Taugalæknisfræði Flashcards
Hvaða þættir í skoðun staðfesta UMN mein, þ.e. að vandamálið sé í MTK? (8)
- Jákvæður Babinski
- Hemiplegia/Hemiparesa
- Ataxia
- Spasticity
- Rigidity
- Hyperreflexia
- Aukinn vöðvatónus
- Klónus
Hver eru helstu heilastofnseinkennin?
- Tvísýni v. ósamhæfðra (dysconjugate) augnhreyfinga
- Þvoglumælgi
- Kyngingarerfiðleikar
- Svimi + vertical nystagmus
- Krossuð helftareinkenni
Þú ert með sjúkling sem er meðvitundarskertur og framkvæmir “Dolls eyes” prófun sem er jákvæð, þ.e. þau eru til staðar. Hvað segir það þér?
Meðvitundarleysi stafar sennilega ekki af meinsemd í RAS (heilastofni) og þá er líklegra að um lyf eða hypoxemiu sé að ræða.
Hverjar eru frábendingar fyrir tPA í stroke?
- Trauma, stroke eða aðgerð á heila eða mænu s.l. 3 mánuði
- Blæðing: Intracranial blæðing eða önnur virk internal blæðing
- Saga um fyrri intracranial blæðingu
- Intracranial neoplasm, AVM eða aneurysmi
- HTN > 185 í systólu eða > 110 í díastólu sem ræðst ekki við
- Einkenni í > 4.5 klst
- Grunur um eða staðfestur endocarditis
- Auknar líkur á blæðingu: Þekkt blæðingarhneigð, flögur < 100, INR > 1.7, blóðþynningarmeðferð
- Þungun
Heilataug I. Olfactory nerve útslegin, hver eru einkennin?
- Nefndu tvær algengar orsakir
- Tap eða skerðing á lyktarskyni
- Algengasta orsök er höfuðáverki
- Vel þekktur undanfari Parkinsons
Heilataug II. Optic nerve útslegin, hver eru einkennin?
- Sjónsviðsskerðing
- Breyting í sjónskerpu
- Breyting í pupillu-svörun, þ.e. pupillur bregðast ekki við ljósáreiti ipsilateralt við lesion.
Dæmi: lesion í optic nerve vinstra megin veldur því að þegar ljósi er lýst á vinstra auga kemst ljósáreitið ekki eðlilega til sjónhimnunnar og veldur því ekki pupillu svari við ljósáreiti í hvorugu auganu.
Heilataug III. Oculomotor útslegin, hver eru einkennin?
- Auga vísar út
- Ljósop er víkkað
- Áberandi ptosis
- Skertar augnhreyfingar
Heilataug IV. Trochlear útslegin, hver eru einkennin?
Dæmigert að sj. getur leiðrétt tvísýni með því að _________?
- Tvísýni
- Skertar augnhreyfingar, sj. getur ekki horft niður í átt að nefi.
- Dæmigert að sj. getur leiðrétt tvísýni með því að halla höfðinu til annarrar hliðarinnar (frá lamaða vöðvanum)
Heilataug V. Trigeminal útslegin, hver eru einkennin?
Húðskyn í andliti er skert
Ath. Trigeminal mask
Heilataug VI. Abducens útslegin, hver eru einkennin?
- Tvísýni
- Skertar augnhreyfingar, sj getur ekki abducterað auganu, þ.e. horft beint til hliðar frá nefi
Heilataug VII. Facial útslegin, hver eru einkennin?
Hverjar eru tvær tegundir lömunar í andliti vegna áhrifa á þessa taug?
Hreyfingar í andliti eru skertar
Central og peripheral andlitslömun
Heilataug VIII. Vestibulocochlear útslegin, hver eru einkennin?
Hefur áhrif á heyrn og jafnvægi.
Sj. gjarnan með vertigo, tinnitus og heyrnarskerðingu
Heilataug IX. Glossopharyngeal útslegin, hver eru einkennin?
Kyngingarörðugleikar
Breytingar í bragðskyni í hluta tungunnar (post 1/3 hluta)
Skynminnkun í hluta tungunnar (post 1/3 hluta), efri góm og koki
Gag reflex ekki til staðar
Vanstarfsemi parotid kirtils (erfiðara að tyggja og kyngja)
Heilataug X. Vagus útslegin, hver eru einkennin?
