Verkleg efnafræði Flashcards
Hvað þrjú skilyrði þarf leysir að uppfylla í endurkristöllun ?
Efnið þarf að vera leysanlegt í heitum leysinum, óleysanlegt í sama leysinum þegar hann er kaldur og óhreinindi verða að haldast uppleyst í köldum leysinum til eilífðar
Af hverju er mikilvægt að nota ekki of mikið af leysi við endurkristöllun ?
Til að töp við endurkristöllun verði óþarflega mikil
Á hve stóru bili bráðnar hreint efni yfirleitt ?
2 gráður Celsius
Ef óhreinindi eru í sýni hvaða áhrif hefur það á bræðslumark ?
Sýnið bráðnar við lægra hitastig og á lengra bili
Hvers vegna er mikilvægt að nota ekki of stórt sýni þegar verið er að bræðslumarksákvarða ?
Stærra sýni getur hitnað ójafnt
Til hvers er útdráttur notaður ?
Aðgreina lífræn efnasambönd frá ólífrænum
Hvaða skilyrði þarf leysir að uppfylla í útdrætti ?
Hann þarf að vera óleysanlegur í fyrri leysinum og leysa myndefnið betur en hann
Til hvers er eiming notuð ?
TIl að aðskilja og hreinsa vökva og til að ákvarða bræðslumark
Hvaða hlutverki þjóna suðusteinar ?
Þeir tryggja jafna suðu með því að halda vökvanum á hreyfingu
Þegar t-bútýl alkóhól er hvarfað við HCl hvort myndast myndefnið skv. SN1 eða SN2 hvarfgangi ?
Skv. SN1 hvarfgangi því að t-bútýl karbókatjónin er tertíer og því tiltölulega stöðug
Hvaða hlutverki gegna prótónur þegar t-bútýl alkóhól er hvarfað við HCl ?
Þær prótónera OH- hópinn og búa þar með til góðan föruhóp
Ef 1-bútanól er meðhöndlað með HBr hvort myndast myndefnið skv. SN1 eða SN2 hvarfgangi ?
Skv. SN2 hvarfgangi því að 1-bútanól er prímert alkóhól og myndar því ekki stöðuga karbókatjón
Hvaða munur er á þvotti og útdrætti ?
í útdrætti er lífrænt myndefni einangrað en þegar efni er þvegið er verið að hreinsa burt vatn og vatnsleysanleg efni
Hvers vegna er 1,4-dítert-bútýlbenzen aðakmyndefnið þegar benzen er hvarfað við t-bútýl benzen ?
Hóparnir eru í para- stöðu vegna þess að alkýl hópar eru ortho-/para- stýrandi, en t-bútýl klóríð er mjög fyrirferðamikill hópur og fer þess vegna ekki í ortho-stöðu og ekki bætast heldur fleiri hópar á hringinn.
Af hverju er Friedel-Crafts alkýlun ekki hentug leið til að búa til mono-alkýlbenzen ?
Því að alkýl hópar eru vikrjandi, þ.e. hringurinn verður hvarfgjarnari þegar einum hóp er bætt á hann