Vinnutækni Flashcards

1
Q

Hvað er vinnuvernd?

A

Er samheiti yfir marga þætti sem að hafa áhrif á öryggi heilsu og líðan starfsmanna í starfi

● Húsnæði og umhverfisþættir
(efni, vélar, tæki o.fl.)

● Hreyfi- og stoðkerfi
(líkamlegir áhættuþættir, líkamsbeiting o.fl.)

● Starfsmannaheilsuvernd
(bólusetningar, sýkingavarnir o.fl.)

● Félagslegir og andlegir þættir
(samskipti, einelti o.fl.)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Rétt líkamsbeiting og vinnutækni

A

Er forvörn gegn stoðkerfisvandamálum. Stoðkerfisvandamál eru algengasta orsök vinnutendra veikinda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Vinnutengd stoðkerfisvandamál hafa fyrst og fremst áhrif á

A

● Bak
● Háls
● Axlir
● Efri útlimi
● (En geta einnig haft áhrif á neðri útlimi)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Dæmi um álagseinkenni og álagssjúkdóma

A

● Slit í liðum
● Vöðvabólga
● Þursabit
● Brjósklos
● Sinaskeiðabólga
● Slitgigt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Álagseinkenni

A

Eru sársauki eða óþægindi í vöðvum, sinum og/eða liðum og orsakast af því að ekki eru notuð rétt vinnubrögð eða röng líkamsbeiting. Getur leitt til minni hreyfigetu og skertrar starfhæfni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Áhættuþættir álagseinkenna

A

● Síendurteknar hreyfingar án hvíldar

● Kröftug áreynsla
(lyfta þungu eða ýta/draga)

● Stöðug vöðvaspenna

● Streita

● Vinnuskipulag óheppilegt

● Umhverfisáhrif
(inniloft, hávaði, lýsing)

● Líkamsástand okkar

● Lítil líkamsvitund

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

70-80% starfsfólks í umönnunarstörfum fær verki í

A

● Mjóbak
● Herðar
● Axlir
● Háls
● Hnakka

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvernig má draga úr eða koma í veg fyrir álagseinkenni?

A

● Læra rétta líkamsbeitingu og vinnutækni
● Þekkja uppbyggingu líkamans
● Þekkja áhættuþætti álagseinkenna
● Vera meðvituð um vinnuvernd

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er stöðuvinna?

A

Erum með vöðva í stöðugri spennu

Þegar það er stöðug spenna þá leiðir það til lélegs blóðflæðis um vöðvann. Vöðvinn þarf næringarríkt blóð til að vinna. Það safnast fyrir úrgangsefni sem komast ekki úr vöðvanum og næringarefni komast ekki til vöðvans. Verðum fljótt þreytt í stöðuvinnu og getum ekki unnið hana lengi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er hreyfivinna?

A

Spenna og slökun til skiptis

Þar sem að það kemur alltaf slökun í vöðvann inn á milli þá ná æðarnar að flytja súrefnisríkt blóð til vöðvans og að losa vöðvann við úrgangsefni. Við getum með hreyfivinnu unnið mjög lengi án þess að það komi verkir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Lykilatriði við góð vinnubrögð er að vinna með liðina í?

A

Miðstöðu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Miðstaða

A

Þá erum við að halda liðnum þannig að hann er í miðstöðu en ekki ystu stöðu. Þegar við erum með liði í miðstöðu þá er álagið mest þar sem að brjóskið er þykkast, ef við erum með í ystu stöðu þá er álagið þar sem að brjóskið er þynnst og meiri líkur á að það komi slit í brjóskið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvernig getum við minnkað álag töluvert?

A

Með því að við reynum að vera með sem stystan vogararm. Reynum að vinna sem næst líkamanum í uppréttri stöðu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er vogararmur?

A

Er fjarlægð frá átakspunkti að byrði. Eftir því sem við höfum lengri vogararm þá margfaldast álag á liðamótin

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hverjar eru grunnhreyfingarnar?

A

1) Hnébeygjur
2) Gangstaða og þungaflutningur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Grunnhreyfingar
-Hnébeygjur

A

Beygjum okkur í hnjám og mjöðmum með bakið í miðstöðu

17
Q

Grunnhreyfingar
- Gangstaða og þungaflutningur

A

Færsla fram og aftur, þá erum við að nota lærvöðvana og rassvöðvana í færsluna en ekki að lyfta með því að nota handleggi og herðarnar. Nota fætur og hlífa baki.

18
Q

Áður en sjúklingur er færður þarf að hafa í huga

A

● Skipuleggja færsluna áður en við byrjum
● Meta vinnumhverfið
● Gera áhættumat
● Fá upplýsingar um getu sjúklings
● Minnka núning við flutning
● Nota léttitæki þegar við á
● Forðast að lyfta með handafli

19
Q

Grunnreglur líkamsbeitingar

A

● Vinna verk sem næst líkamanum (stuttan vogararm)

● Vinna í gangstöðu með góðan undirstöðuflöt

● Nota fætur og flytja líkamsþunga

● Vinna með fætur, mjaðmir, handleggi og axlir í sömu stefnu

● Nota þægilegt grip, með úlnliði í miðstöðu

● Halda eðlilegum sveig hryggjar í miðstöðu (beint bak)

● Vinna í jöfnum takti (anda út við átak)

● Forðast að lyfta með handafli (nota léttitæki)

● Virkja sjúkling (gefa leiðbeiningar og tíma til að vinna með)

● Sá sem þekkir sjúkling betur stýrir færslunni

20
Q

Hvar á rennilak að vera á sjúkrarúmi?

A

Er staðsett milli laks og þverlaks

lak → rennilak → þverlak

L-R-Þ stafróf

Fyrst venjulegt lak, svo rennilak og ofan á þverlak

21
Q

Eiginleikar rennilaks

A

Það minnkar viðnám geng rennsli en hleypir samt lofti í gegn. Er jafn stórt og þverlakið. Rennilakið er fast.

22
Q

Hvar á þverlak að vera á sjúkrarúmi?

A

Sjúklingur liggur ofan á þverlaki. Það er efst. Þverlakið er laust til þess að hægt sé að færa sjúkling með því.

lak → rennilak → þverlak

23
Q

Færa ofar í rúm með þverlaki

A

1) Þverlak losað báðum megin frá báðum hliðum.

2) Gott grip - Náum góðu gripi á þverlaki með báðum höndum

3) Þungaflutningur - dregið

Byrjum með þungann á fremri fót og færum síðan þungann í færslunni um leið og við færum á aftari fót. Handleggirnir við líkama. Bak í miðstöðu.

24
Q

Hliðarflutningur með þverlaki

A

1) Þverlak er losað frá báðum hliðum

2) Gott grip - Ná góðu taki á þverlaki með báðum höndum

3) Þungaflutningur - aftur og dregið

Við færum þungann frá fremri fæti til aftari. Bak í miðstöðu. Handleggir við líkama

25
Q

Velta og snúa með þverlaki

A

1) Þverlak er losað frá báðum hliðum

2) Gott grip - ná góðu taki á þverlaki með báðum höndum

3) Þungaflutningur

a. starfmaður dregur sjúkling að sér
- þungi færður aftur, frá fremri fæti yfir á aftari
- bak í miðstöðu
- handleggir við líkama

b. starfsmaður veltir sjúklingi með því að færa þungann fram frá aftari yfir á fremri - þungaflutningur fram