4. kafli Flashcards
hvað er vefur? nemdu fjögur einkenni.
Vefur er hópur svipaðra frumna sem starfa saman
Frumurnar í vefnum eru oftast af sama stofni þ.e. komnar út af sömu tegund fósturfruma (stem cells)
Algengt er að vökvi sé í bilinu milli fruma (extracellular fluid)
Frumur í vef mynda oft ákveðið millifrumuefni (matrix) sem er líka hluti af vefnum
Meginvefjaflokkar líkamans eru:
- Þekjuvefur (epithelial tissue)
- Stoðvefur (connective tissue)
- Vöðvavefur (muscle tissue)
- Taugavefur (nervous tissue)
Einkenni þekjuvefjar (8):
Frumur liggja þétt saman,
úr einu eða fleiri frumulögum,
lítið millifrumuefni
Grunnhimna (basement membrane) tengir vefinn við undirliggjandi bandvef
Hefur ekkert blóðflæði þ.e. háræðalaus vefur,
treystir á undirliggjandi vefi
Er taugatengdur (has nerve supply)
Hefur mikla endurnýjunarhæfni þ.e. ör frumuskipting
Undirflokkar þekjuvefjar (2):
- yfirborðsþekja (covering and lining epithelium)
- kirtilþekja (glandular epithelium)
yfirbroðsþekja:
Hefur alltaf frítt yfirborð, er klæðir líffæra utan og innan
kirtilþekja:
Þekja sem seytir efnum um leið og hún klæðir, innkirtlar og útkirtlar
hvernig er flokkun yfirborðsþekja?
Flokkun byggir á lögun, lagskiptingu og uppröðun frumna
Lögun:
1. Flatar/Flögulaga (squamose)
2. Teningslaga (cuboidal)
3. Stuðlalaga (columnar)
Lagskipting:
1. Eitt lag (simple)
2. Mörg lög (stratified)
3. Sýndar/þykjustu marglaga þekja (pseudostratified)
einföld flöguþekja finnst í…
lungnablöðrum og háræðum
marglaga flöguþekja finnst í…
húð
einföld stuðlaþekja finnst í…
þörmum
Flokkun þekja eftir hlutverki:
- Skiptiþekja (exchange epithelia) skipti á efnum yfir vefinn t.d. loftskipti í lungum
- Flutningsþekja (transporting epithelia) stjórnar flutningi á efnum inn og út úr líkama, aðallega í meltingarvegi og nýrum
- Bifhærð þekja (ciliated epithelia) með bifhár til að flytja t.d. slím og agnir í öndunarvegi
- Varnarþekja (protective epithelia) er varnarlag, t.d. í munni, leggöngum og húðin
Marglaga stuðlaþekja klæðir…
kokið (pharynx) að innan
Aðal-munnvatnskirtlarnir (parotid glands) eru klæddir að innan með…
„þykistu“ sýndar-marglaga stuðlaþekju
hvernig þekju má finna innan á barka?
„þykistu“ sýndar-marglaga og bifhærð stuðlaþekja með slímseytandi birkarfrumum
Marglaga flöguþekja án keratíns er í…
vegg legganga
má líka flokka sem varnarþekju (protective epithelia)
lístu mjög sterkri varnarþekju og komdu með dæmi.
Efsta lag húðar er marglaga, keratínmyndandi flöguþekja
hvað er breytiþekja (transitional epithelium) ?
þekjuvefur sem hefur mikin teygjanleika, frumurnar breyta um lögun eftir því hvort strekkt er á þekjunni eða ekki
hvernig þekja klæðir þvagblöðruna að innan?
Breytiþekja (transitional epithelium)
hvernig er flokkun kirtilþekja?
Innkirtlar og Útkirtlar
Innkirtlar (endocrine glands), kallast líka lokaðir kirtlar:
eru án kirtilrása og seyta efnum út í blóðið eða annað millifrumurými
Útkirtlar (exocrine glands), kallast líka opnir kirtlar:
hafa kirtilrásir og seyta efnum út um húð eða út í meltingarveg
hverju seyta útkirtlar?
Dæmi: sviti, tár, slef, meltingarensím, magasýra