Nefndu eitt dæmi þar sem þetta er dæmigert.
- Lömun í mjúka gómnum. Mjúki gómurinn togast frá lömuninni þegar sjúklingur segir AAA og þá sveigist miðlínan (raphe) yfir til heilbrigðu hliðarinnar.
- Lateral medullary syndrome, v. ischemiu í mænukylfu
Heilataug XI. Spinal Accessory útslegin, hver eru einkennin?
Hvaða vöðva ítaugar hún?
- Öxlin er lægri ipsilateralt við mein, kraftminnkun við að lyfta öxlum og við mótstöðu við að snúa andliti til sömu hliðar.
- Trapezius og Sternocleidomastoideus
Heilataug XII. Hypoglossal útslegin, hver eru einkennin?
Nefndu þrjár orsakir.
- Helmingur tungunnar lamast og tungan beygir yfir til lömuðu hliðarinnar
- Dissection á carotis
- Carotis aðgerð (endarterectomia)
- Medial medullary syndrome - ath. sjaldgæft
Hver er munurinn á central og peripheral andlitslömun?
Peripheral: allur andlitshelmingur lamaður
Central: Neðri hluti andlits er lamaður, sj. getur hrukkað ennið.
Hvað bendir jákvætt Babinski próf til?
UMN lesion, þ.e. mein í MTK n.t.t. í Corticospinal tract
Hvað bendir óeðlilegt pronator drift test til?
Hvort er um að ræða proximal eða distal máttleysi?
UMN lesion, þ.e. mein í MTK n.t.t. í Corticospinal tract contralateralt.
Dæmi um proximal máttleysi í efri útlimum.
Hverjar eru helstu orsakir þess að sjá aukinn tónus í útlimum?
UMN eða LMN einkenni?
- Spasticitet
- Rigiditet
- Paratonia
Bendir til UMN lesion
Hverjar eru helstu orsakir þess að sjá minnkaðan tónus í útlimum?
UMN eða LMN einkenni?
LMN sjúkdómar
Cerebellar sjúkdómar
Hvaða þremur hlutum þarf sjúkrasagan að svara?
1) Er sjúkdómurinn í taugakerfinu?
2) Hvar í taugakerfinu er sjúkdómurinn?
3) Hver er sjúkdómurinn?
Hvað er dysarthria?
Þvoglumælgi vegna vanstarfsemi í talfærunum sjálfum.
Hvað er dysphagia?
Hverjar eru helstu orsakir?
Hvort er um að ræða UMN eða LMN einkenni?
Kyngingarörðugleikar
- Stroke
- Hrörnunarsjúkdómar, t.d. Parkinsons, MS, dementia
- Motor neuron sjúkdómar
- Heilaæxli
Getur verið bæði UMN og LMN einkenni
Skert skammtímaminni, helstu mismunagreiningar?
Hvað kallast viðvarandi skerðing á skammtímaminni með eðlilegt langtímaminni?
- Alzheimer
- Wernickes encephalopatia
- Tímabundið eftir flog eða viðvarandi við tíð flog
- Karsakoff syndrome
Skert langtímaminni, helstu mismunagreiningar?
Staðsetning er útbreidd í heila. Sést við sjúkdóma sem valda útbreiddum skaða á cortex, t.d. Alzheimer sjúkdómi
Hvernig er hægt að útiloka aphasiu með einföldum hætti?
Biðja sjúklinginn að endurtaka nákvæmlega stutta setningu.
Ptosis, helstu mismunagreiningar?
- Lömun á III. Oculomotor heilataug
- MG
- Horner syndrome
Ath. orsakast yfirleitt ekki af heilaæðasjúkdómi
Hvað er að gerast við central andlitslömun og hverjar eru helstu orsakir?
Neðri hluti andlits er lamaður, sj. getur hrukkað ennið.
Skaði á UMN VII. Facial heilataugar, þ.e. meinið er í heilanum eða heilastofni
Hvað er að gerast við peripheral andlitslömun og hverjar eru helstu orsakir?
- Mein í facial tauginni eða í kjarna taugarinnar.
- Idiopathic (Bells palsy)
- Secondary v. sarcoidosis, æxli í kúpubotni eða parotis kirtli, Lyme disease, Guillian Barré, Varicella-zoster (Ramsey-Hunt syndrome) eða drep í lateral pons
Hverjar eru helstu orsakir UMN einkenna?
