Taugalæknisfræði Flashcards
Hvaða þættir í skoðun staðfesta UMN mein, þ.e. að vandamálið sé í MTK? (8)
- Jákvæður Babinski
- Hemiplegia/Hemiparesa
- Ataxia
- Spasticity
- Rigidity
- Hyperreflexia
- Aukinn vöðvatónus
- Klónus
Hver eru helstu heilastofnseinkennin?
- Tvísýni v. ósamhæfðra (dysconjugate) augnhreyfinga
- Þvoglumælgi
- Kyngingarerfiðleikar
- Svimi + vertical nystagmus
- Krossuð helftareinkenni
Þú ert með sjúkling sem er meðvitundarskertur og framkvæmir “Dolls eyes” prófun sem er jákvæð, þ.e. þau eru til staðar. Hvað segir það þér?
Meðvitundarleysi stafar sennilega ekki af meinsemd í RAS (heilastofni) og þá er líklegra að um lyf eða hypoxemiu sé að ræða.
Hverjar eru frábendingar fyrir tPA í stroke?
- Trauma, stroke eða aðgerð á heila eða mænu s.l. 3 mánuði
- Blæðing: Intracranial blæðing eða önnur virk internal blæðing
- Saga um fyrri intracranial blæðingu
- Intracranial neoplasm, AVM eða aneurysmi
- HTN > 185 í systólu eða > 110 í díastólu sem ræðst ekki við
- Einkenni í > 4.5 klst
- Grunur um eða staðfestur endocarditis
- Auknar líkur á blæðingu: Þekkt blæðingarhneigð, flögur < 100, INR > 1.7, blóðþynningarmeðferð
- Þungun
Heilataug I. Olfactory nerve útslegin, hver eru einkennin?
- Nefndu tvær algengar orsakir
- Tap eða skerðing á lyktarskyni
- Algengasta orsök er höfuðáverki
- Vel þekktur undanfari Parkinsons
Heilataug II. Optic nerve útslegin, hver eru einkennin?
- Sjónsviðsskerðing
- Breyting í sjónskerpu
- Breyting í pupillu-svörun, þ.e. pupillur bregðast ekki við ljósáreiti ipsilateralt við lesion.
Dæmi: lesion í optic nerve vinstra megin veldur því að þegar ljósi er lýst á vinstra auga kemst ljósáreitið ekki eðlilega til sjónhimnunnar og veldur því ekki pupillu svari við ljósáreiti í hvorugu auganu.
Heilataug III. Oculomotor útslegin, hver eru einkennin?
- Auga vísar út
- Ljósop er víkkað
- Áberandi ptosis
- Skertar augnhreyfingar
Heilataug IV. Trochlear útslegin, hver eru einkennin?
Dæmigert að sj. getur leiðrétt tvísýni með því að _________?
- Tvísýni
- Skertar augnhreyfingar, sj. getur ekki horft niður í átt að nefi.
- Dæmigert að sj. getur leiðrétt tvísýni með því að halla höfðinu til annarrar hliðarinnar (frá lamaða vöðvanum)
Heilataug V. Trigeminal útslegin, hver eru einkennin?
Húðskyn í andliti er skert
Ath. Trigeminal mask
Heilataug VI. Abducens útslegin, hver eru einkennin?
- Tvísýni
- Skertar augnhreyfingar, sj getur ekki abducterað auganu, þ.e. horft beint til hliðar frá nefi
Heilataug VII. Facial útslegin, hver eru einkennin?
Hverjar eru tvær tegundir lömunar í andliti vegna áhrifa á þessa taug?
Hreyfingar í andliti eru skertar
Central og peripheral andlitslömun
Heilataug VIII. Vestibulocochlear útslegin, hver eru einkennin?
Hefur áhrif á heyrn og jafnvægi.
Sj. gjarnan með vertigo, tinnitus og heyrnarskerðingu
Heilataug IX. Glossopharyngeal útslegin, hver eru einkennin?
Kyngingarörðugleikar
Breytingar í bragðskyni í hluta tungunnar (post 1/3 hluta)
Skynminnkun í hluta tungunnar (post 1/3 hluta), efri góm og koki
Gag reflex ekki til staðar
Vanstarfsemi parotid kirtils (erfiðara að tyggja og kyngja)
Heilataug X. Vagus útslegin, hver eru einkennin?
Nefndu eitt dæmi þar sem þetta er dæmigert.
- Lömun í mjúka gómnum. Mjúki gómurinn togast frá lömuninni þegar sjúklingur segir AAA og þá sveigist miðlínan (raphe) yfir til heilbrigðu hliðarinnar.
- Lateral medullary syndrome, v. ischemiu í mænukylfu
Heilataug XI. Spinal Accessory útslegin, hver eru einkennin?
Hvaða vöðva ítaugar hún?
- Öxlin er lægri ipsilateralt við mein, kraftminnkun við að lyfta öxlum og við mótstöðu við að snúa andliti til sömu hliðar.
- Trapezius og Sternocleidomastoideus
Heilataug XII. Hypoglossal útslegin, hver eru einkennin?
Nefndu þrjár orsakir.
- Helmingur tungunnar lamast og tungan beygir yfir til lömuðu hliðarinnar
- Dissection á carotis
- Carotis aðgerð (endarterectomia)
- Medial medullary syndrome - ath. sjaldgæft
Hver er munurinn á central og peripheral andlitslömun?
Peripheral: allur andlitshelmingur lamaður
Central: Neðri hluti andlits er lamaður, sj. getur hrukkað ennið.
Hvað bendir jákvætt Babinski próf til?
UMN lesion, þ.e. mein í MTK n.t.t. í Corticospinal tract
Hvað bendir óeðlilegt pronator drift test til?
Hvort er um að ræða proximal eða distal máttleysi?
UMN lesion, þ.e. mein í MTK n.t.t. í Corticospinal tract contralateralt.
Dæmi um proximal máttleysi í efri útlimum.
Hverjar eru helstu orsakir þess að sjá aukinn tónus í útlimum?
UMN eða LMN einkenni?
- Spasticitet
- Rigiditet
- Paratonia
Bendir til UMN lesion
Hverjar eru helstu orsakir þess að sjá minnkaðan tónus í útlimum?
UMN eða LMN einkenni?
LMN sjúkdómar
Cerebellar sjúkdómar
Hvaða þremur hlutum þarf sjúkrasagan að svara?
1) Er sjúkdómurinn í taugakerfinu?
2) Hvar í taugakerfinu er sjúkdómurinn?
3) Hver er sjúkdómurinn?
Hvað er dysarthria?
Þvoglumælgi vegna vanstarfsemi í talfærunum sjálfum.
Hvað er dysphagia?
Hverjar eru helstu orsakir?
Hvort er um að ræða UMN eða LMN einkenni?
Kyngingarörðugleikar
- Stroke
- Hrörnunarsjúkdómar, t.d. Parkinsons, MS, dementia
- Motor neuron sjúkdómar
- Heilaæxli
Getur verið bæði UMN og LMN einkenni