Vistfræði - Prófspurningar o.fl. Flashcards
Hverjar eru undirgreinar vistfræðinnar?
Hverjar eru þrjár gerðir náttúruvals:
- Stöðugleikaval (Stabilizing)
- Stefnubundið val (Directional)
- Rjúfandi val (Disruptive)
Niðurstöður athuganna Robert MacArthurs á söngvurum (warblers) í Norður Ameríku benda til þess að:
Fæðunám á mismunandi svæðum í trjákrónum takmarki samkeppni á milli tegunda.
Hvernig fór Margaret Davis að því að kortleggja tegundasögu skógar yfir 12.000 ára tímabil?
Hún mældi magn mismunandi frjókorna í misgömlum setlögum á botni stöðuvatns í skóginum.
Segðu allt sem þú getur um náttúruval
- Stafar af tilviljunarkenndum stökkbreytingum
- Lífverur hafa eftir foreldrum sínum og svipa til þeirra
- Sumar erfðagerðir og svipbrigði eru arfgeng
- Fjöldi afkvæma fer umfram burðarþol umhverfis
- Mismunandi erfðir eiginleikar hafa áhrif á hæfni afkvæma og þannig lífslíkur
Stofn (population) er…
…hópur einstaklinga af sömu tegund sem lifir á ákveðnu svæði.
Efnaskiptavatn (metabolic water) er…
…það vatn sem losnar við frumuöndun (cellular respiration).
Hvernig fer söngtifan Diceroprocta apache (cicada) að því að vera virk í 43°C lofthita?
Hún kælir sig með uppgufun.
Útskýrðu hugtakið…
Efnatillífun (chemosynthesis):
Nýting ólífrænna sameinda sem kolefnis- og orkugjafa.
Útskýrðu hugtakið…
Ljós (photosynthesis):
Nýting CO2 sem kolefnisgjafa og sólarljóss sem orkugjafa.
Útskýrðu hugtakið…
Ófrumbjarga lífverur (heterotrophs):
Nýting lífrænna sameinda sem kolefnis- og orkugjafa.
Útskýrðu hugtakið…
Frumbjarga lífverur (autotrophs):
Nýting ólífrænna sameinda sem kolefnis- og orkugjafa.
Útskýrðu hugtakið…
Frumverur (protists):
Heilkjarna einfrumungar (eukaryotic unicellular organisms) sem eru bæði frumbjarga (autotrophic) og ófrumbjarga (heterotrophic).
Útskýrðu hugtakið…
Tvíkynja lífverur (hermaphrodite):
Sami einstaklingur gegnir hlutverki beggja kynja
Útskýrðu hugtakið…
Fæðingartala (birth rate):
Fjöldi afkvæma fædd hverri móður á tilteknu tímabili.
Útskýrðu hugtakið…
Fjölgunarhraði stofns (λ Geometric Rate of Increase):
Hlutfallsleg breyting í fjölda stofns á tilteknu tímabili.
Útskýrðu hugtakið…
Cohort líftafla:
Fylgst með hópi einstaklinga af sömu kynslóð frá fæðingu til daupa,
Útskýrðu hugtakið…
Static líftafla:
Upplýsingar um aldur við dauða hjá hópi einstaklinga í stofninum, sem fæddir eru á mismunandi tíma.
Rétt eða rangt…
Aukin útbreiðsla getur minnkað staðbundinn þéttleika stofns:
Rangt!
„Einstaklingar sem dreifðir eru yfir stórt svæði mynda þyrpingar.“
„On large scales, individuals within a population are clumped.“
Rétt eða rangt…
Aldursdreifing stofns endurspeglar sögu lifunar og viðkomu stofnsins:
Rétt!
„The age distribution of a population reflects its history of survival, reproduction, and potential for future growth.“
Rétt eða rangt…
Aldursdreifing stofns endurspeglar sögu lifunar og viðkomu stofnsins:
Rétt!
„The age distribution of a population reflects its history of survival, reproduction, and potential for future growth.“
Rétt eða rangt…
Hardy-Weinberg lögmálið lýsir því hvernig lífverur móta umhverfi sitt:
Rangt!
„Hardy-Weinberg lögmálið lýsir módeli sem greinir mismunandi valkrafta í umhverfi.“
„The Hardy-Weinberg equilibrium model helps identify evolutionary forces that can change gene frequencies in populations.“
Rétt eða rangt…
Flestar tegundir standa sig best á fremur þröngu hitabili:
Rétt!
Rétt eða rangt…
Samband stærðar afkvæma og fjölda þeirra er ólík hjá fiskum og plöntum?
Rangt!
Fiskar og plöntur velja á milli stærðar og fjölda egga/eggfrumna.
Stórar og fáar eða litlar og margar.