Hlutapróf 2 - STÆR2ÞA05 Flashcards
Skilgreining 10:
Grannhorn
Tvö horn eru grannhorn ef þau myndast við skurð tveggja lína og hafa aðeins einn arm sameiginlegan
Skilgreining 9:
Topphorn
Tvö horn kallast topphorn ef þau myndast við skurð tveggja lína en hafa engan arm sameiginlegan
Skilgreining 11:
Hringur
Hringur (hringferill) er mengi allra punkta sem eru í fastri fjarlægð, r, frá ákveðnum punkti, O
Skilgreining 12:
Hringbogi
Ef A og B eru punktar á hring með miðju, O, þá nefnist sá partur hrings sem liggur á milli A og B hringbogi
Skilgreining 12:
Stengur (hvað er það og hvað gerir hann)
Strengur er strikið á milli A og B. Strengurinn skiptir hringnum í tvo hluta sem kallast sneiðar
Skilgreining 12:
Sneiðar
Tveir hlutar í hring, skiptist af streng
Skilgreining 12:
Miðstrengur
Strengur sem liggur í gegnum miðpunkt hringsins
Skilgreining 12:
Þvermál
Lengd miðstrengs
Skilgreining 12:
Hringgeirar
Strikin AO og BO skipta hringskífunni í tvo hluta sem kallast hringgeirar
Skilgreiningin á einshyrndum þríhyrningum
Tveir þríhyrningar eru sagðir einshyrndir ef tilsvarandi horn þeirra eru jafnstór (gera A1, B1, C1 ~ A2, B2, C2 og líka A1=A2, B1=B2, C1=C2)
Reglan um jafnarma þríhyrninga
Tvær hliðar í þríhyrningi eru jafnlangar þá og því aðeins að gagnstæð horn þeirra séu jafnstór
Reglan um einshyrnda þríhyrninga
Tveir þríhyrningar eru einshyrndir þá og því aðeins að hlutföll tilsvarandi hliða séu jöfn þ.e…..(gera A1, B1, C1 ~ A2, B2, C2 og <=> a1:a2, b1:b2, c1:c2)
Reglan um rétthyrnda þríhyrninga
Ef C = 90° í ABC þá er a í öðru + b í öðru = c í öðru
Skilgreiningin á samsíða línum
Tvær línur eru samsíða ef þær skerast aldrei eða eru ein og sama línan
Reglan um einslæg horn
Einslæg horn við samsíða línur eru jafnstórar
Reglan um hornasummu þríhyrnings
Hornasumma þríhyrnings er 180°
Reglan um grannhorn
Grannhorn eins horns í þríhyrningi er jafnt summu hinna tveggja
Gleiðhyrndur þríhyrningur
Þegar að eitt hornið í þríhyrningnum er yfir 90°
Hvasshyrndur þríhyrningur
Þegar að öll horn þríhyrningsins eru minn en 90°