Brot og liðhlaup Flashcards
Lokað brot
Ekkert sár á húð yfir brotstað.
Opið brot
Sár er á húð yfir eða nálægt áverka. Á ekki bara við þegar beinendar standa út úr sárinu.
Á hvaða aldri eru brot algengust?
6-16 ára og svo hjá öldruðum.
Transverse brot
Beittur eða beinn áverki á bein. Sprungan kemur þvert í gegnum beinið.
Oblique brot
Snöggur snúningsáverki á bein.
Comminuted brot
Mikill og beinn áverki sem veldur fleiri en einu broti á sama beini.
Spiral brot
Kraftur sem kemur beint á lengd útlimsins, snúningsáverki.
Impackted brot
Áverki sem veldur því að beinendar þrýstast saman og valda styttingu á beininu.
Greenstick brot
Sjást nánast eingöngu á börnum undir 10 ára aldri með mjúk bein. Áverki veldur því að bein þrýstast saman svo flísast úr beininu.
Avulsion brot
Þegar vöðvi eða liðband togar snögglega með miklum krafti í festingu sína og veldur afrifu á beininu. Sést í kringum liði.
Depressed brot
Sljór áverki á flatt bein, yfirleitt með meðfylgjandi áverka á mjúkvef í kring.
Compressed brot
Samfallsbrot. Mikið afl ofan á höfuð, sacrum eða hælbein sem brýtur hryggjalið saman.
Algengasta brot á bráðamóttöku?
Úlnliðsbrot.
Algengasti áverki á bráðamóttöku?
Áverki á ökkla.
Einkenni brota.
1) Verkir eða eymsli á áverkastað.
2) Minnkuð hreyfigeta.
3) Sár á húð - Eftir hvað er sárið?
4) Bólga og mar að myndast vegna blæðingu frá vöðva.
5) Aflögun - Berum saman við aðra útlimi.