Sjúkdómar í MTK (heili, heilastofn, mæna)
Hverjar eru helstu orsakir LMN einkenna?
Sjúkdómar í ÚTK (rætur, plexus, úttaugar)
Trauma
Klemmd taug (impingement)
Hvar er algengast að rótarmein komi fram?
- c6 eða c7 í handleggjum
- L4, L5 eða S1 í fótleggjum
Í hvaða taugum er algengast að sjá mononeuropathiu?
- Ulnaris
- Radialis
- Perineus
Helftareinkenni, helstu mismunagreiningar?
- Segir okkur að meinið er í miðtaugakerfinu.
- Helstu mismunagreiningar eru:
Rýrnun á vöðvum, helstu mismunagreiningar?
Sést rýrnun í UMN sjúkdómum?
LMN sjúkdómar
- Ath. tekur stundum vikur að koma fram.
- Rýrnun sést ekki í UMN sjúkdómum en þá getur komi ðfram s.k. disuse atrophia, vegna “notkunarleysis” á lamaða vöðvanum.
Hvað getur valdið því að sj standa ekki Romberg?
Hvaða hluti taugakerfisins þarf að vera í lagi til að sj geti staðið Romberg?
Skert stöðuskyn
Dorsal column í mænu
Hvað er ataxia?
Hver er helsta orök fyrir ataxiu?
Skert stjórn á hreyfingum vöðva
Lesion í cerebellum eða taugaþráðum til eða frá honum. Cerebellum er sá hluti heilans sem stýrir samhæfingu hreyfinga.
Nefndu 7 helstu göngulagstruflanir
- Extrapyramidal (Parkinsons) göngulag
- Trendelenburg (myopathic) göngulag
- Slapping-/neuropathic göngulag
- Ataxic göngulag
- Gleiðspora göngulag
- Hemiparetískt göngulag (circumduction)
- Functional göngulag
Hver er algengasta neurológíska orsökin fyrir tímabundinni meðvitundarskerðingu?
Mismunagreiningar?
Flog
Helstu mismunagreiningar:
- Syncope (vasovagal, cardiogenic)
- Convulsive syncope
Hvað og hver eru bulbar einkenni?
Hvaða heilataugar koma við sögu?
- Einkenni vegna meins í mænukylfu
- Kyngingarörðugleikar, erfiðleikar við að tyggja fæðu, þvoglumælgi, slef
- Flaccid paralysa í mjúka gómnum
- Vöðvarýrnun í tungu, oft með fasciculationum
- Áhrif á heilataugar IX, X, XI og XII
Hver eru extrapyramidal einkenni?
Bradykinesia
Hvíldarskjálfti
Rigiditet, þ.e. aukinn tónus í vöðvum við skoðun
Minnkuð stöðuviðbrögð (en stöðuskyn eðlilegt)
Non-motor einkenni í ósjálfráða taugakerfinu
Extrapyramidal einkenni, mismunagreiningar?
Nánast aldrei orsakað af ____________.
-Parkinson eða einhver af Parkinson plús sjúkdómunum
- Lyf
- Staðbundnu meini (infarct, æxli) í heila
Hvað er sensory level?
Í hvers konar sjúkdómum væri líklegt að sjá það?
Truflað skyn neðan línu, sem draga má þvert yfir bolinn.
Dæmigert fyrir sjúkdóm í mænu
Hvað er CIDP?
Chronic inflammatory demyelinationg polyradiculoneuropathy
Sjálfsofnæmissjúkdómur sem þróast hægt. Ónæmiskerfið ræðst á myelín sem klæðir taugar
Hvað er ALS?
Nefndu helstu gerðir paresu.
- Paraparesa
- Hemiparesa
- Quadriparesa
- Proximal máttleysi
- Distal máttleysi
Hvað er TGA?
Transient global amnesia
Tímabundin skerðing á skammtímaminni ásamt áhrifum á langtímaminni sem varir oft ekki nema í 2-8klst.
Hvað er oculocephalic reflex (“dolls eyes”)?
Aðferð við skoðun sem er notuð til að athuga hvort heilastofninn sé skemmdur í meðvitundarleysi.
Meinsemd er til staðar í heilastofni neðan við miðjan pons, er meðvitund skert?
