2 - Blóðflokkar og Coombspróf Flashcards

1
Q

Hvað er blóðflokkur?

A

Blóðflokkur er heiti á mótefnavökum sem eru til staðar á yfirborði rauðra blóðkorna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvar finnast blóðflokkamótefnavakar?

A

Blóðflokkamótefnavakar finnast á yfirborði rauðra blóðkorna en sumir finnast einnig á hvítum blóðkornum, blóðflögum og öðrum vefjafrumum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Úr hvaða sameindum eru mótefnavakar blóðflokka?

A

Mótefnavakar blóðflokka eru ýmist himnuprótein, glýkóprótein, glýkólípíð eða glýkófórín.
(Stundum finnast þeir uppleystir í líkamsvessum).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvernig er blóðflokkun og greining á blóðflokkamótefnum framkvæmd?

A

Blóðflokkun og greining á blóðflokkamótefnum eru gerð með kekkjunarprófum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvernig virkar kekkjunarpróf?

A

Blóðflokkamótefni (“alloantibodies”) tengjast samsvarandi mótefnavaka (“antigen”) og valda kekkjun (“in vitro”).
Þ.e. kekkkjun verður in vitro (í tilraunaglasi) þegar að blóðflokkamótefni og mótefnavaki ýmist í lausn eða blóði tengjast.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Í hvaða tvær gerðir skiptast/flokkast blóðflokkamótefni og gerðu grein fyrir þeim.

A

Blóðflokkamótefni eru ýmist:

  1. Náttúruleg = Einstaklingurinn er með mótefni gegn blóðflokkamótefnavaka án þess að hafa komist í snertingu við mótefnavakann svo vitað sé (talið eitthvað í umhverfinu sem að líkist mótefnavakanum sem að veldur mótefnamynduninni).
  2. Áunnin = Einstaklingurinn hefur fengið í sig framandi blóðflokkamótefnavaka t.d. við blóðinngjöf eða við meðgöngu, og myndað mótefni.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvar myndast flestir blóðflokkamótefnavakar?

A

Flestir blóðflokkamótefnavakar myndast á rauðum blóðkornum. Undantekning frá þessu eru Lewis og Chido/Rodgers blóðflokkar en í þeim blóðflokkum myndast mótefnavakinn í líkamanum og losnar úr í blóðvökvann (plasma). Þaðan sogast mótefnavakinn (adsorberast) á yfirborð rauðra blóðkorna.
(Enn er deilt um það hvort að þetta séu eiginlegir blóðflokkar en þeir teljast það enn í dag).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hverjar eru tvær megingerðir blóðflokkamótefnavaka?

A
  1. Fyrri megingerðin eru prótein en framleiðslu þeirra er stýrt beint af genum.
  2. Seinni gerðin er kolvetni á glýkópróteinum og glýkólípíðum en genið veldur framleiðslu ensíms (sem kallast glýkósýltransferasa) sem að stýrir byggingu mótefnavakans.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Nefndu fjórar megingerðir immúnóglóbúlína í líkamanum (eða 5) og hver þeirra skipta mestu máli í blóðbankafræðinni?

A

Fjórar megingerðir immúnóglóbúlína í líkamanum og hlutföll þeirra eru:
IgG (80%)
IgA (13%)
IgM (6%)
IgD (1%)
(IgE (örlítið magn)).
Þau immúnóglóbúlín sem að skipta mestu máli í blóðbankfræði eru IgG og IgM.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvernig er immúnóglóbúlín sameind uppbyggð?

A

Hefur Fab arma sem að eru breytilegi hlutinn og Fc hala sem er “effector” svæði. Sameindin er byggð upp af tveimur þungum keðjum og tveimur léttum keðjum þar sem að þungu keðjurnar vísa frá hvor annarri og léttu keðjurnar liggja upp við þær þungu á Fab örmunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hver er munurinn á IgM sameind og IgG sameind?

