Jarðfræði Flashcards
Hvenær myndaðist jörðin ?
Fyrir 4.600 milljónum ára
Hvað er hitastigull ?
Mælikvarði á varmaflutning í bergi, vex með auknu dýpi
Segðu frá háhitasvæðum (hitastig á 1 km dýpi, helstu fundarstaðir, einkenni á yfirborði, útfellingar á yfirborði)
Yfir 200°C, finnast helst á flekamótum og flekaskilum við megineldstöðvar, gufu-, leir- og brennisteinshverir á yfirborði, miklar útfellingar, s.s. leir, gifs, hverahrúður og brennisteinn
Segðu frá lághitasvæðum (hitastig á 1 km dýpi, helstu fundarstaðir, einkenni á yfirborði, útfellingar á yfirborði)
Undir 150°C, finnast um allt land, vatns- og goshverir, ölkeldur og kolsýrulaugar á yfirborði, ekki mikið um útfellingar, aðallega kísill
Hver eru algengustu frumefni jarðskorpunnar ?
Kísill, járn, súrefni og ál
Hvar myndast hafsbotnsskorpa og hvar eyðist hún
Myndast í miðhafshrygg og eyðist við djúpála
Hvað gerist þegar hafsbotn mætir hafsbotni ?
Eyjabogi myndast með eldvirkni
Hvað gerist þegar hafsbotn gengur undir meginland ?
Fellingafjöll með eldfjöllum myndast
Hvað gerist þegar meginland mætir meginlandi ?
Fellingafjöll myndast, jarðskjálftar en engin eldvirkni
Hvað myndast þegar hafsbotnsfleka rekur yfir möttulstrók ?
Eyjaröð
Hvað myndast ef möttulstrókur kemur upp við flekaskil ?
Þverhryggur
Hvað kallast basískt gosberg ?
Basalt
Hvað kallast ísúrt gosberg ?
Íslandít
Hvað kallast súrt gosberg ?
Ríólít
Hvað kallast basískt djúpberg ?
Gabbró
Hvað kallast ísúrt djúpberg ?
Díorít
Hvað kallast súrt djúpberg ?
Granít og granófýr
Hver er munurinn á gosbergi og djúpbergi ?
Gosberg storknar á yfirborði og er fínkonrótt eða dílótt, djúpberg storknar djúpt í jörðu og er stórkonrótt
Hvernig er skipting lofthjúpsins ?
Veðrahvolf 0-10 km - Heiðhvolf 10-50 km - Miðhvolf 50-80 km - Hitahvolf 80 km
Hvar í lofthjúpnum er ósonlagið ?
Heiðhvolfi
Hvar í lofthjúpnum eru norðurljósin ?
Miðhvolfinu
Hvaða efni á mestan þátt í eyðingu ósonlagsins ?
Klór
Hvaða lofttegundir eiga mestan þátt í gróðurhúsaáhrifum ?
Koltvíoxíð og metan
Hvers vegna er há tíðni jarðskjálfta á suðurlandi ?
Því þar eru sniðgeng flekamörk
Hvað er askja ?
Eldkeila sem sigið hefur ofan í tæmt kvikuhólf
Hvað er dyngja ?
Flatur hraunskjöldur, myndaður úr þunnfljótandi basískri kviku
Hvernig verða móbergsstapar til ?
Þegar dyngjugos verður undir jökli
Hvers konar fjall er Herðubreið ?
Móbergsstapi
Hvers konar fjall er Skjaldbreiður ?
Dyngja
Segðu frá lindám (uppspretta, rennsli, hitastig)
Eiga upptök sín í lindum eða uppsprettum þar sem grunnvatn sprettur úr jörðu, rennsli og hitastig er stöðugt, meira um lindár við gosbeltin
Segðu frá dragám (uppspretta, rennsli, hitastig)
Safnast saman úr ám og lækjum á yfirborði, rennsli háð sveiflum í úrkomu og veðurfari, hitastig sveiflast með umhverfishita, frjósa á veturna
Segðu frá jökulám (uppspretta, rennsli, hitastig)
Afrennsli jökla, mikil árstíðarsveifla, dægursveifla, mjög gruggugar, skilja eftir sig mikla sanda og aura
Hvað er eldstöðvakerfi ?
Sprungurein ásamt eldstöðvakerfi
Hvað er bólstraberg ?
Hraun sem myndast við gos djúpt undir vatni þar sem þrýstingur er of mikill til að gufusprengingar verði
Hvað er móberg ?
Bergtegund sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu
Hvað eru fastastjörnur ?
Sólir sem sjást frá jörðu en eru ekki í okkar sólkerfi
Hver er röð reikistjarna frá sólu ?
Merkúríus - Venus - Jörðin - Mars- Júpíter - Satúrnus - Úranus - Neptúnus