Nei
Proximal máttleysi, helstu mismunagreiningar? (5)
- Myopathia
- MG
- Inflammatory neuropathiur (GBS, CIDP)
- Mænusjúkdómur (myelopathia)
- Water shed infarct
Distal máttleysi, helstu misunagreiningar? (5)
- Pyramidal einkenni (stroke, MS, heilaæxli, abscess o.fl.)
- ALS
- Úttaugamein
- Rótarmein
- Myotonic dystrophy
Hver er eðlilegur leiðsluhraði í taugamælingu (nerve conduction study, NCS)?
Motor taugaþræðir vs. Skyntaugaþræðir
Motor taugaþræðir
alpha: >40 m/s (ca. 40-60) - extrafusal vöðvaþræðir
gamma: 4-24 m/s - intrafusal vöðvaþræðir
Skyntaugaþræðir
1a: 80-120 m/s - stöðuskyn
1b: 80-120 m/s
2: 30-70 m/s
3: 3-30 m/s - snerting, þrýstingur og kuldi + sársaukanemar í neospinothalamic tract
4: 0.5-2 m/s - hiti + sársaukanemar í paleospinothalamic tract
Sjúklingur reynist vera með 25 m/sek leiðsluhraða í NCS rannsókn, er það eðlilegt?
Taugum sem tengjast extrafusal vöðvaþráðum
Nei, að er lækkaður leiðsluhraði, eðlilegt er > 40 m/sek
Hvað er NCS og hvert er helst notkunargildi þess?
- Rannsókn sem er notuð til að mæla magn og hraða leiðni rafboðs í gegnum taug. Getur einnig greint taugaskaða og aftaugun (denervation)
Væg aftaugun (denervation) greinist á vöðvariti, hver eru einkennin og helstu mismunagreiningar?
- Einkenni: Máttminnkun, vöðvarýrnun og fasciculationir í vöðva sem taug eða taugarót ítaugar.
- Getur gert vegna taugaskaða (trauma), sjúkdóma eða eftir taugaaðgerðir.
- Helstu sjúkdómar eru post-polio, AML
Orsök skertrar meðvitundar eru áhrif á reticular activating system (RAS-kerfi) í efsta hluta pons og miðheila. Nefndu 3 helstu sjúkdómsmyndir sem koma til greina.
- Óbein áhrif á RAS: lyf, eiturefni, sepsis - algengast
- Meinsemd í RAS: blæðing, bólga, æxli
- Þrýstingur á RAS ofan frá: vegna bjúgs í heila (infarct, blæðing, sýking)
Ath. Meinsemd neðan við miðjan pons skerðir ekki meðvitund
Sjúklingur kemur inn með stroke og á TS mynd sést stórt drep í öðru heilahvelinu. Sjúklingur er með meðvitund en verður síðan meðvitundarlaus 1-2 dögum seinna. Hver er helsta skýringin á því?
Bjúgur í infarctinum sem þrýstir niðuir á heilastofninn og RAS kerfið.
Hvaða þættir taugaskoðunar er hægt að nota til að meta hvort starfsemi heilastofnsins sé eðlileg í meðvitundarleysi?
- “Dolls eyes”: Mat á vestibulo-ocular reflex (VOR) til að meta starfsemi heilastofnsins.
Reflexinn er til staðar ef heilastofninn er óskemmdur.
Nefndu aðra aðferð en höfuðhreyfingar til að meta hvort vestibulo-ocular reflex (VOR) er til staðar í meðvitundarleysi. Við hvaða aðstæður er sú aðferð notuð?
Með hita eða kulda áreiti á innra eyrað.
Hægt að nota til að greina heiladauða. Minnsta augnhreyfing sem hægt er að framkalla við þetta útilokar heiladauða.
Engar minningar verða til nema _______ komi til. ________ er forsenda þess að hægt sé að meta minni og mál sjúklings.
Athygli
Skammtímaminni nær til atburða síðustu daga og ef það er óskert segir það okkur að a.m.k. annar _________ starfi eðlilega.
Hippocampus
Nefndu þrjár helstu orsakir tímabundinnar skerðingar á skammtímaminni.
- Transient global amnesia
- Flog, simple eða complex partial
- Wernickes encephalopatia
Hver er orsök transient global amnesiu?
Orsök er óþekkt