4. kafli Flashcards
Hvað er stýrð hegðun?
Hver sú hegðun sem er innbyggð í lífveruna þannig að ef tiltekið áreiti kemur fram bregst lífveran alltaf eins við.
Hver var Descartes?
Hann útskýrði viðbragð fyrstur manna.
Hvað er viðbragðsbogi?
Allra einfaldasta gerð viðbragðs.
Hvað er grópun?
Sérstakt ferli þar sem ungviði grópar eða lærir að þekkja það fyrsta sem það sér við fæðingu, oftast móður sína og eltir hana upp frá því.
Hver var Lorenz?
Hann rannsakaði hegðun fugla- Þeir elta það fyrsta sem þeir sjá við fæðingu.
Hvað er tengslanám?
Það fer þannig fram að tvö fyrirbæri, sem fyrir nám eru óháð, tengjast. Þessi fyrirbæri koma frá umhverfi og kallast áreiti.
Hvað er áreiti?
Áreiti má skilgreina sem hvert það fyrirbæri úr umhverfinu sem skynfæri okkar geta numið.
Hver var Pavlov?
Hann varð fyrstur til að rannsaka nám í tengslum við ósjálfráð viðbrögð. Pavlov er nú frægastur fyrir tilraunir sínar með skilyrt viðbragð.
Hvað er viðbragðsskilyrðing?
Áður hlutlaust áreiti tengist við annað áreiti. Eftir að viðbragð er skilyrt bregst lífveran eins við nýja áreitinu og hún gerði við það gamla.
Dæmi: Hundur Pavlovs sem fór að slefa við ljósi.
Hvað er óskilyrt áreiti?
Áreiti sem kallar venjulega fram viðbragð.
Dæmi: Hiti framkallar svita, kuldi framkallar gæsahúð.
Hvað er skilyrt áreiti?
Það er áreiti sem undir eðlilegum kringumstæðum kallar ekki fram sérstök viðbrögð en fær nýja merkingu fyrir lífveruna.
Dæmi: Bjalla->Slef
Hvað er óskilyrt svörun?
Sú svörun sem sjálfkrafa kallast fram af áreitinu áður en viðbragðsskilyrðing á sér stað.
Hvað er skilyrt svörun?
Sú svörun sem er hlutlaus fyrir skilyrðingu en kemur fram við áreitið eftir að skilyrðing hefur átt sér stað.
Hvað er slokknun?
Hún á sér stað þegar skilyrta áreitið er birt án óskilyrta áreitisins. Þá deyr skilyrta áreitið smám saman.
Hvað er sjálfkvæm endurheimt?
Hún á sér stað þrátt fyrir slokknun, þ.e. þá tekst skilyrta áreitinu aftur að vekja skilyrtu svörunina. Skilyrðing gerist mun fljótar þegar hún hefur einhverntíma verið til staðar.
Hvað er tafarskilyrðing?
Þá er nýja áreitið kynnt á eftir því gamla og er haft á þar til dýrið bregst við, þ.e. bjallan hringir á meðan maturinn kemur og hundurinn slefar.
Hvað er afturvirk skilyrðing?
Þá er nýja áreitið kynnt á eftir því gamla, þ.e. bjallan hljómar á eftir matnum.