5.3, 5.4, 5.5, 5.6 Flashcards
Samsetning litninga
- meira en 50% litninga heilkjörnunga er prótín
- sum prótínna taka þátt í DNA og RNA myndun
- flest þeirra hafa byggingarlegt hlutverk og kallast histón
- lítill munur er á histónum á milli tegunda
- í mannsfrumu eru a.m.k. 2 metrar af DNA
- DNAinu er pakkað inn í kjarna sem er um 5 míkrómetrar í þvermál
- histón prótínin taka þátt í pökkun DNAsins
Histónur
Prótín sem litninu er vafið utan um til að búa til litninga
Litni
Þegar heilkjarna fruma er ekki að skipta sér er DNA hennar (og tengd prótín) í þráðaflóka sem kallast litni innan kjarna hennar
Litningur
Í frumuskiptingu fellist og vefst litnið saman í þéttar einingar > litningur
Þráðhaft
Hver litningur er úr 2 systurlitningsþráðum sem haldið er saman í þráðhafti
Þráðhald
Þar sem Spóluþræðirnir festast við litningana.
Sitthvoru megin við þráðhaftið
Einlitna
Fruma sem er einlitna hefur einn litning að hverri gerð
Tvílitna
Fruma sem hefur 2 litninga af hverri gerð , einn fra móður og einn fra föður
Systurlitningar
Litningur úr tveimur litningsþráðum sem eru nákvæmlega eins og innihalda sömu DNA röð. Hanga saman a þráðhaftinu í fyrstu en fara svo í sitthvora dótturfrumuna
Samstæðir litningar
Litningar sem skrá fyrir sömu genum. Annar fra móður og hinn fra föður
Geislaskaut og deilikorn
- Geislaskaut stjórnar myndun spólu og í hverju geislaskauti er par af deilikornum.
- Það skiptir sér seint í Interfasa.
- Plöntur hafa ekki deilikorn en hafa geislaskaut
Spóla
Hún sér um að litningarnir skiptist jafnt til dótturkjarna.
Hún er úr fjölda þráða sem hver um sig er úr knippi örpípla.
Liggur á milli geislaskautanna.
Þeir toga litningana að skautinu.
Frumuskipting
Eykur fjölda líkamsfrumna, verður alltaf við vöxt, viðgerð vefja, endurnýjun vefja o.fl. Skipt i tvennt: Mítósa og Meiósa
Mítósa
Jafnskipting
- algenga skiptingin
- ein fruma verður að tveim eins frumum
- sami litningi fjöldi í móður- og dótturfrumunni
Skiptist í:
Interfasi>prófasi>metafasi>anafasi>telófasi
Mítósa í plöntum
Eins og í dýfafrumum nema:
- ákveðinn vaxtavefur þar sem frumur skipta sér
- ekki með deilikorn en hafa geislaskaut
1 umfrymisskipting er ólík