Kafli 1 - Inngangur Flashcards

1
Q

Hvað er pathologia?

A

Orðið pathologia á uppruna sinn í grísku en þar þýðir pathos þjáning, sjúkdómur eða mein en logia þýðir fræði. Pathologia er því sú fræðigrein sem fjallar um sjúkdóma

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvaða þrjár undirgreinar meinafræðinnar eru til?

A

Vefjameinafræði (histopathology)
Frumumeinafræði ( Cytopathology / cytologia)
Réttarmeinafræði (Forensic pathology)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hver er munurinn á undirgreinum meinafræðinnar?

A

Vefjameinafræði gerir rannsóknir á sýnum sem eru allavega á stærð og lögun. Sýnin geta verið litlir bútar til heil líffæri og eru þau rannsökuð skv. beiðnum frá læknum.
Frumumeinafræði gerir rannsóknir á litlum frumum og krefst ekki að heilir vefir verði fjarlægðir. Hægt er að framkvæma asperat til að ná í frumur en þá er stungið á það líffæri sem rannsaka á og sogið frumurnar í sprautu. Þetta er minna inngrip. Þetta er líka gert eftir beiðnum frá læknum.
Réttarmeinafræði er sérhæfðara fag og í þessu er lögreglan að biðja um rannsóknir, m.a. til að ákvarða dánarorsök og hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í þessu eru lík krufin.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er vefjagreining?

A

Vefjagreining er sjúkdómsgreining vefjameinafræðinnar.
Vefjagreiningu er hægt að framkvæma á stórum og litlum sýnum frá lifandi einstaklingum og við krufningar á látnum einstaklingum. Við vefjagreiningu skarast fræðileg þekking, á sjúkdómum og breytingum í líffærum og vefjum sem valda þeim, og aðferðir notaðar til að komast að niðurstöðu. Við vefjagreinngu er samvinna lífeindafræðinga og meinafræðinga lykilatriði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað hefur breyst undanfarið í meinfræðinni?

A

Áður var mest um krufningar að ræða, nú er langmest verið að vinna með lifandi einstaklingum. Mótefnalitanir hafa einnig gjörbreytt faginu, hafa aukið nákvæmni og hægt að finna undirflokka.
Framfarir í sýnatöku, var áður fjarlægt það sem var talið óeðlilegt með skurðaðgerðum en nú er hægt að framkvæma speglanir og óm- eða röntgen stýrðar nálarstungur.
Sýnin hafa við það minnkað en það er því meira krefjandi fyrir lífeindafræðinga og meinafræðinga að greina.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Berðu saman almenna vs sérhæfða meinafræði.

A

Almenn meinafræði:
Grundvallarhugtök, grundvallarviðbrögð frumna og vefja við afbrigðilegum áreitum, sem eru orsök sjúkdóma. Almennar breytingar sem eru sameiginlegar mörgum sjúkdómum, s.s. bólga, frumuskemmdir, truflanir á blóðflæði, æxlisvöxtur, o.s.frv.
Valda mismunandi einkennum eftir t.d. staðsetningu (lokun á æð í hjarta vs heila)

Sérhæfð meinafræði:
Fjallar um sértæk viðbrögð sérhæfðra líffæra við áreitum. Ákveðnir sjúkdómar í hverju líffærakerfi fyrir sig. Mikilvægt er að kunna skil á almennri meinafræði áður en farið er í þá sérhæfðu.

Þ.e. Almenn fjallar um hvernig frumur og vefir bregðast almennt við afbrigðilegum áreitum (sem eru orsök sjúkdóma) og er þar skoðað almennar breytingar sem verða til marga sjúkdóma. Þessar breytingar sem verða geta síðan haft mismunandi áhrif eftir því hvar þær verða.
Sérhæfð fjallar um hvernig ákveðin sérhæfð líffæri bregðast sértækt við áreitum. Þetta eru þá ákveðnir sjúkdómar í sérhverju líffærakerfi fyrir sig.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvaða aðferðir er hægt að nota við vefjagreiningu?

A

Við vefjagreiningu er hægt að nota:
Beraugnaskoðun,
Ljóssmásjárskoðun (fixerað í formalín, innsteypt í paraffín og litað með H&E),
Sérlitanir (hægt að lita fyrir mismunandi hlutum í sama sýni, t.d. slími),
Mótefnalitanir (dýrari rannsóknir en nákvæmari? þ.e. getur fundið út hvaða fruma er hvað?), Immunofluoresence (gerð sjaldan), Rafeindasmásjárskoðun (ekki mikið notað, ef þarf þá eru aðrir fengnir til að skoða og taka mynd, sjást ítarlega í frumulíffæri) og
Sameindaeinafræði (þau gera þetta ekki en geta beðið aðra um að gera þetta fyrir þau)
Sérlitanir og mótefnalitanir eru oft gerðar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvenær eru sjúkrahúskrufningar framkvæmdar?

A

Sjúkrahúskrufningar eru gerðar á sjúklingum, sem létust á sjúkrastofnunum eða í umsjón læknis.
Þær eru framkvæmdar til að komast að eða staðfesta dánarorsök (hvaða sjúkdómur var til staðar).
SVörun við meðferð??
Þessi krufning byggist fyrst og fremst á beraugnaskoðun og vefjaskoðun í smásjá.
Við krufninguna þarf að bera saman það sem finnst við atriði í sjúkrasögu og ýmsar rannsóknarniðurstöður.
Til að framkvæma sjúkrahúskrufningu þarf samþykki ættingja og hafa þeir neitunarvald sem ber að virða.
Við þessar krufningar finnst oft eitthvað sem enginn vissi af.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvenær eru réttarkrufningar framkvæmdar?

A

Réttarkrufningar eru framkvæmdar þegar að dauðsfall ber voveiflega að eða utan sjúkrasofnunar/umsjár læknis (utan læknishandar?).
Þær eru því framkvæmdar til að komast að því hver dánarorsök er og hvernig dauðann bar að. Lögreglan biður um þessar krufningar en ef ættingjar setja sig á móti krufningunni þá er fenginn dómsúrskurður um að réttarkrufning eigi að fara fram. Í réttarkrufningu er eiturefna rannsóknir mikilvægur hluti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hverjar eru mismunandi aðferðirnar sem hægt er að nota til að vefjagreina með ljóssmásjárskoðun?

A
  1. Fixera í formalín, innsteypa sýnið í paraffín og lita með H&E, þ.e. sýnið er steypt og síðan skornar örþunnar sneiðar. Með nútímatækni er hægt að skanna sýnið í tölvusmásjá og skoða í tölvu.
  2. Frystiskurðir gerðir á sýni og það litað með H&E. Fyrstiskurðir eru skornir og fixeraðir á annan máta. Þetta er gert þegar að það þarf að svara strax, t.d. þegar að sýni er tekið í miðri aðgerð. Þá þarf ekki að svæfa og skera sjúkling heldur allt gert í einni aðgerð. - Sýni sem þarf að skoða hratt.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Ætti ég að minnka efnismagn á sumum af þessum spjöldum og hafa þau fleiri?

A

Kemur í ljós :)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly