16. Sléttir vöðvar og hjartavöðvinn Flashcards
Dæmi um einingavöðva
- sléttvöðvalög í blóðæðum
- barki og berkjur
- sléttvöðvalög í meltingarvegi
Margeiningavöðvar
- sléttir vöðvar sem eru háðir ertingu tauguna til að dragast saman
- það eru engin gatatengi milli þeirra eða sjálfvirkar frumur
Dæmi um margeiningavöðgar (multi-unit)
- Sjáaldursvöðvar
- Linsuvöðvarnir í auganu
- Hárreisivöðvarnir
Himnuholur
- Það sem sléttir vöðvar hafa í stað þverpípla, virka á svipaðan hátt og eru sennilega forverar þeirra.
- Innihalda mikið magn af spennustýrðum Ca++ göngum
- slétta frymisnetið (SR) liggur nálægt þessum himnuholum í mörgum sléttvöðvafrumum og tenging er þar á milli
Frymisnet sléttvöðvafruma
- Frymisnetið liggur nálægt frumuhimnunni og tengist sums staðar við hana
- Pípulaga
Samdráttarprótein í sléttum vöðvum
mýósín og aktín sem raðast ekki eins skipulega og í rákóttum vöðvafrumum, heldur meira á ská
engar greinilegar rákir sjáanlegar í smásjá
Dense bodies
prótein sem tengja saman actinþræðina og eru því sambærileg við Z-línupróteinin í beinagrindarvöðvanum
dense bodies eru fest við frumugrind sem aftur er fest við himnuna
Hvernig starfa samdráttarprótein í sléttum vöðvum?
- mýósín dregur actín yfir sig
sjá mynd
Hlutfall actíns og mýósíns í vöðvaþræðlingum sléttvöðvafruma
það eru miklu fleiri actín í kringum hvert mýósín en í beinagrindarvöðvum
Hlutfall: 10 actín á móti 1 mýósíni
Hlutverk utanfrumukalsíums í sléttum vöðvum
- Hvernig er losun Ca++ örvað?
- mikilvægt að Ca++ komin inn í frumu utan frá í gegnum spennustýrð Ca++ göng
- Það kalsíum losar meira Ca++ frá frymisneti með því að tengjast Ca++ stýrðum Ca++ göngum á því
- Utanaðkomandi boðefni (taugaboðefni, hormónar, parakrínar) virkja IP3 til að örva losun á Ca++ frá frymisneti
- Þegar frymisnet er orðið tómt af Ca++ sendir það boð til sérstakra geymslu-stýrðra Ca++ gangna í frumuhimnu um að opnast
Er trópónín til staðar í sléttum vöðvafrumum?
ekkert trópónín er til staðar, heldur annað Ca++-stýrt prótein: calmódúlín
Hvað gerir trópómýsín í sléttum vöðvafrumum?
gegnir samskonar hlutverki og í beinagrindarvöðvum (en þó ekki eins veigamiklu)
Hvaða prótein tengjast bæði actíni og trópómýósíni og hindra sambandið milli actíns og trópómýósíns?
caldesmón og calpónín
Hvað gerir Ca-CaM komplexinn?
Hvað er það?
Hemur áhrif caldesmóns og calpóníns
- Ca-CaM tengist við calpónín og virkjar jafnframt Ca-CaM-háðan kínasa, sem fosfórar calpónín. Það veldur því að hemjandi áhrif calpóníns minnka
- Tengist líka caldesmóni og temprar hemjandi áhrif þess
Hvernig er mýósín í hvíld sléttvöðvafrumna?
í óvirku ástandi