svarmöguleikar voru gefnir í könnuninni
sveigjanleiki
sá eiginlegi að sveigjast, vera sveigjanlegur
DÆMI: skólinn býður mikinn sveigjanleika í námi
DÆMI: æfingarnar auka sveigjanleika líkamans
sverleiki
það hversu svert eitthvað er, gildleiki
DÆMI: kaðlar í ýmsum sverleikum
sýndarveruleiki
tölvulíkan sem líkir eftir afmörkuðum sviðum veruleikans
sýnileiki
það að vera sýnilegur
DÆMI: sýnileiki lögreglunnar gæti verið meiri
sætleiki
það hversu sætt eitthvað er
DÆMI: sætleiki sykurs
teygjanleiki
sá eiginleiki að geta teygst
DÆMI: teygjanleiki húðarinnar
tíguleiki
það að vera tígulegur, virðuleiki
tómleiki
það að vera innantómur, þegar e-ð er innantómt
DÆMI: það er kvöl að upplifa tómleika lífsins
traustleiki
það að e-ð er traust
DÆMI: hann prófaði traustleika íssins
trúverðugleiki
það að e-ð er trúverðugt
DÆMI: það má efast um trúverðugleika fréttarinnar
tærleiki
það að e-ð er tært, ferskleiki, hreinleiki
DÆMI: tærleiki loftsins
DÆMI: skáldskapur hans einkennist af tærleika
varanleiki
það að e-ð varir, er til eða endist lengi
DÆMI: er hægt að tryggja varanleika í fiskveiðum?
vaskleiki
það að vera röskur og kraftmikill
DÆMI: bræðurnir voru þekktir fyrir vaskleika og dugnað
veikleiki
veila, vankantar DÆMI: veikleiki í ónæmiskerfinu 2 skortur á viljastyrk, skapgerðarbrestur DÆMI: fljótfærni er helsti veikleiki hennar
veruleiki
efnislegar staðreyndir sem blasa við, án þess að ímyndun komi við sögu, raunveruleiki
DÆMI: við verðum að sætta okkur við þennan veruleika
(hugmyndin) verður að veruleika
vingjarnleiki
það að vera vingjarnlegur
virðuleiki
það að vera virðulegur
viturleiki
DÆMI: konungur stýrði ríki sínu með mildi og viturleika
vænleiki
það að búfé er í vænum holdum, feitt
DÆMI: vænleiki lambanna er meiri í ár en í fyrra
yndisleiki
það að vera yndislegur
þéttleiki
það hversu þétt e-ð er
DÆMI: þéttleiki byggðar í miðbænum er mikill
ömurleiki
ömurlegar aðstæður, það þegar allt er ömurlegt, þ.e. vont, ljótt og erfitt
DÆMI: þau sáu ömurleikann sem fátæklingarnir bjuggu við