Klínísk notkun lífefnarannsókna I Flashcards
Notkun meinefnarannsókna (7)
1) Sjúkdómsgreining (diagnostics)
2) Meðferðarmat (monitoring)
3) Meðferðargreining (theragnostics)
4) Mat á horfum sjúkings (prognosis)
5) Lyfjamælingar & toxísk áhrif lyfjagjafar
6) Áhættumat
7) Skimun
Sjúkdómsgreining (3)
- Sjúkdómar þar sem lífefnafræðileg breyting er afleiðing sjúkdóms (t.d. metabólískar truflanir við nýrnabilun)
- Efnaskiptasjúkdómar (t.d. sykursýki)
- Lykilatriði: Geta prófs til að útiloka eða staðfesta sjúkdóm
Meðferðarmat (3)
- Til að fylgja eftir meðferð
- Meta árangur meðferðar (t.d. blóðsykur í sykursýki)
- Meta fylgikvilla (t.d. hypokalemia vegna þvagræsilyfja)
Meðferðargreining (3)
- Rannsókn sem spáir um svar sjúklings við meðferð (svörun og aukaverkanir)
- Brúar bil millo greiningar og meðferðarmats
- Lykilatriði einstaklingsmiðaðra meðferða
Mat á horfum sjúklings (2)
- Spáir fyrir um gangi sjúkdómsástands
* Dæmi: S-kreatínín í nýrnabilun
Áhættumat (2)
- Rannsóknir sem spá fyrir um áhættu á ákveðnum sjúkdómum
* Dæmi: S-kólesteról til að meta hættu á kransæðasjúkdóm
Skimun (2)
- Rannsókn til að meta subklínískan sjúkdóm
* Dæmi: B-TSH í nýburaskimun fyrir vanstarfsemi skjaldkirtils
Hvaða tilgangi þjónar fasta sjúklings til undirbúnings sýnatöku? (3)
1) Staðla ástand sem auðveldar samanburð
2) Styrkur sumra efna breytist eftir máltíð
3) Breytingar í blóðvökva við frásog geta truflað sumar mælingar
Hvaða áhrif hefur upprétt líkamsstaða í tengslum við sýnatöku? (2)
1) Vökvaflæði út úr æðakerfi
2) 5-10% hækkun á próteinum, próteinbundnum efnum og frumum
Dæmi um rannsóknir við
a) 10 klst föstu? (4)
b) 12 klst föstu? (4)
a) 10 klst fasta:
1) Fastandi blóðsykur og sykurþolspróf
2) Fólat, járn og járnbindigeta
3) Sink
4) Ísóensím alkalísks fosfatasa (ALP)
b) 12 klst fasta (blóðfitupróf):
1) Kólesteról
2) HDL-kólesteról
3) Þríglýseríð
4) Rafdráttur lípópróteina
Hver er munurinn á plasma (blóðvökvi) og serum (blóðvatn; sermi)?
Serum (blóðvatn) myndast eftir blóðstorknun og er líkt plasma (blóðvökvi) en vantar fíbrínógen (storkuþáttur)
Hvenær þarf storkuvara í sýni?
Hvenær þarf ekki storkuvara í sýni?
Storkuvari ef það á að mæla efni í plasma (blóðvökva); ef mæliefni er óstöðugt
Enginn storkuvari ef það á að mæla efni í serum (blóðvatn); blóð látið storkna
Nefndu þrjá storkuvara fyrir blóðsýni, hvað það gerir og í hvað það er notað
1) EDTA
• Klófestir dívalent katjónir (t.d. kalsíum sem er nauðsynlegt fyrir blóðstorknun og núkleasa)
• Frumur drepast í EDTA
• Gott fyrir DNA sýni
2) Heparín
• Hindrar örvun thrombíns
• Frumur lifa
• Mikið notað en getur truflað sumar mælingar
3) Vörsluefni (t.d. flúoríð, citrate)
• Hindrar glýkólýsu
• Blóðglúkósi lækkar annars 3-5% vegna efnaskipta RBK
• Notað með öðrum storkuvara
Nefndu áhrif á sýni eftir hluta æðakerfis:
1) Slagæðablóð
2) Bláæðablóð
3) Háræðablóð
1) Hátt súrefni og blóðsykur
2) Hátt laktat og ammóníum
3) Líkt slag- eða bláæðablóði eftir flæði
Hvað er hemolysis, hvað gerist og hverjar eru afleiðingar varðandi sýnatöku? (3)
1) Hemolysis er rof á RBK
2) Gerist við iðustreymi (turbulent flow) en ekki lagstreymi (laminar flow)
3) Intracellular efni RBK losna út í blóð (t.d. LDH, K+ og Mg2+)