6. kafli - félagsfræðilegar kenningar Flashcards
Hvað heitir kenning Robert Merton?
Anomie/siðrofskenning
Hvað heitir kenning Messner og Rosenfeld?
Stofnanabundin siðrofskenning
Hvað heitir kenning Shaw og McKay?
Félagsleg óreiða, svæðakenning, vistfræðilegar kenningar
Hvað heitir kenning Albert Cohen?
Afbrotaunglingar í menningarkimum (delinquent boys)
Hvað heitir kenning Cloward og Ohlin?
Kenning um afbrot og tækifæri
Hver er aðal skilgreining álagskenninga?
Afbrotamenn hafa í raun sömu markmið og allir aðrir en skorti leiðirnar til að uppfylla þau.
Álagskenning: relative deprivation
Ástandið sem verður til þegar efnað og fátækt fólk býr í nálægð við hvort annað. Sumir afbrotafræðingar vilja meina að afbrotatíðni stafi af þessu.
Hvernig er afbrotaferlið hjá álagskenningum?
fátækt –> viðhalda hefðbundnum reglum og viðmiðum –> álag –> myndun gengja og hópa –> afbrot og ólöghlýðni –> afbrotaferill/lífstíll
Siðrof
Ástand sem skapast, álag á einstaklinganna með minni bjargir sem kikna undan álaginu að ná í gæði samfélagsins, bogna eða jafnvel brotna –> félagsástand sem einkennist af meiri eða minni skorti á viðurkenndum siðferðisgildum og hegðunarreglum
Siðrofskenning Robert Mertons
Breytt útgáfa af siðrofshugtakinu, þróað af Merton til að passa að félagslegum, efnahagslegum og menningarlegum aðstæðum nútímasamfélags. Snýst um:
- markmið
- leiðir
Hver eru tvö grundvallarhugtök Mertons?
Markmið og leiðir
Hvenær verður siðrof að mati Mertons?
Þegar togstreita eða ósamræmi skapast milli markmiða og leiða samfélagsins –> nýjar leiðir verða til
Hverjar eru úrbætur Mertons? (2)
- Samfélagið þurfi að leitast við að koma á meira jafnvægi milli markmiða og leiða; draga úr mikilvægi markmiða og njóta leiðanna/leiksins (handbolti án þess að vinna)
- Opna nýjar lögmætar leiðir fyrir þá sem fáa kosti hafa; til að auðvelda aðgang að viðurkenndum markmiðum samfélagsins (styrkja skólakerfið, auka atvinnumöguleika..)
Kenningin um stofnanabundið siðrof - hver og um?
Messner og Rosenfield
Nýrra afbrigði af siðrofskenningum. American dream verður bæði markmið og leiðin; allt samfélagið verður heltekið af efnislegum gæðum og grefur undan félags- og samfélagslegum gildum. Siðrof skapast og sundrar einstaklingum og hópum samfélagsins (siðrof: til í að fórna öllu fyrir fjárhagslegan ávinning t.d. fegra bókhaldið)
General strain theory - hver og um?
Robert Agnew
Hvernig eintaklingar upplifa og bregðast persónulega við álagi og vonbrigðum sem býr til afbrotahegðun - sér í lagi ungmenni. Álag er einstaklings-fyrirbæri (stress)