A

IgG sameind er einföld sameind á meðan að IgM sameindin er fimmföld (fimmliða). IgM er því það stór sameind að hún kemst ekki yfir fylgjuna þó að IgG getir það greiðlega. IgG virkar best við líkamshita og er því oft klínískt mikilvægari heldur en IgM.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Nefndu mismunandi gerðir af IgG sameindinni.

A

Það eru til 4 mismunandi undirflokkar af IgG:
IgG1
IgG2
IgG3
IgG4
IgG mótefni sem að beinast gegn ákveðnum mótefnavaka getur verið af einni gerð IgG eða blanda af IgG gerðum.
Alvarleg nýburagula orsakast oftast af IgG1.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvenær voru blóðflokkar uppgötvaðir?

A

Blóðflokkar voru uppgötvaðir í byrjun 20. aldar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvernig var hægt að greina blóðflokka fyrstu 45 árin eftir að þeir voru uppgötvaðir

A

Það var aðeins hægt að greina blóðflokka fyrstu 45 árin frá uppgötvun með mótefnum sem að kekkjuðu rauðu blóðkornin beint “in vitro”.
Dæmi um þetta er ABO blóðflokkarnir.
(“Complete antibodies”).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Árið 1945 var þróað nýtt próf til að greina blóðflokka, hvaða próf var það?

A

Árið 1945 var þróað próf sem gerði kekkjun ófullkominna mótefna (“incomplete antibodies”) mögulega “in vitro”. Það próf kallast Coombspróf.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hver er munurinn á fullkomnum og ófullkomnum mótefnum?

A

Fullkomnu mótefnin eru IgM mótefni sem að geta kekkjað samsvarandi mótefnavaka í
saltvatni utan líkamans.
Ófullkomin mótefni eru IgG mótefni sem að festast á rauðu blóðkornin en grípa þarf til
sérstakra ráðstafana til að fá þau til að kekkjast utan líkamans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvað er blóðflokkakerfi og hvað eru til mörg slík?

A

Blóðflokkakerfi er hópur mótefnavaka sem er stýrt af einni genasamsætu eða 2-3 nátengdum genum. Til eru 33 blóðflokkakerfi sem 297 blóðflokkamótefnavakar flokkast í en nú eru þekktir yfir 339 mimsunandi mótefnavakar. Afgangurinn af mótefnavökunum sem ekki flokkast í þessi 33 blóðflokkakerfi flokkast í svokallaða hópa eða söfn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað gera mótefni af IgM gerð í tengslum við blóðbankafræði?

A

Alengust IgM mótefnanna eru mótefni ABO blóðflokkakerfisins.

Þau eru stundum kölluð “náttúruleg mótefni” þó að þau séu það ekki í raun og veru (þau myndast á fyrstu árum einstaklings án þess að hann komst í snertingu við mótefnavakann, líklegast út af líkum mótefnavaka).

Mótefni af IgM gerð eru einnig algeng í Lewis, Ii, P og MNS blóðflokkakerfunum.

Þessi mótefni kekkjast sýnilega þegar þeim er blandað saman við samsvarandi mótefnavaka í saltvatni og eru yfirleitt kuldavirk (virka best við hitastig 4°- 20°C)
(þau kæla oft við greiningu til að fá upp góða svörun á IgM).

19
Q

Hvað gera mótefni af IgG gerð í tengslum við blóðbankafræði?

A

IgG blóðflokkamótefni eru oftar klíniskt mikilvæg en þau sem eru af IgM gerð
IgG mótefni eru virkust við 37°C .

Til að greina þau utan líkamans þarf að ýta undir kekkjunarhvarfið með réttu hitastigi og ýmsum hjálparefnum svo sem albúmíni, ensímum eða AHG (anti-human-glóbúlín).

IgG blóðflokkamótefni geta valdið nýburagulu, því þau komast yfir fylgju.

20
Q

Hvað er gert til að blóðflokka eða greina blóðflokkamótefni?

A

Þegar að verið er að blóðflokka eða greina blóðflokkamótefni er aðallega stuðst við kekkjunarhvörf milli mótefnavaka og mótefnis.

