Almennt Flashcards
Hvaða baktería hefur steról í frumuhimnu ?
Mycoplasma
Hvaða bakteríur hafa ekki frumuvegg ?
Mycoplasma og chlamydia
Úr hverju er peptíðoglýkan lag frumuveggjar baktería ?
Sykrunum NAG og NAM, krosstengdar með peptíðbrúm
Hvert er hlutvek pili hjá bakteríum ?
Binda bakteríur við yfirborð og taka þátt í erfðaefnisflutningum
Hvert er hlutverk hjúps (capsule) hjá bakteríum ?
Geta bundið bakteríur við yfirborð og hindra át átfrumna
Hvaða bakteríur geta myndað spora ?
Bacillus og Clostridium
Við hvaða hitastig vex Campylobacter ?
42 gráður
Hvað er sérstakt við ræktun Treponema pallidum ?
Hún ræktast ekki
Hvaða bakteríur valda atýpískum lungnabólgum ?
Legionella pneumophila, Mycoplasma pneumonia og Chlamydophila pneumoniae
Hvaða bakteríur valda oftast þvagfærasýkingum á spítölum ?
Enterobacteriaceae, Enterókokkar og P. aeruginosa
Hvaða bakteríur valda oftast sárasýkingum á spítölum ?
S. aureus, Enterobacteriaceae og beta-hemólýtískir streptókokkar
Hvaða bakteríur valda oftast neðri loftvega sýkingum á spítölum ?
Enterobacteriaceae, P. aeruginosa, S. pneumoniae, S. aureus og L. pneumophila
Hvaða fjölónæmu bakteríur eru helsta vandamálið á Norðurlöndum ?
MÓSA, VRE og ESBL
Hvað er vektor ?
Lífvera sem ber smitefni eða er nauðsynleg fyrir lísferil smitefnis
Hvað eru superantigen ?
Mótefnavakar sem bindast T frumum og MHC II samtímis, virkja gríðarlegt mang af T frumum, verður boðefnastormur og lost
Hvað eru endotoxin ?
Lipopolysakkaríð í ytri himnu gram neikvæðra baktería, bindast TLR viðtökum á gleypifrumum, verður cytokine losun og bólgusvörun sem getur verið lífshættuleg
Hvaða bakteríur hafa exotoxin ?
Clostridium tetani/botulinum/difficile, B. pertussis, V. cholera, Shigella, B. anthracis og C. diptheriae
Hvaða bakteríur hafa endotoxin ?
E. coli, Salmonella og N. meningitidis
Hvað eru exotoxin ?
Prótein sem eru seytt úr frumu og valda eitrunaráhrifum
Hvaða toxín eru hættulegust fyrir menn ?
C. botulinum, C. diptheria og C. tetani
Hvað heitir toxínið sem Clostridium tetani losar og hvað gerir það ?
Tetanospasmín, fer í blóð og sogæðar og síðan með úttaugum til MTK, hindrar losun hemjandi taugaboðefna - stöðug losun örvandi boðefna - vöðvasamdráttur og krampar
Hver eru einkenni tetanus ?
Háðslegt bros, kjálkastífleiki, bak stífnar og beygist aftur, kyngingar- og öndunarerfiðleikar, blóðþrýstingur fellur/eykst, hjartsláttaróregla, öndunarbilun
Hvað eru súnur (zoonosis) ?
Sýkingar af völdum sýkla sem lifa í og sýkja dýr og berast þaðan í menn
Hvað er MIC ?
Lægsti styrkur í röð af þynningum sem þarf til að hindra vöxt bakteríu svo augað nemi það
Hvað er MBC ?
Mæling á lágmarksdrápsstyrk (sá styrkur þar sem enginn vöxtur verður þegar sáð á agar)
Hvernig er lyfjaskífupróf Kirby og Bauer ?
Þyrpingar teknar af agar og settar í broð og látnar vaxa, bómullarpinni notaður til að dreifa bakteríunum á agar, lyfjaskífur settar á agar, incuberað við 37 gráður yfir nótt og zonur mældar
Hvað er vandamálið við amínóglýkósíð og Vancomycin lyf ?
Þar er lítill munur á lækningalegum styrk og eiturstyrk
Hvaða bakteríur er verið að leita að þegar þétt blek er notað ?
Cryptococcus neoformans
Hvaða bakteríur er verið að leita að með dökkgrunn smásjárskoðun ?
Treponema pallidum
Hvaða aðferðir eru notaðar til að leita að mótefnum ?
Latex kekkjunarpróf, ELISA, Co-agglutination, Pneumókokka antigen í þvagi, skyndigreining á streptókokkum (gr. A)
Hvaða sýni þarf að senda strax ?
Mænu- og liðvökva
Hvaða sýni má senda fljótt ?
Graftarsýni, blóðræktanir, lekandaræktanir, saursýni o.fl
Hvaða sýni mega bíða til morguns ?
Strok í flutningsæti, þvag, hrákasýni og svepparæktanir
Hvað er gert á degi 1 í rannsóknarferlinu ?
Sáning á æti, strokið á gler, Grams litað og smásjárskoðað, æti sett í hitaskáp
Hvað er gert á degi 2 í rannsóknarferlinu ?
Lesið af skálum, greiningarpróf, hreingróðrar, næmispróf
Hvað er gert á degi 3 í rannsóknarferlinu ?
Lesið af skálum, greiningarprófum og næmisprófum, unnið úr hreingróðri
Hvað er næmi prófs ?
Segir til um hversu gott testið er að greina sjúkdóm hjá þeim sem hafa sjúkdóm (75% næmi - 25% með sýkingu greinast ekki)
Hvað er sértæki prófs ?
Hversu vel testið segir til um heilbrigði (82% sértæki - 18% heilbrigðra greinast með sýkingu)
Hverjir eru helstu mótefnavakar baktería ?
Prótein og sykrur, hjúpur, LPS æi frumuvegg, svipur og toxín
Hvaða efnasambönd finnast bara hjá bakteríum ?
Teichoic sýra, murein sýra og LPS
Hvað er competence factor (pneumókokkar) ?
Prótein sem gera bakteríuna hæfa til að taka upp DNA úr umhverfinu
Hvaða toxín eru skráð af bakteríuveirum ?
Diptheria toxin, kóleru toxín og toxín E. coli O157:H7
Hvaða baketeríur/sjúkdómar eru greindir með PCR á Sýklafræðideild LSH ?
Atýpískar lungnabólgur, klamydía og lekandi, kíghósti, Vero/Shiga toxin myndandi E. coli og toxín C. diff
Hvaða boðefni eru hluti af náttúrulega ónæmiskerfinu ?
Cytokine, Interferón og chemokine
Hvað eru súnur ?
Sýkingar af völdum sýkla sem sýkja dýr og berast þaðan í menn
Hvað er gufusæfir ?
Tæki þar sem gufa undir þrýstingi er notuð til að dauðhreinsa, 121 gráða í 15 min