Bandaríkin gegn Sovétríkjunum Flashcards
Kalt stríð
Hugtak notað um tímabilið 1947-1991 sem einkenndist af efnahagslegri, vísindalegri, listrænni og hernaðarlegri samkeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og bandamanna þeirra.
Ógnarjafnvægi
Ástand þegar tveir andstæðingar eiga svo mikið af öflugum vipnum að þeir þora ekki að ráðast hvor á annan af ótta við að verða lagðir í rúst sjálfir.
Pólitískur flóttamaður
Sá sem flúið hefur heimaland sitt vegna stjórnmála skoðanna sinna.
Kommúnismi
Er nokkurs konar róttæk og byltingarsinnuð útfærsla sósíalísma.
Frjálshyggja
Hugmyndafræði frjálshyggjunnar gengur í grunninn út á að allir menn séu skapaðir frjálsir og hafi náttúrulegan rétt til lífs, frelsis og eigna á sjálfum sér og þeim verðmætum sem þeir skapa
Lýðræði
Hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar.
Einræði
Stjórnarfar þar sem einn leiðtogi, hópur eða flokkur fer með alræðisvald óháð lögum, stjórnarskrá eða öðrum stofnunum.
Markaðshagkerfi
Hagkerfi þar sem ákvarðanir um framleiðslu og dreifingu gæða eru teknar af aðilum markaðarins
Kapítalismi
Hagkerfi þar sem framleiðslutæki eru almennt í einkaeign og vinnandi fólk fær laun fyrir að selja vinnuafl sitt og vinna við þau.
Risaveldi
Ríki sem hefur mikil völd og áhrif í heiminum.
Pólitískt hæli
Leyfi manns til að eiga heim í öðru landi en sínu eigin til að sleppa við pólitískar ofsóknir
Ritskoðun
Þegar stjórnvöld ríkis hafa eftirlit með því hvað fólk skrifar, einkum hvaða skðanir eru birtar á prenti. Bannað er að láta ljós andúð á ríkjandi stjórnvöldum.