Ýmis þættir hafa áhrif á hraða og styrkleika kekkjunarhvarfsins þ.e.a.s. hversu vel mótefni og mótefnavaki tengjast.
(Það þarf stundum að bæta ensímum út í hvarfið eða breyta hita- eða sýrustigi).

21
Q

Hvernig er greining á blóðflokkamótefnum framkvæmd?

A

Við greiningu á blóðflokkamótefnum er plasma einstaklings blandað saman við rauð blóðkorn með þekktum mótefnavökum og athugað hvort að kekkjun verður.
Þáttur í greiningu blóðflokkamótefna er að svipgerðaflokka rauð blóðkorn sjúklingsins.
Einstaklingar geta myndað mótefni gegn þeim mótefnavökum sem að þeir eru ekki með.
(Undantekningarlítið gert við 37°. Ef að engin kekkjun verður þá er hægt að segja að sjúklingur sé líklega ekki með mótefni en ef kekkjun verður þá þarf að greina það betur. Það eru undantekningar fyrir því að einstaklingar geti myndað mótefni gegn eigin mótefnavökum - sjálfsmótefni).

22
Q

Hvernig er blóðflokkun framkvæmd?

A

Blóðflokkun er gerð með því að blanda blóðkornum úr einstaklingi saman við þekkt mótefni (t.d. Anti-A, anti-K eða anti-D) og athuga hvort að kekkjun verður.

Ef að einstaklingur er með mótefnavaka sem tengist mótefninu kekkjast rauðu blóðkornin. Rauð blóðkorn einstaklings með K mótefnavaka (tilheyrir Kell blóðflokkakerfinu) myndu kekkjast í mótefninu anti-K.
(Sagt að anti-K sé jákvætt. ABO og Rhesus D skipta mestu máli hvað varðar blóðflokkun en hitt kallast svipgerðaflokkun).

23
Q

Hver er munurinn á framkvæmd á greiningu blóðflokkamótefna og blóðflokka?

A

Við greiningu blóðflokkamótefna er blandað sermi sjúklings (mótefni finnast þar) við rauð blóðkorn sem að hafa þekkta mótefnavaka. Við erum því að leita að mótefnum.
Við blóðflokkun eru rauð blóðkorn sjúklings með óþekktum mótefnavökum blandað saman við þekkt mótefni til að sjá hvort að kekkjun verði.

24
Q

Hvaða blóðsýni má nota í Blóðbanka?

A

Það má nota blóðsýni í EDTA (Ethylenediaminetetraacetic acid) og ACD (Acid citrate dextrose) sýnaglösum. Ekki má nota sýni með geli við blóðflokkanir því þá er hætta á að fá falskar niðurstöður.

25
Q

Hvernig á að geyma blóðsýni fyrir Blóðbanka?

A

Geyma á sýnin spunnin en ekki á að taka plasma ofan ad og geyma aðskilið (nema ef það eigi að frysta sýnið).
Ekki má nota sýni eldri en 3ja sólarhringa gömul til skimunar á blóðflokkamótefnum (þá fara mótefni/mótefnavakar að laskast).
Rauðu blóðkornin má nota lengur (til svipgerðarflokkunar) eða allt að 10 daga.
Geyma í kæliskáp við ca. 4° C.
Plasma má frysta og geyma í mörg ár ef þarf.

26
Q

Hvenær var byrja að nota efni til að hjálpa vð greiningu á blóðflokkamótefnum?

A

Um 1940 var farið að nota ensím og albúmín við skimun og greiningu á blóðflokkamótefnum.

Coombs lýsti áhrifum og notkun anti-human-glóbúlíns (AHG) árið 1945.

(Nokkrir hjálparmiðlar sem notaður eru til ða letja eða hvetja hvörf
Þá var verið að vinna þetta allt í glösum – tók allt að klt að fá kekkjun
Coombs fann eitthvað sem að flýtir þessu – anti-human glóbúlín).

27
Q

Hvenær var byrjað að nota AHG og til hvers er hún notuð?

A

Árið 1946 er því lýst hvernig nota má AHG til að finna blóðkorn sem bundist hafa mótefnum í líkamanum(“in vivo”).

