Jarðfræði Flashcards
Hvenær myndaðist jörðin ?
Fyrir 4.600 milljónum ára
Hvað er hitastigull ?
Mælikvarði á varmaflutning í bergi, vex með auknu dýpi
Segðu frá háhitasvæðum (hitastig á 1 km dýpi, helstu fundarstaðir, einkenni á yfirborði, útfellingar á yfirborði)
Yfir 200°C, finnast helst á flekamótum og flekaskilum við megineldstöðvar, gufu-, leir- og brennisteinshverir á yfirborði, miklar útfellingar, s.s. leir, gifs, hverahrúður og brennisteinn
Segðu frá lághitasvæðum (hitastig á 1 km dýpi, helstu fundarstaðir, einkenni á yfirborði, útfellingar á yfirborði)
Undir 150°C, finnast um allt land, vatns- og goshverir, ölkeldur og kolsýrulaugar á yfirborði, ekki mikið um útfellingar, aðallega kísill
Hver eru algengustu frumefni jarðskorpunnar ?
Kísill, járn, súrefni og ál
Hvar myndast hafsbotnsskorpa og hvar eyðist hún
Myndast í miðhafshrygg og eyðist við djúpála
Hvað gerist þegar hafsbotn mætir hafsbotni ?
Eyjabogi myndast með eldvirkni
Hvað gerist þegar hafsbotn gengur undir meginland ?
Fellingafjöll með eldfjöllum myndast
Hvað gerist þegar meginland mætir meginlandi ?
Fellingafjöll myndast, jarðskjálftar en engin eldvirkni
Hvað myndast þegar hafsbotnsfleka rekur yfir möttulstrók ?
Eyjaröð
Hvað myndast ef möttulstrókur kemur upp við flekaskil ?
Þverhryggur
Hvað kallast basískt gosberg ?
Basalt
Hvað kallast ísúrt gosberg ?
Íslandít
Hvað kallast súrt gosberg ?
Ríólít
Hvað kallast basískt djúpberg ?
Gabbró