Almennt Flashcards
Hvaða baktería hefur steról í frumuhimnu ?
Mycoplasma
Hvaða bakteríur hafa ekki frumuvegg ?
Mycoplasma og chlamydia
Úr hverju er peptíðoglýkan lag frumuveggjar baktería ?
Sykrunum NAG og NAM, krosstengdar með peptíðbrúm
Hvert er hlutvek pili hjá bakteríum ?
Binda bakteríur við yfirborð og taka þátt í erfðaefnisflutningum
Hvert er hlutverk hjúps (capsule) hjá bakteríum ?
Geta bundið bakteríur við yfirborð og hindra át átfrumna
Hvaða bakteríur geta myndað spora ?
Bacillus og Clostridium
Við hvaða hitastig vex Campylobacter ?
42 gráður
Hvað er sérstakt við ræktun Treponema pallidum ?
Hún ræktast ekki
Hvaða bakteríur valda atýpískum lungnabólgum ?
Legionella pneumophila, Mycoplasma pneumonia og Chlamydophila pneumoniae
Hvaða bakteríur valda oftast þvagfærasýkingum á spítölum ?
Enterobacteriaceae, Enterókokkar og P. aeruginosa
Hvaða bakteríur valda oftast sárasýkingum á spítölum ?
S. aureus, Enterobacteriaceae og beta-hemólýtískir streptókokkar
Hvaða bakteríur valda oftast neðri loftvega sýkingum á spítölum ?
Enterobacteriaceae, P. aeruginosa, S. pneumoniae, S. aureus og L. pneumophila
Hvaða fjölónæmu bakteríur eru helsta vandamálið á Norðurlöndum ?
MÓSA, VRE og ESBL
Hvað er vektor ?
Lífvera sem ber smitefni eða er nauðsynleg fyrir lísferil smitefnis
Hvað eru superantigen ?
Mótefnavakar sem bindast T frumum og MHC II samtímis, virkja gríðarlegt mang af T frumum, verður boðefnastormur og lost
Hvað eru endotoxin ?
Lipopolysakkaríð í ytri himnu gram neikvæðra baktería, bindast TLR viðtökum á gleypifrumum, verður cytokine losun og bólgusvörun sem getur verið lífshættuleg
Hvaða bakteríur hafa exotoxin ?
Clostridium tetani/botulinum/difficile, B. pertussis, V. cholera, Shigella, B. anthracis og C. diptheriae
Hvaða bakteríur hafa endotoxin ?
E. coli, Salmonella og N. meningitidis