Kafli 1 Flashcards
Hvað er vistfræði?
Fjallar um samskipti lífvera við umhverfi sitt
Ólífrænir þættir?
Hiti, raki, næringarefni, landslag, skjól
Lífrænir þættir?
Lífverur, lífrænt efni
Hvað fjallar örveruvistfræði um?
Innbyrðis samskipti örvera og samskipti þeirra við umhverfi sitt. Áhrif þessara samskipta á samfélög og vistkerfi er sífellt að koma betur í ljós
Borgarvistfræði
Borgarsamfélögin eru vistkerfin sem flestir af okkar tegund búa. Aukin þekking á þessu sviði skiptir máli fyrir íbúana og umhverfið almennt
Athuganir (gerð rannsókna)
Söfnun gagna án þess að hafa áhrif á aðstæður, t.d. talning á fuglum á ákveðnu svæði
Tilraunir (gerð rannsókna)
Öflun gagna þar sem aðstæðum er stýrt að einhverju eða öllu leyti (t.d. við náttúrulegar aðstæður, eða á rannsóknarstofu)
Líkön (gerð rannsókna)
Eru unnin út frá gögnum eða hugmyndum og geta m.a. nýst til að spá fyrir um framtíðina (fræðileg líkön, eða stærfræðileg líkön)
Hvað benda rannsóknir RobertMcArthurs til?
Benda til þess að svæðaskipting smáfugla í trjám dragi úr samkeppni milli þeirra
Stöðugar samsætur
Dæmi um aðferð sem er notuð við að vinna úr sýnum og safna gögnum