Bókmenntir í nýju landi Flashcards
Hvenær var Ísland numið?
Talið er að Ingólfur Arnarson hafi numið land á Íslandi árið 874
Hvers konar bókmenntir fluttu landnámsmenn með sér?
Bókmenntirnar sem landnámsmennirnir fluttu með
sér eru ekki heldur séríslenskar; þær eru germanskur og norrænn arfur. Skipta má bókmenntunum í tvennt: Eddukvæði og Dróttkvæðin
Hvenær hófst ritöld á Íslandi og hvernig varðveittust bókmenntir fram að því?
Talið er um að ritöld hefjist á Íslandi eftir kristnitökuna árið 1000.
Fyrir það varðveittust bókmenntir í minni og munni manna. Landnámsmenn á Íslandi fluttu með sér menningararf en lítill hluti hans var niðurskrifaður.
Hvað eru eddukvæði?
Eddukvæði eru einkum þau kvæði sem eru varðveitt í handritinu Konungsbók eddukvæða. Eddukvæðin skiptast í goðakvæði og hetjukvæði. Alls eru eddukvæðin því varla nema um fimmtíu en öll önnur kvæði sem ort eru fyrir 1300 eru flokkuð sem dróttkvæði.
Hvað er átt með hugtakinu samgermanskur kvæðaarfur?
Samgermanskur kvæðaarfur er öll kvæði sem koma frá germanska svæðinu.
Gerið grein fyrir helstu bragarháttum eddukvæða
Helstu braghættir eddukvæða eru tveir, fornyrðislag er til á öllu hinu germanskra málsvæði og þessi háttur þótti henta best þegar segja átti sögu.Helstu einkenni háttarins eru að það eru tvö áhersluatkvæði í hverri braglínu og atkvæðin eru oftast 4-5 alls, tvær og tvær línur stuðla saman, vísur eru oftast átta braglínur og braghátturinn er lengst af óreglulegur. Ljóðháttur er hinn braghátturinn í eddukvæðum og er hann aðeins til í Norðurlöndunum. Hann er oft notaður í leikrænum kvæðum og einkenni hans eru að það eru sex braglínur, línur eru stundum lengri en aðrar og stuðla sumar línur saman. Að öðru leyti er hátturinn eins og fornyrðislag.
Varðveisla eddukvæða
Konungsbók eddukvæða er langmikilvægasta handrit eddukvæða. Um 30 kvæði hafa varðveist í öðrum handritum. . Ef þessi bók hefði ekki varðveist væri hinn samgermanskri menningarheimur næsta fátæklegur og því er hún mikilvæg fyrir allan hinn germanska menningarheim. Til eru fleiri safnhandrit með eddukvæðum eins og til dæmis AM 748 4to í því eru sjö goðakvæði og eitt þeirra varðveitt, Snorra-Edda þar eru nokkur eddukvæði, fornaldarsögur Norðurlanda eru ýmis eddukvæði og Ungleg pappírshandrit eru nokkur eddukvæði.
Goðakvæði
Goðakvæðin eru frekar auðveld og hægt væri að gera sjónvarpsþátt úr þeim og þyrfti ekki marga aukaleikara. Þar að segja fjalla kvæðin um fáar persónur sem takast á með lífið að veði. Goðin sigra yfirnáttúrulegar verur eða dauðlega menn. Goðakvæðin fjalla um goðin og viðureignir þeirra hvert við annað og aðrar yfirnáttúrulegar verur eins og Jötna og dverga.
Hetjukvæði
Hetjukvæðin fjalla um bardaga þar sem herir konunga takast á og til að gera þeim skil í nútímanum og þyrfti um þúsund aukaleikara. Flest hetjukvæðin snúast um ást og dauða. Í sögunum eru mörg fjölskylduátök og eru þau mjög átakanlegri en meðal goðana. Hetjukvæðin eru kvæði um völsunga sem voru konungar og hetjur og miklu stærri í sniðum en venjulegt fólk en þó dauðlegir og lutu lögum náttúrunnar.
Hver er helsti munurinn á eddukvæðum og dróttkvæðum
Mikill munur er á dróttkvæðum og eddukvæðum. Dróttkvæði eru miklu stærri flokkur en eddukvæði. Helstu einkenni dróttkvæða eru að þau eru kvæði flutt við hirð og meginefni þeirra er lof um konunga, þau eru einnig ort undir sérstökum og flóknum bragðhætti. Munurinn á kvæðunum er margvíslegur eins og Eddukvæðin eru ekki eignuð af nafngreindum höfundum en höfunda dróttkvæða er nánast alltaf getið. Eddukvæðin eru varðveitt á sérstökum eddukvæðahandritum fornaldarsögum og Snorra-Eddu. Eddukvæðin snúast um fortíð en dróttkvæði um samtímann. Dróttkvæðin eru einnig flókin og með flóknu ljóðmáli en Eddukvæðin eru frekar einföld.
Hvaðan komu dróttkvæðin?
Dróttkvæðalistinn sprott upp í Noregi og til eru skrár yfir hirðskáld konunga allt frá 9.öld til 13.öld
Hávamál
Mál hins háva (háa) þ.e mál Óðins
Hvenær hófst sagnaritun?
12.öld
Hvenær gengu íslendingar Noregskonungi hönd?
árin 1262-1264
Hver var fyrsta skáldið sem steig fæti á Íslandi?
Þórólfur