Aðferðin er notuð til að finna ófullkomin IgG mótefni (“incomplete antibodies”) í blóðvökva.

(Af því að þau eru svo smá þá næst ekki að kekkja kornin – ahg gerir okkur kleift að sjá kekkjunina).

28
Q

Hvernig virkar AHG?

A

IgG mótefni festast á samsvarandi mótefnavaka á blóðkornunum
(blóðkornin tengjast ekki saman svo að kekkjun er ekki sjáanleg).
((Það verður ekki kekkjun – líkaminn finnur rbk með igg og eyðir þeim)).

AHG (“anti-human-globulin”) binst mótefnum sem sitja utan á rauðum blóðkornum => blóðkornin tengjast saman og kekkjun sést.
(Ahg sett til að hægt sé að sjá kekkjunina utan líkamans).

29
Q

Hvernig er AHG framleitt?

A

Anti-Human-Glóbúlín er framleitt með því að sprauta mannaglóbúlínum í dýr t.d. kanínur og geitur. Dýrin mynda mótefni gegn manna-immúnóglóbúlínum sem eru unnin úr blóðvökva þeirra.

30
Q

Við hvað er AHG notað?

A

Anti-Human- Glóbúlín - AHG eða Coombs lausn er notuð til að gera bein og óbein Coombspróf.

31
Q

Hvað er beint Coombspróf?

A

DAT (“Direct Antiglobulin Test”) öðru nafni beint Coombspróf er athugun á því hvort mótefni loða við mótefnavaka á rauðum blóðkornum í líkamanum (“in vivo”).

32
Q

Hvernig er beint Coombspróf framkvæmt?

A

Beint Coombspróf er gert með því að:

  1. Blanda Coombslausn (AHG) saman við blóðkornin sem prófa á.
  2. Spinna blönduna í skilvindu.
  3. Athuga hvort kekkjun sést.

Kekkjun = beint Coombspróf er jákvætt; mótefni eru tengd mótefnavökum á yfirborði rauðu blóðkornanna.

Engin kekkjun = prófið er neikvætt; engin mótefni eru föst á mótefnavökum rauðra blóðkorna.

(Ekki hægt aðnota til að greina hvaða mótefni það er sem að situr á yfirborðinu
Engin kekkjun – það getur líka verið að það er lítið magn á yfirborði þannig að prófið er neikvætt en getur greinst eitthvað við nánari próf).

33
Q

Ástæður fyrir jákvæðu beinu Coombsprófi geta verið ýmsar, hverjar eru þær?

A

Ástæður fyrir jákvæðu beinu Coombsprófi geta verið:

  1. Nýburagula
  2. Aukaverkun eftir blóðinngjöf
  3. Blóðleysi vegna sjálfsónæmis eða lyfja
  4. Ýmsir sjúkdómar
34
Q

Hvernig getur nýburagula valdið jákvæðu Coombsprófi?

A

Nýburagula =(HDN=“Hemolytic Disease of the Newborn” eða HDFN = “Haemolytic disease of the Fetus and the Newborn”)
Mótefni frá móður hafa komist yfir fylgju og sest utan á rauðu blóðkornin í fóstrinu.

35
Q

Hvernig getur aukaverkun eftir blóðinngjöf valdið jákvæðu Coombsprófi?

A

(HTR=“Hemolytic Transfusion Reaction”).
Sjúklingur hefur myndað mótefni gegn mótefnavaka sem er á gjafakornunum.
Mótefnið tengist viðkomandi mótefnavaka á blóðkornum gjafans.
Blóðkornin sem sjúklingurinn fékk við inngjöfina eru þakin mótefnum og líkaminn eyðir þeim.

36
Q

Hvernig getur blóðleysi vegna sjálfsónæmis eða lyfja valdið jákvæðu Coombsprófi?

A

(“Autoimmune and Drug-Induced Hemolytic Anemias” =AIHA).

Mótefni gegn eigin blóðkornum (“Auto”mótefni ) þekja blóðkorn sjúklings.

