Brjósk og bein Flashcards
Hvaða frumur eru mest áberandi í brjóski?
Chondroblastar og chondrocytar
Út frá hverju myndast brjósk?
Mesodermal lagi (eins og bandvefur, eiginlega bara sérhæfður bandvefur)
Hvert er hlutverk brjósks?
Stuðningur við aðra vefi, stuðpúði, gerir mögulega hreyfingu milli beina og er grunnur beinagrindar
Hverjir eru aðal þættir brjósks?
Grunnefni ! - Proteoglykön og glycoprótein
Hvað er brjóskhimna?
Perichondrium - þéttur bandvefur með æðum þar sem utan til eru fibroblastar og innan til chondroblastar.
Hvernig nærist brjósk?
Þar sem brjósk er ekki með æðar né taugar nærist það með gegnflæði frá perichondrium (brjóskhimna) eða liðvökva
Hvað er stundum kallað beinagrind fóstra?
Glærbrjósk (hyalinbrjósk)
Hvað er hlutverk glærbrjósks?
Stundum kallað beinagrind fóstra. Er líka vaxtarflötur langra beina, í liðflötum synoval liða og hluti rifja. Spilar inní öndunarvegin: nef, larynx, barki og berkjur.
Hverjir eru aðal vaxtarþættir hyalinbrjósks?
Interstitial og appositional
Hver er munurinn á interstitial og appostitional vaxtarþáttum hyalinsbrjósks?
Interstitial er mikilvægt á frumvaxtarskeiði, í vaxtarflötum og liðflötum en appostitional er vöxtur frá perichondrium
Hver er helsti valdur hrörnunar hyalinbrjósks?
Kölkun
Hvernig er endurnýjun hyalinsbrjósks?
Hyalinbrjósk hefur takmarkaða hæfileika til endurnýjunar svo miklar skemmdir eru fylltar með örvef.
Hvar finnst elastískt brjósk?
Ytra eyra, kokhlust og epiglottis
Hvernig er bygging elastísks brjósks?
Svipuð uppbygging og glærbrjósk en mun meira af elastískum þráðum
Hvernig er trefjabrjósk?
Líkist helst þéttum reglulegum bandvef með ríkulegum kollagen I þráðum en hefur eyjar grunnefnis og chondrocyta
Hvar finnst trefjabrjósk?
Liðþófum (m.a. annulus fibrosus disci intervertebralis), sinafestum og symphysis pubis
Hver eru hlutverk beina?
Bein eru mikilvæg fyrir hreyfigetu líkamans, styðja við mjúkvefi, vörn, staður blóðmyndunar og forðabúr kalsíums og fosfats
Hverjar eru helstu frumur beins?
Osteoblastar, osteocytar og osteoclastar
Hver er munurinn á osteoblöstum og osteocytum?
Osteoblastar eru virkir í að búa til bein en osteocytar eru í raun osteoblastar í hvíld
Hvað gera osteoblastar?
Þeir mynda utanfrumuefni sem síðan kalkar til að mynda bein
Hvar eru osteoblastar og osteocytar?
Osteoblastar sitja við yfirborð beinbjálka en osteocytar eru í raun afkomendur osteoblasta nema umluktir beinmatrix, sitja í lacunae sem tengdar eru saman með canaliculi
Hvaðan eru osteoclastar upprunnir?
Frá monocytum
Úr hverju eru osteoclastar?
Osteoclastar eru margkjarnafrumur með óreglulegt ytra borð og ríkulegir af lysosómum
Hvað gera osteoclastar?
Seyta próteolytiskum ensímum, m.a. kollagenasa. Virknin er að einhverju leyti háð hormónastjórn