Kafli 17, 18 og greinar. Flashcards
Hver eru viðmiðin 3 þegar kemur að geðröskunum?
- Sársauki (distress), 2. Truflun á virkni (dysfunction) ,
- Frávik (deciance)
*D-in 3.
Hvaða geðröskun er algengust og hversu mörg % hafa hana á hverjum tíma? (í evrópu)
Kvíðaröskun lang algengust, um 14% fólks hefur hana.
7 tegundir kvíðaraskana?
- Einföld fælni, 2.Félagsfælin,
- Ofsakvíði, 4.Víðáttufælni,
- Almenn kvíðaröskun, 6.Áráttu/þráhyggjuröskun
- Áfallastreituröskun
Munurinn á þráhyggju og áráttu?
Þráhyggja = óþægilegar hugsanir, hugsýnir eða hvatir.
Árátta = Eitthvað sem fólk gerir til að eyða í burtu þráhygjunni. (t.d. slökkva ljósin 3x)
4 einkenni PTSD - Áfallastreituröskun?
- Upplifa kvíða,streitu og vanlíðan sem voru ekki til staðar fyrir atburðinn.
- Upplifa áfallið aftur og aftur.
- Verður dofinn og forðast áreiti sem gætu minnt á áfallið.
- Upplifa sektarkennd gagnvart áfallinu.
Hver er munurinn á þunglyndi og óyndi?
Þunglyndi = Alverleg geðlægð sem stendur yfir minnst í hálfan mánuð.
Óyndi = Færri og vægari einkenni en þunglyndi, geðlægð allavega helming tímanns yfir 2 ára tímabil.
Hvort er kvíði, þunglyndi og bipolar algengara hjá KK eða KVK?
Þunglyndi og kvíði = algengara hjá KVK.
Bipolar = Jafn algengt.
Hver er munurinn á bipolar 1 og 2?
Og hvort er algengara?
Bipolar 1 = Allavega 1x manía eða bæði manía og þunglyndi.
Bipolar 2 = Allavega 1x hypomanía (vægari en manía) og 1x þunglyndi.
*Bipolar 2 er algengara.
Hverskonnar villu er um að ræða hjá einstakling sem viðheldur lágu sjálfsmati og eigin viðhorfi um að vera verri en aðrir?
Eignunarvilla.
Seyting á hvaða þremur taugaboðefnum minnkar í þunglyndi?
Norepinephrín, dópamín og serótónín.
Á hvaða heilasvæði er aukin virkni í þunglyndi?
Möndlu (amygdala).
Á hvaða 5 þáttum byggðist Psychoanalysis stefna Fraud?
- Frjáls hugrenningartengsl (geta talað á opinskáan hátt)
- Túlkun drauma.
- Mótstaða.
- Yfirfæra vanlíðan yfir á meðferðaraðila.
- Túlka langanir og þrár.
Hverjir eru 3 megin þættir í persónumiðuðu meðferð Carl Rogers við geðröskunum?
- Skylirðislaust jákvætt viðmót.
- Samkennd. 3. Heiðarleiki.
(Meðferðarsamband er lykilatriði í þessari stefnu, að manneskjan verði að treysta meðferðaraðila til að meðferðin egi að skila árangri.)
Hverjir eru upphafsmenn hugrænnar atferlismeðferðar?
Albert Ellis og Aaron Beck þróuðu hugræna meðferð uppúr 1960 og er hún forveri HAM.
(hugrænmeðferð + atferlidmeðferð = HAM)
Hvað eru sókratískar spurningar?
Spurningar sem fá einstaklingin til að velta fyrir sér hlutunum á annan hátt og horfa á aðstæðurnar frá nýju sjónarhorni.
Í hverju felst berskjöldun?
Hún felst í að setja manneskjuna í aðstæður sem hún forðast eða hræðist. Berskjalda hana fyrir þeim og síðan kenna henni að takast á við þær og að það verði allt í lagi.
(t.d. að fara út á meðal fólks, í flug og fl.)
Á hverju byggir atferlismeðferð? (2)
Byggð á klassískri og virkri skilyrðingu.
Hvað er…
Berskjöldun með svarhömlun, kerfisbundin ónæming og færniþjálfun?
Berskjöldun með svarhömlun: manneskjan sett í aðstæður sem hún óttast og svarinu hennar breytt.
Kerfisbundin ónæming: byrjað á neðsta skefinu og unnið sig í átt að því sem manneskjan óttast. t.d byrja á því að tala um hunda ef manneskjan er hrædd við hunda.
Færniþjálfun: kenna færni eins og t.d. félagsfærni.
Hvaða meðferðir henta best fyrir..
Vægu til miðlungs þunglyndi, Miðlungs til alvarlegu þunglyndi og kvíða?
Væg til miðlungs: Sjálfshjálp + hóp eða einstaklings HAM.
Miðl. til alvarlegt: SSRI lyf, einstaklings HAM.
Kvíði: HAM + SSRI lyf.
Hvaða virkni hafa geðrofslyf og hvernig virka þau á heilann?
- Þau draga úr ranghugmyndum, óeirð og ofskynjun (geðrofseinkennum).
- Þau loka eða draga úr næmni dópamín-viðtaka í heila.
*(Þau bæta EKKI úr félagsfælni, hugsanatruflunum, einbeitingarskorti eða flattness)
Hvernig virka kvíðastillandi lyf og hvað þarf að hafa í huga í meðferð með kvíðalyfjum?
- Þau virka á sjálfvirka taugakerfið.
- Lyfin eru mjög ávanabindandi, ætti bara að nota í skemmri tíma og vinna með vandan í meðferð á sama tíma.
Hvaða virkni hafa geðdeifðarlyf og hvernig virka þau á heilann?
- Notuð í þunglyndi og kvíðaröskunum.
- Þau auka magn noradrenalíns og/eða seretóníns í heila.
Hvaða tegund geðlyfja er mest notuð í dag og hvaða virkni hafa þau?
SSRI-lyf - Hafa engöngu áhrif á magn seratóníns í heila.
Hvernig virka… MAO-Hemlar, Þríhyrningalyf (TCA)
og Seratonin-hemlar (SSRI) ?
MAO: Hamlar eða blokkar ensím sem hafa áhrif á noradrenalín og/eða serotónín.
TCA: Kemur í veg fyrir endurupptöku noradrenalín og/eða serotóníns.
SSRI: Svipuð virkni og TCA nema virka engöngu á magn serotóníns.
Útá hvað gengur… tvíhyggja, hughyggja og einhyggja?
Tvíhyggja: Hugurinn er af öðru tagi en efnisheimurinn en líkaminn er hluti af efnisheiminu.
Hughyggja: Ekkert er til nema það sé skynjað, allt er því huglægt og ekkert efnislegt.
Einhyggja: öll fyrirbæri eru samstofna og á sama grunni.
Hvað er líkömnunar röskun?
Röskun þar sem eitt eða fleiri líkamleg einkenni eru til staðar sem ekki finnst skíring á og einkennin má rekja til sálrænna einkenna.
Helstu líkamlegu einkenni þunglyndis (6) og kvíða (7)?
Þunglyndi: orkuleysi, þreyta, breyting á matarlyst, breyting á svefni, hægari líkamsstarfsemi og verkir.
Kvíði: vöðvaspenna, skjálfti, geta ekki slakað á, þreyta, brjóstsviði, ógleði, magaverkir og fl.
Skilgreining á heilsukvíða..
Viðkomandi gagntekin af þeirri hugmynd að hann sé haldinn alvarlegum sjúkdómi sökum mistúlkunar á líkamlegum óþægindum eða breytingum.