Félagsfræði Flashcards
Sá skilningur sem maður kemur með að borðinu. Ekki endilega réttur skilningur, gefa jafnvel verið fordómar
Forskilningur
Lýsir fyrirbæri
Lýsandi greining
Tengir fyrirbæri saman
Skýrandi greining
Ólíkir hagsmunir hópa og átök sem stafa af ólíkum hagsmunum
Átakakenningar
Stéttir myndast innan samfélaga vegna ólíkrar stöðu hópa í efnahagslífinu. Í kapítalísku samfélagi ræðst stéttarstaða einkum af því hvort einstaklingur eigi framleiðslutæki efnahagslífsins (kapítalistar) eða selji kapítalistum vinnu sína (launamenn)
Karl Marx
Ólík lífsgæði skýrast ekki bara af efnahag. Lífsgæðin ráðast af stöðu einstaklinga í lagskiptingu samfélagsins. Sú lagskipting er bæði efnahagsleg, pólitísk og menningarleg.
Max Weber
Ganga útfrá því að samfélagið sé lífræn heild, þ.e. samhæft kerfi þar sem einstakir hlutar hafi ákveðna virkni til viðhalds samfélagsins.
Samvirknikenningar
Skoða samfélagið út frá samskiptum og tengslum milli einstaklinganna
Boðskiptakenningar
Heimilishópur með amk einum fullorðnum og einum á framfæri hins fullorðna þar sem hinn fullorðni (fullorðnu) gegnir samfélagslegum fjölskylduverkefnum
David Popenoe
Að eiga margar eiginkonur
Fjölkvæni
Að eiga marga eiginmenn
Fjölveri
Hjón stofna til heimilis hjá foreldrum karlmannsins
Karlbýli
Hjón stofna til heimilis hjá foreldrum konunnar
Kvenbýli
Hjón stofna til sambúðar á nýju heimili
Nýbýli
Karlmenn/fjölskyldufaðir með meiri völd en konur
Feðraveldi
Kvenmenn hafa meiri völd en karlmenn
Mæðraveldi
Fjölskyldunni hefur hnignað í þróuðum samfélögum
David Popenoe
Talið er að til að viðhalda mannfjölda þurfi frjósemi á hverja konu að vera um
2,1 barn
Á Íslandi er frjósemi hverrar konu um
1,72
Þungungarrof ____% af þungunum á Íslandi
20%
Líklegri til að fara í ófrjósemisaðgerðir
Karlar
Skólaskylda aukin í 10 ár 6-15 ára
1990
Hjónaband sem hefðbundin samfélagsstofnun, tengd ætt og sveitafélagi. Áhersla lögð á hefðir og félagslegar skyldur
Hefðarhjúskapur
Hjónaband sem náinn félagsskapur og samstarf tveggja einstaklinga er vinna að sameiginlegum markmiðum
Samstarfshjúskapur
Hjónaband sem leið einstaklingsins til að ná markmiðum sínum. Áhersla lögð á sveigjanlegum hlutverkum og opin skoðanaskipti milli einstaklinga
Sjálfstæðishjúskapur
Virðast hafa meiri ávinning af hjúskap með tilliti til dauðsfalla
Karlar
Fólk, gjarnan á miðjum aldri, sem er enn að sinna börnum sínum (geta verið fullorðin) og eru á sama tíma að sinna ölduðum foreldrum sínum
Samlokuhlutverkið
Hugmyndafræði samfélagsins um sérkenni og ólíka stöðu aldurshópa, t.d. sérstöðu aldraðra. Tengist mismunun samfélagsins á einstaklingum á grundvelli aldurs
Aldurshyggja
Líklegri til að annast aldraða ættingja sem búa einn heima
Konur og stúlkur
Hugmyndafræði samfélagsins um sérkenni og ólíka stöðu kynjana
Kynhyggja
Rannsakaði sjálsvíg í Evrópu á 19. öld
Emile Durkheim
Rannsakaði samband milli niðursveiflna í efnahagslífi og aukinnar dánartíðni á ákveðnum svæðum í Bandaríkjunum og V-Evrópu á 20. öldinni. Rannsakaði einnig samband milli efnahagssveiflna og innlagna á geðspítala í NY á 127 ára tímabili.
M. Harvey Brenner
Tilgáta úr rannsókn M. Harvey Brenner:
Álag vegna röskunar á ytri aðstæðum einstaklinga stuðlar að geðrænum vandamálum sem geta leitt til innlagnar á spítala
Framköllunartilgátan
Tilgáta úr rannsókn M. Harvey Brenner
Þeir sem eru geðsjúkir fyrir eiga erfitt með að bjarga sér úti í samfélaginu þegar samdráttur verður í efnahagslífi og þurfa innlögn til að komast af
Afhjúpunartilgátan
Lífsstíll er samansafn athafna og viðhorfa sem tengjast innbyrðis og mynda eina heild. Heilsutengd hegðun er hluti af lífstíl einstaklinga
Lífstílsumræða John G. Bruhn
Samkvæmt lífsstílsumræðu John G. Bruhn má greina tvenns konar lífsstíl:
Veikindalífsstíl og heilsulífsstíl
Pólitísk hugmyndafræði og forvarnarstefna.
Kom með gagnrýni á lífsstílssjónarhornið og setur fram umhverfissjónarhorn
Sylvia Noble Tesh
Rannsóknarsvið sem beinist að samskiptum einstaklinga og áhrifum félagslegra aðstæðna á persónuleika þeirra og atferli
Félagssálfræði
Hegðun einstaklinga gagnvart hvor öðrum og viðbrögð þeirra við hvor öðrum
Félagsleg samskipti
Notkun boða í formi merkja og tákna til að miðla merkingu í samskiptum
Boðskipti
Samansafn hlutverka sem einstaklingur hefur. Getur verið áskipuð eða áunnin
Staða
Samsafn viðmiða sem hegðun einstaklingsins fer eftir í ákveðnum félagslegum aðstæðum
Viðmið
Samansafn staða sem einstaklingur hefur
Stöðusveipur
Samansafn hlutverka sem einstaklingur hefur innan ákveðinnar stöðu
Hlutverkasveipur
Erfitt að uppfylla væntingar innan tiltekins hlutverk
Hlutverkaálag
Erfitt að uppfylla væntingar milli tveggja eða fleiri hlutverka
Hlutverkatogstreita
Gerði rannsókn á fylgispekt
Solomon Asch
Tilraun um hlýðni - þáttakendur héldu að þeir væru að gefa raflost
Tilraun Milgram
Fræðin um lýsingu og skýringu á útbreiðslu heilbrigðis og heilbrigðisfrávika meðal einstaklinga og hópa samfélagsins
Faraldsfræði
Sjúkdómur sem hefur viðvarandi tíðni á ákveðnu svæði eða í ákveðnum hóp
Endemic (landlægur sjúkdómur)
Vísar til útbreiðslu sjúkdóms umfram venjulega tíðni á ákveðnu svæði eða í ákveðnum hóp
Epidemic (faraldur)