1 - Inngangur Flashcards

1
Q

Segðu aðeins frá sögu blóðbankans.

A

Blóðbankinn í Reykjavík var stofanður 1953 og var til húsa á horni Eiríksgötu og Barónsstígs (þar sem að meinafr. deild LSH er núna) fram til ársins 2007. Í maíbyrjun 2007 fluttist starfsemin að Snorrabraut 60.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvar er blóðbankinn með starfsemi?

A

Blóðbankinn er með starfsemi að Snorrabraut 60 í Reykjavík en einnig á Glerártorgi á Akureyri. (þar eru framkvæmdar heilblóðsafnanir).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Segðu frá starfsemi blóðbankans á Akureyri.

A

Á Akureyri starfa 3 hjúkrunarfræðingarvið blóðtökur en það er rannsóknarstofa á vegum Blóðbankans þar sem að sér um þjónustu við SAk. Lífeindafræðingarnir sem að starfa á þeirri rannsóknarstofu eru starfsmenn SAk sem að þau leigja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er blóðstöð og hvar eru þær staðsettar?

A

Blóðstöð er sjúkrahúseining sem að annast geymslu, dreifingu og samræmingarpróf blóðs og blóðhluta sem eru einungis notaðir innan marka sjúkrahússins, þar með talin starfsemi á vegum sjúkrahússins í tengslum við blóðinngjöf.
Blóðstöðvar er að finna á fjórum stöðum á landinu: á Akranesi, í Vestmannaeyjum, í Neskaupstað (sem að sinnir þessu fyrir Austurlandið) og á Ísafirði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er útstöð og hvar eru þær staðsettar á landinu?

A

Útstöð er heilbrigðisstofnun sem er með vottaðan blóðkæliskáp og getur geymt blóðhluta fyrir sína sjúklinga og sent blóðhluta aftur til Blóðbanka ef þeir eru ekki notaðir. Neyðarblóð má geyma á blóðstöðvum. Útstöðvar eru Á LSH á Hringbraut (2 stöðvar) og í Fossvogi (2 stöðvar), á sjúkrahúsinu í Keflavík og á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Um blóðsöfnun, hverjir gefa blóð og hvernig er blóðið gefið?

A

Blóðgjafar eru nær einungis sjálfboðaliðar sem að gefa blóð án endurgjalds. Við heilblóðsgjöf eru teknir 450-500 ml af heilblóði í sérhannaða poka en einnig er til hægt að safna blóðhlutum í blóðskilju (apheresis).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvenær hófst notukun á sérhönnuðu plastpokunum við blóðtöku?

A

Árið 1968 var skipt úr því að safna blóði í glerflöskur í Blóðbankanum í að safna í sérhannaða plastpoka. Bandaríkjamenn hönnuðu blóðpoka úr plasti um 1950.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvernig hófst blóðsöfnun á Íslandi?

A

Fyrstu blóðgjafar landsins voru skátar innan skátahreyfingarinnar en árið 1940 var fyrsti aðalfundur Blóðgjafasveitar skáta haldinn hér á landi.
Árið 1943 kom Rauði kross Íslands (RKÍ) að fyrstu blóðsöfnunum á Íslandi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvernig var blóð gefið áður fyrr?

A

Áður fyrr var sjúklingum nær eingöngu gefið heilblóð en með aukinni þekkingu á hvað heilblóð er var farið í það að skipta upp heilblóðinu.
Á þeim tíma voru blóðpokarnir látnir standa uppréttir í sérstökum höldurum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Úr hverju eru 500 mL af heilblóði samansettir?

A

Í 500 mL af heilblóði eru um 250 mL af plasma, um 1,0 mL af blóðflögum, um 0,5 mL af hvítum blóðkornum og um 200 mL af rauðum blóðkornum. Blóðhlutarnir raðast svona upp þegar að búið er að skilja heilblóðið niður þannig að plasmað er efst í pokanum en rauðu blóðkornin neðst.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvaða þrenns konar blóðhlutar eru unnir úr því heilblóði sem að gefið er?

A

Í blóðhlutavinnslunni er unnið rauðkornaþykkni, blóðvökvi (plasma) og blóðflögur. (Ein heilblóðsgjöf getur því orðið að þremur gjöfum).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvernig eru mismunandi blóðhlutar meðhöndlaðir eftir blóðgjöf og vinnslu?

A

Allar rauðkornaeiningar eru hvítkornasíaðar og allar blóðflögur og plasma eru smithreinsuð (pathogen inactivated) en sú aðfer eyðileggur allar örverur og hvít blóðkorn.
Sumar rauðkornaeiningar eru geislaðar og fer fjöldi geislaðra eininga í lager Blóðbankans eftir þörfum sjúklinga. (Verið að gera sem mest í því að hvít blóðkorn úr blóðgjafa komist ekki í sjúkling).
(Það er verið að þróa aðferð til að smithreinsa rauðkornaeiningarnar, sem að gerist líklegast á næstu 2-3 árum að hún fullkomnist. Þá erum við komin með einst örugga blóðgjöf og hægt er).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað vilja þau fá margar blóðgjafir á dag?

