Hannesar hluti Flashcards
Gerðu grein fyrir líkamsholum mannslíkamans (4/5) og nefndu dæmi um líffæri í hverju holi.
-Heilahol (cranial): heilinn
-Brjósthol: lungu, hjarta
-Kviðarhol: smágirni, magi, lifur, bris, milta, nýru
-Grindarhol: þvagblaðra, endaþarmur, kynfæri
(-Mænugangur (spinal cavity): mænan)
Í hvaða tvo hópa er hægt að flokka æðakerfi líkamans?
Blóðæðakerfi og vessaæðakerfi
Hver eru hlutverk beinakerfisins?
- Stoð, styrkur og utanumhald
- Vökvajafnvægi
- Gróning sára og varnarhlutverk
- Myndun blóðfruma
- Geyma calcium byrgðir
Hver er byggingarfræðileg skipting taugakerfisins annars vegar og starfræn skipting hins vegar?
- Miðtaugakerfi, úttaugakerfið er byggingarleg skipting.
- Viljastýrða og ósjálfráða er starfræn skipting.
Hver er eðlilegur líkamshiti hrausts einstaklings?
36,5-37,5°C
Hvað kallast það þegar líkamshiti er kominn niður fyrir 35,0°C?
Hypothermia
Hvað kallast það þegar líkamshiti er kominn yfir 38,0°C?
Hyperthermia
Hvaða þættir eru það sem geta raskað líkamshita?
Veikindi, sýkingar og sjúkdómar, auk umhverfishita
Hvaða líkamskerfi koma að stjórnun líkamshita?
- Miðtaugakerfið (hippocampus og ósjálfráða taugakerfið)
- Vöðvakerfið
- Húð
- Hjarta og æðakerfi
Eyðufylling: Öll bein myndast í ________ vef fósturvísis.
Mesenchymal
Öll bein myndast í mesenchymal vef fósturvísis með: (3 atriði)
- Frumufjölgun
- Sérhæfingu fruma
- Útfellingu steinefna
Með hvaða tveimur háttum myndast bein?
- Í himnu
- Í brjóski
Lýstu því þegar bein myndast í himnu.
Þá myndast beinvefur beint í mesenchyma (einna helst í ásgrind)
Lýstu því þegar bein myndast í brjóski.
- Forstig: þroski brjósklíkans
- Síðan kalkar það og myndar grind fyrir frekari beingeringu.
Hvert á mest allt brjósk rætur sínar að rekja?
Til mesoderma, mesenchyma eða neural crest.
Hvaða brjóskgerð er ekki umlukin perichrondrium?
Trefjabrjósk
Hvers konar brjósk er í hryggjarliðum og kjálkaliðum?
Trefjabrjósk
Hvers konar brjósk er liðbrjósk í hálaliðum og brjósk í barka?
Glærbrjósk
Hvers konar brjósk myndar geislunga rifja og nefskipti?
Glærbrjósk
Hvers konar brjósk myndar ytra eyra, kokhlust og hlust?
Fjaðurbrjósk
Hvers konar brjósk myndar barkaloku (epiglottis)?
Fjaðurbrjósk
Hvers konar brjósk myndar liðþófa, liðmána og liðbryggjur?
Trefjabrjósk
Aponeurosis er ein gerð:
Sinar
Hvað nefnist eftirfarandi hreyfing? - Fótur er hreyfður um ökklalið þannig að il snýr inn (miðlægt)
Inversio
Ef líkamanum yrði skipt gróflega í afturhol og framhol. Hvaða hol myndu tilheyra afturholi?
Heila/kúpuhol og mænuhol
Ef líkamanum yrði skipt gróflega í afturhol og framhol. Hvaða hol myndu tilheyra framholi?
- Brjósthol
- Kviðarhol
- Grindarhol
Í hvaða þrjá flokka skiptast háræðar?
- Continous “samfelldar”
- Fenestrated “gloppóttar”
- Sinusoidal
Hvar má finna continous “samfelldar” háræðar?
Víða í líkamanum: vöðvavef, bandvef, taugavef, etc.
Hvar má finna fenestrated “gloppóttar” háræðar?
Á stöðum þar sem hraður efnaflutningur fer fram.
-Nýrum, mjógirni og innkirtlum.
Hvar má finna Sinusoidal háræðar?
Í lifur, beinmerg, milta, eitlum, heiladingli og nýrnahettum.
Hvaða þættir stuðla að stöðugleika liðamóta og gera þau sterkari?
- Vöðvar
- Liðbönd
- Sinar
- Liðbryggjur
- Liðmánar
- Stærð og lögun beinenda
Af hverju verða til mismunandi gerðir liðamóta?
Sérhæfing mesenchyma
Nefndu þrjár gerðir bandvefsliðamóta, myndunarhátt og hreyfingar.
- Syndesmosis
- Sutura
- Gomphosis
Myndast öll með membranous ossification og leyfa takmarkaða eða enga hreyfingu.
Hvað bindur sutura saman?
Ytra lag beinhimnu, stratum fibrosum.
Hvar finnast sutura liðamót?
Milli beina í höfuðkúpu
Nefndu tvær gerðir brjóskliðamóta, myndunarhátt og hreyfingar.
- Synchondrosis
- Symphysis
Myndast með cartilagneus ossification og leyfa takmarkaða hreyfingu.
Rétt/rangt: Liðir hálaliða eru alltaf klæddir þunnu liðbrjóski.
Rétt.
Hver eru séreinkenni liðbrjósks?
- Ekki klædd perichondrium
- Án stratum synovialis (hálalags)
- Án æða og tauga
Liðpoki er gerður úr tveimur megin þáttum, hvað kallast þeir?
-Stratum fibrosa og stratum synoviale.
Hverju er verið að lýsa? - Þegar kvarnast úr liðbrjóski, búturinn getur haldist lifandi og jafnvel stækkað. Þetta getur valdið hreyfihindrunum og miklum sársauka.
Liðmús
Hvað er discus articularis?
Liðþófi úr trefjabrjóski