2 - Blóðflokkar og Coombspróf Flashcards
Hvað er blóðflokkur?
Blóðflokkur er heiti á mótefnavökum sem eru til staðar á yfirborði rauðra blóðkorna.
Hvar finnast blóðflokkamótefnavakar?
Blóðflokkamótefnavakar finnast á yfirborði rauðra blóðkorna en sumir finnast einnig á hvítum blóðkornum, blóðflögum og öðrum vefjafrumum.
Úr hvaða sameindum eru mótefnavakar blóðflokka?
Mótefnavakar blóðflokka eru ýmist himnuprótein, glýkóprótein, glýkólípíð eða glýkófórín.
(Stundum finnast þeir uppleystir í líkamsvessum).
Hvernig er blóðflokkun og greining á blóðflokkamótefnum framkvæmd?
Blóðflokkun og greining á blóðflokkamótefnum eru gerð með kekkjunarprófum.
Hvernig virkar kekkjunarpróf?
Blóðflokkamótefni (“alloantibodies”) tengjast samsvarandi mótefnavaka (“antigen”) og valda kekkjun (“in vitro”).
Þ.e. kekkkjun verður in vitro (í tilraunaglasi) þegar að blóðflokkamótefni og mótefnavaki ýmist í lausn eða blóði tengjast.
Í hvaða tvær gerðir skiptast/flokkast blóðflokkamótefni og gerðu grein fyrir þeim.
Blóðflokkamótefni eru ýmist:
- Náttúruleg = Einstaklingurinn er með mótefni gegn blóðflokkamótefnavaka án þess að hafa komist í snertingu við mótefnavakann svo vitað sé (talið eitthvað í umhverfinu sem að líkist mótefnavakanum sem að veldur mótefnamynduninni).
- Áunnin = Einstaklingurinn hefur fengið í sig framandi blóðflokkamótefnavaka t.d. við blóðinngjöf eða við meðgöngu, og myndað mótefni.
Hvar myndast flestir blóðflokkamótefnavakar?
Flestir blóðflokkamótefnavakar myndast á rauðum blóðkornum. Undantekning frá þessu eru Lewis og Chido/Rodgers blóðflokkar en í þeim blóðflokkum myndast mótefnavakinn í líkamanum og losnar úr í blóðvökvann (plasma). Þaðan sogast mótefnavakinn (adsorberast) á yfirborð rauðra blóðkorna.
(Enn er deilt um það hvort að þetta séu eiginlegir blóðflokkar en þeir teljast það enn í dag).
Hverjar eru tvær megingerðir blóðflokkamótefnavaka?
- Fyrri megingerðin eru prótein en framleiðslu þeirra er stýrt beint af genum.
- Seinni gerðin er kolvetni á glýkópróteinum og glýkólípíðum en genið veldur framleiðslu ensíms (sem kallast glýkósýltransferasa) sem að stýrir byggingu mótefnavakans.
Nefndu fjórar megingerðir immúnóglóbúlína í líkamanum (eða 5) og hver þeirra skipta mestu máli í blóðbankafræðinni?
Fjórar megingerðir immúnóglóbúlína í líkamanum og hlutföll þeirra eru:
IgG (80%)
IgA (13%)
IgM (6%)
IgD (1%)
(IgE (örlítið magn)).
Þau immúnóglóbúlín sem að skipta mestu máli í blóðbankfræði eru IgG og IgM.
Hvernig er immúnóglóbúlín sameind uppbyggð?
Hefur Fab arma sem að eru breytilegi hlutinn og Fc hala sem er “effector” svæði. Sameindin er byggð upp af tveimur þungum keðjum og tveimur léttum keðjum þar sem að þungu keðjurnar vísa frá hvor annarri og léttu keðjurnar liggja upp við þær þungu á Fab örmunum.
Hver er munurinn á IgM sameind og IgG sameind?
IgG sameind er einföld sameind á meðan að IgM sameindin er fimmföld (fimmliða). IgM er því það stór sameind að hún kemst ekki yfir fylgjuna þó að IgG getir það greiðlega. IgG virkar best við líkamshita og er því oft klínískt mikilvægari heldur en IgM.
Nefndu mismunandi gerðir af IgG sameindinni.
Það eru til 4 mismunandi undirflokkar af IgG:
IgG1
IgG2
IgG3
IgG4
IgG mótefni sem að beinast gegn ákveðnum mótefnavaka getur verið af einni gerð IgG eða blanda af IgG gerðum.
Alvarleg nýburagula orsakast oftast af IgG1.
Hvenær voru blóðflokkar uppgötvaðir?
Blóðflokkar voru uppgötvaðir í byrjun 20. aldar.
Hvernig var hægt að greina blóðflokka fyrstu 45 árin eftir að þeir voru uppgötvaðir
Það var aðeins hægt að greina blóðflokka fyrstu 45 árin frá uppgötvun með mótefnum sem að kekkjuðu rauðu blóðkornin beint “in vitro”.
Dæmi um þetta er ABO blóðflokkarnir.
(“Complete antibodies”).
Árið 1945 var þróað nýtt próf til að greina blóðflokka, hvaða próf var það?
Árið 1945 var þróað próf sem gerði kekkjun ófullkominna mótefna (“incomplete antibodies”) mögulega “in vitro”. Það próf kallast Coombspróf.
Hver er munurinn á fullkomnum og ófullkomnum mótefnum?
Fullkomnu mótefnin eru IgM mótefni sem að geta kekkjað samsvarandi mótefnavaka í
saltvatni utan líkamans.
Ófullkomin mótefni eru IgG mótefni sem að festast á rauðu blóðkornin en grípa þarf til
sérstakra ráðstafana til að fá þau til að kekkjast utan líkamans.
Hvað er blóðflokkakerfi og hvað eru til mörg slík?
Blóðflokkakerfi er hópur mótefnavaka sem er stýrt af einni genasamsætu eða 2-3 nátengdum genum. Til eru 33 blóðflokkakerfi sem 297 blóðflokkamótefnavakar flokkast í en nú eru þekktir yfir 339 mimsunandi mótefnavakar. Afgangurinn af mótefnavökunum sem ekki flokkast í þessi 33 blóðflokkakerfi flokkast í svokallaða hópa eða söfn.