A

Þau vilja helst fá 70 blóðgjafir á dag og þá getur blóðbankabílinn skipt sköpum í að ná því markmiði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvernig þarf geymslu á blóðhlutum að vera háttað?

A

Geymsla á blóðhlutum þarf að hlíta skýrum reglum hvað varðar hitastig, eftirlit og skráningu. Blóðhlutar á opnum, lokuðum og læstum lager verða að vera aðskildir.
(Læstur lager - eitthvað hefur komið upp á)
(Einnig þarf að vera ítarleg skráning á því hver gjafinn var, hvernig blóðhlutinn var unninn og hver fékk blóðið).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvenær er smitskimun gerð og fyrir hverju er skimað?

A

Það er smitskimað við hverja blóðgjöf en skimað er í Blóðbankanum fyrir HIV, HCV og HBsAG (en einnig er skimað fyrir syphilis og mælt ferritín). Þau sýni sem að greinast jákvæð eða á gráu svæði í einhverjum af þessum rannsóknum eru send til staðfestingar á veirudeild LSH.
(Ekki er hægt að senda blóðhluta í sjúkling fyrr en þessum prófum er lokið.)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Nýir blóðgjafar gefa aðeins sýni við fyrstu komu, hvað er gert við þessi sýni?

A

Einungis er flokkað í ABO og Rhesus D og og skimað fyrir blóðflokkamótefnum í sýnum sem að tekin eru hjá nýjum blóðgjöfum.
(Blóðflokkun er framkvæmd)
(Blóðflokkamótefni skimun - skoða hvort að gjafi sé með mótefni áður en blóðið fer í sjúkling).

17
Q

Hvað er gert við hverja blóðgjöf í poka varðandi blóðflokkun?

A

Við hverja blóðgjöf í poka er flokkað í ABO og RH D blóðflokk til staðfestingar.
Blóðgjafar eru einnig svipgerðaflokkaðir í allt að tíu blóðflokka til viðbótar.

18
Q

Hvernig er blóðflokkun framkvæmd?

A

Blóðflokkun er að langmestu leyti gerð í blóðflokkunarvélum en ef ekki er unnt að flokka sýni í blóðflokkunarvél er það gert handvirkt. Handflokkuð sýni eru skráð inn í tölvukerfið og niðurstöður lesnar í sérstökum tækjum til að tryggja rekjanleika.
(Yfirfærsla niðurstaðna er rafræn)

19
Q

Hvað eru þjónusturannsóknir og hvenær eru þær framkvæmdar?

A

Þegar að sjúklingar þurfa á blóðgjöf að halda eru tekin sýni úr þeim (öllum sjúklingum sem þurfa á blóðhluta að halda) og sýnin eru blóðflokkuð og skimuð fyrir blóðflokkamótefnum (Fullflokkun). Blóðhlutar eru teknir frá í sjúklinga og þeir krossprófaðir ef þarf. Ef blóðflokkamótefni finnast þarf að greina þau og finna blóðhluta sem eru neikvæðir í samsvarandi mótefnavaka.

20
Q

Er blóðhlutagjöfum að fækka á Íslandi?

A

Já þeim hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 2008 úr 12-13.000 gjöfum á ári í rúmar 10.000 blóðgjafir 2017.

21
Q

Hvað eru gefnar margar einingar af blóðflögum á ári?

A

Það eru gefnar um 2000 einingar af blóðflögum á ári. Þessar gjafir eru ekki að minnka línulega heldur er sambærilegur fjöldi á milli ára - 1700-2000.

22
Q

Er breyting á gjöfum á blóðvökva til sjúklinga á árunum 2008-2017?

A

Já, gjafir á blóðvökva hafa dregist saman um rúmlega 50%. Árið 200 voru gefnar rúmlega 4000 einingar en þær voru um 2000 einingar 2017.

23
Q

Til hvers eru vefjaflokkarnir gerðar?

A

Vefjaflokkun er m.a. gerð:
Til að finna líffæragjafa (fyrir t.a.m. nýru).
Vegna sjúkdómsgreininga.
Vegna HLA mótefna.

24
Q

Tekur Blóðbankinn einhvern þátt í rannsóknum og nýsköpun?

A

Já, Blóðbankinn sér nú um söfnun og geymslu á stofnfrumum til autolog stofnfrumuígræðslu. Þau halda líka stofnfrumugjafaskrá og framkvæma rannsóknir á stofnfrumum.