1 - 2. Kafli Flashcards
Hver er skilgreining frumu?
Grundvallareining allra lífvera og undirstaða lífsstarfsemi þeirra. Minnsta eining sem getur lifað sjálfstæðu lífi. (grunneining lífs – áætlað 100milljón ólíkar tegundir) stökkbreyting í DNA leiða til þróunar tegunda. Sameiginleg forverafruma fyrir meira en 3 milljörðum ára.
Frumukenningin?
Fruman er frumeining allra lífvera og undirstaða lífsstarfsemi þeirra. Minnsta eining sem getur lifað sjálfstæðu lífi.
hvað eru Heilkjörnungar?
Allt erfðaefnið er í lokuðum litningum í kjarna. Eru stærri en frumur. Umfryminu er deilt niður í hólf eða frumulíffæri sem hafa himnur.
Hvað eru Hvatberar?
Hefur tvöfalda himnu.
ATP er myndað í hvatberum og eru hvatberar orkuver frumunnar.
Hvatberinn þarf súrefni, án hvatbera gætu frumurnar ekki nýtt sér súrefni.
Talið að bakteríur hafi verið gleyptar af heilkjörnungum og þær lifað samlífi.
Loftháð öndun - vinna ATP úr súrefni.
Frymisnet?
Miðstöð fyrir myndun próteina og lípíða.
a. Kornótt: Með ríbósóm og þar fer fram próteinsmíð. Flutningsbólur flytja nýmyndað prótín til golgikerfisins.
b. Slétt: Pípulaga og þar fer fram próteinsmíð. Flutningsbólur flytja nýmyndað prótín til golgikerfisins.
Golgi-Kerfið?
Stórsameindir fullgerðar, flokkaðar, pakkaðar og komið á sinn stað með seytibólum. Blöðrur koma öðrum megin að golgi fléttunni og fara frá því hinum meigin.
Lysosome - meltibólur?
eyðing á efnum sem fruman þarf ekki á að halda.
Arfgerð-svipgerð?
- Arfgerðin er allt genamengið, þar sem genaupplýsingar eru til staðar.
- Svipgerðin segir til um hvernig fruman lýtur út því það eru ákveðnar amínósýrur sem mynda ákveðin prótein.
Central Dogma
-Hvernig erfðaupplýsingar verða að próteini?
Erfðaupplýsingar eru á formi DNA, DNA er umritað í RNA, RNA er þýtt yfir í amínósýrur sem mynda prótein. Próteinframleiðslan ákvarðar svipgerðina(hvernig fruman lítur út)
- Er vegferð DNA yfir í prótín.
- DNA ->mRNA ->prótein
- í eftirmyndun er DNA afritað sem er síðan flutt á milli frumna við frumuskiptingu og frá foreldri til afkvæmis við æxlun
- í umritun er DNA basaröð umrituð yfir í RNA. mRNA er tímabundið afrit af geni sem geymir upplýsingar um hvernig skal útbúa ákveðið peptíð.
- Í þýðingu er þýtt upplýsingar frá mRNA yfir í peptíð. Fjölpeptíð er hluti af virku próteini sem stuðlar að ákveðnum eiginleikum lífveru.
Ljóssmásjáin:
- Leiddi til uppgötvunar á frumum.
- Stækkar 1000 sinnum
- Getum aðgreint hluti allt niður í 0.2 m með ljóssmásjá
- Augnlinsa og hlutlinsa, ljós sem þarf að fara undir og beinist að safngleri
Rafeindasmjásjá
- Frumurnar drepnar – ekki hægt að skoða lifandi frumur í rafeindasmásjá
- Sjáum miklu minni hluti inn í frumunni, sjáum t.d. ribosom og hvatbera
Bakterían E. Coil
- Einfaldasta gerðin af frumum eru bakteríur
- Dreifkjörnungar – DNA er ekki á einhverjum ákveðnum stað
Hver er munurinn á heilkjörnungum og dreifkjörnungum?
- Heilkjörnungar eru miklu stærri frumur
- DNA heilkjörnungs er pakkað þétt í litninga sem eru í kjarnanum
- Umfrymi heilkjörnunga er deilt niður í hólf eða frumulíffæri með himnum. Ýmsir flóknir
ferlar geta átt sér stað í einu hólfi óháð því sem gerist í öðrum hólfum. Þetta leiðir til
sérhæfingar og aukinnar nýtingar.
in vitro vs in vivo
In vitro: ef maður er að tala um in vitro þá er maður að tala um eitthvað sem gerist í
ræktunarskál
In vivo: þegar verið er að skoða eitthvað sem gerist í líkamanum – in vivo tilraunir
Mjög mikill skyldleiki milli músa og manna
Efnasamsetning frumunnar?
- 70% vatn
30% eru efni, stórsameidnir sem eru búnar til úr lífefnum.