(Gert sem hluti á sjúkdómsgreiningu fyrir sjálfsónæmis
Stundum svo ónákvæm).

37
Q

Hvernig geta ýmsir sjúkdómar valdið jákvæðu Coombsprófi?

A

Sjúkdómar sem geta valdið jákvæðri svörun í beinu Coombsprófi:

  1. Smitandi Einkirningssótt (“Mononucleosis”)
  2. Sárasótt (“Syphilis”)
  3. Krónískt hvítblæði (“Chronic leukemia”)
  4. Rauðir úlfar (“Systemic lupus erythhematosus”)
  5. Ýmsar sýkingar – t.d. “Mycoplasmal infection”
38
Q

Til hvers er óbeint Coombspróf notað?

A

Óbeint Coombspróf er aðferð sem er m.a. notuð við:

  1. Blóðflokkun á mótefnavökum sem ekki greinast nema í AHG umhverfi
  2. Blóðflokkamótefnaleit
  3. Greiningu á blóðflokkamótefnum
  4. Títermælingar
39
Q

Til hvers er óbeint Coombspróf notað í blóðflokkun?

A

Það er notað við greiningu á mótefnavaka á rauðum blóðkornum.
Þekktu mótefni er blandað saman við rauð blóðkorn.
Ef samsvarandi mótefnavaki er til staðar á yfirborði rauðu blóðkornanna kekkjast blóðkornin.

Blóðflokkar sem flokkaðir eru með óbeinu Coombsprófi  (AHG):
Duffy (Fya og Fyb)
S og s
Lutheran (Lua og Lub)
Cellano (k)
Kpa og Kpb
40
Q

Hver eru helstu skref blóðflokkunnar með óbeinu Coombsprófi?

A

Blóðkornum með óþekktum mótefnavökum blandað saman við Þekkt mótefni t.d. anti-Fya.
Mótefnin tengjast samsvarandi mótefnavökum.
AHG bætt út í.
Kekkjun = jákvætt svar
Í þessu tilfelli : einstaklingurinn er með Fya blóðflokk.

41
Q

Til hvers er óbeint Coombspróf notað við blóðflokkamótefnaleit?

A

Prófið er notað til að greina hvort mótefni séu til staðar í blóðvökva (plasma/serum) einstaklings.
Plasma/serum er blandað saman við rauð blóðkorn með þekktum mótefnavökum og athugað hvort kekkjun á sér stað.

42
Q

Hver eru helstu skref blóðflokkamótefnaleitar með óbeinu Coombsprófi?

A

Rauðum blóðkornum með þekktum mótefnavökum bætt útí
Plasma/ serum sjúklings sem inniheldur óþekkt mótefni
Mótefnin tengjast samsvarandi mótefnavökum
AHG bætt út í blönduna
Kekkjun =Jákvætt svar
Einstaklingurinn er með blóðflokkamótefni

43
Q

Til hvers er óbeint Coombspróf notað við greiningu mótefna og títrun?

A

Óbeint Coombspróf er einnig notað við að greina mótefni og til að gera títermælingar á mótefnum.

Aðferðin er sú sama og fyrir blóðflokkamótefnaleit, mismunurinn liggur í:
Fleiri gerðir fruma eru notaðar við greiningu á blóðflokkamótefnum
Við títermælingu er notuð ein fruma sem er sérvalin m.t.t. þess mótefnis sem verið er að títra.

44
Q

Hvaða aðferðir eru notaðar við kekkjunarpróf?

A

Helstu aðferðir:

Sýnaglös
(Ennþá verið að vinna með sýnaglös á nokkrum stöððum – ekki fyrsta val – auka greining ef það fæst ekki endanleg niðurstaða úr öðrum prófunum)

Míkrótíterbakkar
(Míkrótíterbakkakr – hægt að nota í velum eða í höndunum – þarf mjög lítið magn af plasma og blóðkornum og niðurstaða sýnileg í 48 tím eftir prófun)

Míkrótíterspjöld
- Gel eða glerperlur
(Þau nota míkrótíterspjöld –tekur 15-20 mín – sýnaglös eru klt)