Glærur - Raggi. Hryggur + Pelvis Flashcards
Hver eru hlutverk hryggsúlunnar?
- Ber höfuðið
- Flytur þunga efri líkama yfir á mjaðmagrind og neðri útlimi
- Verndar og umlykur mænu og mænutagl
Hvað eru margir hálsliðir, brjóstliðir, lendarliðir og spjaldliðir?
- 7 hálsliðir
- 12 brjóstliðir
- 5 lendarliðir
- 5 samvaxnir spjaldliðir sem mynda sacrum
Eyðufylling: Rófubeinið, coccyx er myndað úr __ vertebrae coccygae sem vaxa saman og mynda os coccyx
fjórum
Úr hvaða tveimur hlutum eru stakir hryggjaliðir byggðir úr?
- Liðbol, corpus vertebralis, að framan
- Liðboga, arcus vertebralis, að aftan
Hvernig er liðboginn, arcus vertebralis upp byggður?
- 2x liðbogarót, pedicle
- 2x liðbogaþynna, lamina
- hryggtindur, precessus spinosus
Hvað heita processarnir þrír í hverjum hryggjalið og hvað eru þeir margir?
- Processus spinosus x1
- Processus transversus x2
- Processus articularis superior x2
- Processus articularis inferior x2
Vertebrae cervicales, hálsliðir.
Hvað einkennir hálsliðina og hvað eru þeir margir?
Einkennast af:
- Þvertindsgati, foramen processus transversi
- Klofinn og stuttur processus spinosus
-7stk, C1-C7
Hvað heita eftstu tveir hálsliðirnir?
- Atlas, banakringla, C1
- Axis, standliður, C2
Hvað kallast hálsliður C7?
-Vertebrae prominens,
Skagliður eða bunguliður
Hvað heitir liðbandið sem er tengt atlas og heldur standinum á axis stöðugum?
Lig. Transversum
Hvaða hálsliður myndar liðamót við höfuð?
Atlas, banakringla, C1
Hvaða liðamót hreyfast þegar maður kinkar kolli?
Liðamótin á milli höfuðs og fyrsta hryggjaliðar, Atlas, C1
Eyðufylling: Fovea dentis myndar liðamót við ____ á ______.
- dens
- axis
Hver er þykkasti og stærsti hálsliðurinn?
Axis, standliður, C2
Hvað er það sem gerir mönnum kleift að snúa höfði?
-Dens á axis
Vertebrae thoracica, brjóstliðir.
Hvað einkennir brjóstliðina og hvað eru þeir margir?
Einkennast af:
-tengingu við rif
-12 stk. og 12 rifbein tengd við: T1-T12
Hvað einkennir processus spinosus á brjóstliðunum?
Hann er langur og hallar niður
Hvað einkennir processus spinosus á hálsliðunum?
Hann er stuttur og klofinn
Brjósthryggur vs. Lendarhryggur
Eyðufylling: Minni ítaugun í vöðva frá taugum í _______ í samanburði við _________. Auk þess eru taugarnar stærri við ________.
- brjósthrygg
- lendarhryggjaliði
- lendarhrygg
Hvernig er hreyfanleikinn í mismunandi hlutum hryggjarins?
- Hálsliðir: Mjög hreyfanlegir
- Brjóstliðir: Lítið hreyfanlegir
- Lendarliðir: Hreyfanlegir
Hvers vegna eru lendarliðirnir stærri og sterkari?
Því þeir bera meiri þunga
Hvað eru lendarliðirnir margir?
5 stk. L1-L5
Hvað heita fram- og afturflötur sacrum á latínu?
- Facies pelvica, framflötur
- Facies dorslis, bakflötur
Í hvaða hryggjaliðum verður brjósklos yfirleitt og af hverju?
Yfirleitt í kringum L4-L6