Vinnutækni Flashcards
Hvað er vinnuvernd?
Er samheiti yfir marga þætti sem að hafa áhrif á öryggi heilsu og líðan starfsmanna í starfi
● Húsnæði og umhverfisþættir
(efni, vélar, tæki o.fl.)
● Hreyfi- og stoðkerfi
(líkamlegir áhættuþættir, líkamsbeiting o.fl.)
● Starfsmannaheilsuvernd
(bólusetningar, sýkingavarnir o.fl.)
● Félagslegir og andlegir þættir
(samskipti, einelti o.fl.)
Rétt líkamsbeiting og vinnutækni
Er forvörn gegn stoðkerfisvandamálum. Stoðkerfisvandamál eru algengasta orsök vinnutendra veikinda.
Vinnutengd stoðkerfisvandamál hafa fyrst og fremst áhrif á
● Bak
● Háls
● Axlir
● Efri útlimi
● (En geta einnig haft áhrif á neðri útlimi)
Dæmi um álagseinkenni og álagssjúkdóma
● Slit í liðum
● Vöðvabólga
● Þursabit
● Brjósklos
● Sinaskeiðabólga
● Slitgigt
Álagseinkenni
Eru sársauki eða óþægindi í vöðvum, sinum og/eða liðum og orsakast af því að ekki eru notuð rétt vinnubrögð eða röng líkamsbeiting. Getur leitt til minni hreyfigetu og skertrar starfhæfni
Áhættuþættir álagseinkenna
● Síendurteknar hreyfingar án hvíldar
● Kröftug áreynsla
(lyfta þungu eða ýta/draga)
● Stöðug vöðvaspenna
● Streita
● Vinnuskipulag óheppilegt
● Umhverfisáhrif
(inniloft, hávaði, lýsing)
● Líkamsástand okkar
● Lítil líkamsvitund
70-80% starfsfólks í umönnunarstörfum fær verki í
● Mjóbak
● Herðar
● Axlir
● Háls
● Hnakka
Hvernig má draga úr eða koma í veg fyrir álagseinkenni?
● Læra rétta líkamsbeitingu og vinnutækni
● Þekkja uppbyggingu líkamans
● Þekkja áhættuþætti álagseinkenna
● Vera meðvituð um vinnuvernd
Hvað er stöðuvinna?
Erum með vöðva í stöðugri spennu
Þegar það er stöðug spenna þá leiðir það til lélegs blóðflæðis um vöðvann. Vöðvinn þarf næringarríkt blóð til að vinna. Það safnast fyrir úrgangsefni sem komast ekki úr vöðvanum og næringarefni komast ekki til vöðvans. Verðum fljótt þreytt í stöðuvinnu og getum ekki unnið hana lengi
Hvað er hreyfivinna?
Spenna og slökun til skiptis
Þar sem að það kemur alltaf slökun í vöðvann inn á milli þá ná æðarnar að flytja súrefnisríkt blóð til vöðvans og að losa vöðvann við úrgangsefni. Við getum með hreyfivinnu unnið mjög lengi án þess að það komi verkir
Lykilatriði við góð vinnubrögð er að vinna með liðina í?
Miðstöðu
Miðstaða
Þá erum við að halda liðnum þannig að hann er í miðstöðu en ekki ystu stöðu. Þegar við erum með liði í miðstöðu þá er álagið mest þar sem að brjóskið er þykkast, ef við erum með í ystu stöðu þá er álagið þar sem að brjóskið er þynnst og meiri líkur á að það komi slit í brjóskið
Hvernig getum við minnkað álag töluvert?
Með því að við reynum að vera með sem stystan vogararm. Reynum að vinna sem næst líkamanum í uppréttri stöðu
Hvað er vogararmur?
Er fjarlægð frá átakspunkti að byrði. Eftir því sem við höfum lengri vogararm þá margfaldast álag á liðamótin
Hverjar eru grunnhreyfingarnar?
1) Hnébeygjur
2) Gangstaða og þungaflutningur