19-31 Flashcards
Hver er hefðbundna skilgreining á fjölskyldu og hvernig er skilgreining Popenoe sem mikið er notuð í dag?
Hvernig skilgreinir hagstofa íslands einstakligna innan fjölskyldunnar?
Hefðbundin skilgreining= gerir ráð fyrir einum eða fl. fullorðnum ásamt barni eða börnum. Og að lóðrétt samskipti (samskipti á milli barna og fullorðna) séu nauðsynleg til þess að hægt sé að kalla fjölskyldu.
Skilgreining Popenoe er að í fjölskyldu þurfi að minnsta kosti að vera 1 fullorðinn og 1 barn á framfæri hanns.
Hagstofan skilgreinir fjölskylduna sem einstakling eða hjón sem búa með börnum yngri en 18 ára. Eftir 18 ára aldur telst einstaklingurinn ekki lengur til fjölsk.
Hvað er blóðskömm og hvernig reglur eru tengdar því?
Blóðskömm eru reglur sem segja til um giftingar innan fjölskyndu. t.d að það sé ólöglegt að giftast foreldri og systkynum.
Hvað er inngifti og útgifti?
Inngifti = segir til um innan hvaða hóps er ætlast til að þú leiti að maka. Útgifti = segir til um innan hvaða hóps þú átt að leita þér maka.
*Algengara er að fólk hafi inngiftisviðmið.
Hvaða skilyrði eru fyrir því að geta ættleitt?
Fólk verður að vera á aldrinum 25-45 ára, hafa verið í sambúð í 5 ár eða gift í 3.
Á íslandi getur einhleypt fólk ekki ætleitt.
Skilgreiningin á ættarfjölskyndu, kjarnafjölskyndu og kommúnu?
Ættarfjölskylda = stór fjölskylda sem inniheldur 3 ættliði. hjón, börn, tengdabörn og barnabörn sem búa saman.
Kjarnafjölskylda = hjón eða sambýlisfólk og börn þeirra.
Kommúna = Nokkur hjón og börn þeirra sem búa saman.
Hvað er stærsta og unfangsmesta verkefnið innan fjölskyldunnar?
Félagsmótun.
Hvaða telur Popenoe um fjölskyndur í vestrænu samfélagi?
Að þær séu að hninga vegna þess að:
- Fjölskyldur vilji eignast færri börn.
- Kynhegðun sé stunduð meira utan fjölskyldunnar
- Að stofnanir séu meira að sjá um félagsmótun barna.
Hver eru 3 gerðir hjúskapatengsla?
- Hefðarhjúksapur = Tengist hefðbundnu landbúnaðarsamfélagi og iðnvæðingu. Áhersla á hefðir, félagslegar skyldur og skyldur til sveitafélgasins.
- Samsatfshjúskapur = kom eftir iðnvæðingu, meiri áhersla á skyldur einstakl. og samstarf. Minni áhersla á skyldur gagnvart sveitafélagi. Hjúskapalög breyttust og fólk átti auðveldara með að skilja. Var á milli 4-7 áratugsins.
- Sjálfstæðishjúskapur = Sveigjanleg hlutverk einskatlinga. Auðveldara að skilja og hjónaskylnaðir aukast. Flest vestræn samfélög lifa við þetta í dag.
Hverjar eru helstu ástæður fyrir hjónaskilnaði?
- Að hafa skilið áður.
- Ef gifting verður þegar aðilar eru mjög ungir (undir20)
- Skammvinn eða engin trúlofun.
- Ef foreldrar hafa skilið eða átt í vansælu sambandi.
- Ef vinir og ættingjar eru andvígir hjónabandinu.
- Ólíkur bakgrunnur og trúarbrögð hjóna.
- Lítil eða rofin menntun.
- Ósamkomulag um hlutverk og skyldur.
Hvað tekur það langan tíma fyrir hjón að fá lögskilnað?
Þeir eru skildir að borði og sæng í 6 mánuði og fá svo lögskilnað.
12 mánuði ef báðir aðilar eru ekki sammála um skilnaðinn.
Ef um hjúskaparbrot er að ræða (framhjáhald eða ofbeldi) er hægt að fá löskilnað strax.
Hvað sögðu Pearlin og Turner um fjölskylduna og álag?
Að fjölskyldan geti bæði valdið álagi og veitt stuðning.
Hvaða niðurstöður fékk Kolip þegar hann skoðaði tengsl dánartíðni og hjúskaps árið 2000?
Að ógiftir karlar voru með tvöfalt hærri dánartíðni en giftir. Hann dregur þá ályktun að hjúskapur sé verndandi fyrir karlmenn. Að hjónabandi fylgi eftirlit og taumhald.
Ógiftar konur voru líka með hærri dánartíðni en ekki jafn mikla eins og KK.
Hvaða niðurstöður fengu Perelin og Johnson þegar þeir skoðuðu hjúskapastöðu og þunglyndi?
Að þunglyndi væri mest meðal fráskildra og ekkijufólks en minnst hjá giftum. Einhleypir voru þar á milli.
*Drógu þær ályktanir að þetta stafaði mögulega vegna fjárhagserfiðleika hjá ógiftum og ekkjufólki.
Hvernig er skilgreiningin á félagsmótun?
Námsferli þar sem einsaklingur tileinkar sér þekkingu, kunnáttu, hæfni, viðhorf, gildismat og athafnir sem eru viðurkennd af menningunni og samfélaginu sem þeir eru í.
G.H. Mead taldi félagsmótun hafa 3 stig, hver eru þau?
- Stig - undirbúningsstigið: Barn skynjar unhverfi sitt og þarfir en getur ekki sett sig í spor annara.
- Stig - stig einfalds leiks: Byrjar þegar barnið fer að tala, barnið getur sett sig í spor annara. Börnin geta leikið einfalda leiki en getur ekki samhæft mörg sjónarhorn.
- Stig - stig flókins leiks: barnið tekur tillit til annara og getur samhæft sjónarhorn. Fer yfir á þetta stig þegar það hefur náð ágætum tökum á 2.stigi.