Spurningar og svör Flashcards
Hver uppgötvaði ónæmisfræði og hvaða ár var það?
Edward Jenner árið 1796, þá sýndi hann að sýking af kúabóluveiru gat vakið vernd gegn bólusótt sem var lífshættuleg.
Hvaða menn fundu mótefni í sermi?
Emil von Behring og Shibasaburo Kitasato, sýndu að þættir í sermi sem þeir kölluðu mótefni (antigen) gætu bundist sértækt við sýkla við ákveðna sýkla.
Hvað er hlutverk ónæmiskerfisins?
Viðhalda innra jafnvægi og verjast og útrýma sýklum.
Hvað er náttúrulegt, ósértækt ónæmi?
Átfrumur og ýmsar virkar sameindir, vinna á fjölda sýkla
Hvað er áunnið, sértækt ónæmi?
Sértækar varnir gegn ákveðnum sýklum, ónæmissvör gegn framandi sameindum, ónæmisminni, öflugt og skjótt svar gegn sama sýkli seinna meir og eitilfrumur, B frumur mynda sértæk mótefni ,og T frumur snerting við aðrar frumur, mynda boðefni (cytokine)
Hver er virkni ónæmiskerfisins?
Þekkja sýkingu, ráðast á sýkil, ónæmisminni og koma í veg fyrir skaða á eigin líkama.
Teldu upp frumur ónæmiskerfisins?
Langlífar; Mónócytar, magrófagar og angafrumur
Skammlífar; Granúlócytar, Neutrófílar, Eosínfílar, Basóf´ílar
Mastfrumur
Hvað er 1°eitilvefur?
Myndun og þroskun hvítfrumna
Beinmergur og Thymus
Hvað er 2°eitilvefur?
Starfsstöðvar eitilfrumna
Eitlar, hálskirtlar, nefkirtlar, eitilflákar?, Milta
Hvað er eitill og hvað gerist í honum?
Eitill er starfsstöð eitilfrumna. Ef ónæmisvaki berst til eitils þá eru þar kjöraðstæður fyrir eitilvaka að þekkja ónæmisvaka. Eitilfruman stoppar þá í eitlinum, býr til starfsfrumur (frumur með sömu sérhæfingu og býr til minnisfrumur og fjölga sér áður en þær yfirgefa eitilinn um frálæg eitlagöng og berast um allan líkamann og berjast við ónæmisvaldinn)
Hvað gerir miltað?
Miltað er eins og stór eitill. Það síar blóð en ekki millifrumuvökva. Miltað gegnir lykilhlutverki í myndun ónæmissvars gegn sýklum og sameindum sem berast í blóð.
Hvað er phagocytosis?
Það er át og dráp, starf átfrumna.
Hver eru þrjú megináhrif bólgu?
- Draga að fleiri frumur og virkar sameindir á sýkingastað til að drepa sýkilinn (útvíkkun æða og aukið gegndræpi)
- Mynda staðbundna kekkjun í blóði sem hindrar að sýkillinn dreifi sér með blóði.
- Ýta undir viðgerð á skemmdum vef.
Hvað gera C5a og C3a?
Þetta eru þættir Kompliment kerfisins sem virkar sem efnatogar. Eru mikilvægir í myndun bólgusvars. Veldur æðalega og ræsir tjáningu viðloðunarsameinda á æðaþeli.
Hvað er kompliment kerfið?
Það samanstendur af 30 próteinum sem eru forensím, sem verða svo að ensímum. Framleidd í lifur.
3 meginhlutverk: Áthúðun, staðbundið bólgusvar og rofferli (gera gat á sýkilinn).
Hvað er C3b?
C3b er osonín. Opsonín er hluti kompliment kerfisins og sér um áthúðun. Þetta ferli er að smjör steikja sýkilinn.
Hvað er opsonization?
Það er áthúðun. C3b og kompliment kerfið er opsonin. Opsónín hjúpa bakteríuna svo að átfrumur geti bundist þeim með viðtökum.
Hvað eru IL-1, IL-6 og TNF?
Eru framleidd af ræstum átfrumum (makrófögum) og angfrumur á bólgusvæði, mikilvæg í bráðasvari.
Hvað eru IFN-a og IFN-g?
Þessi efni koma við sögu í drápi á innanfrumu veirum og sýklum. Gegna mikilvægu hlutverki í sérhæfðu ónæmissvari.
Hvað gera NK frumur?
Þær þekkja mótefnavaka (antigen) á yfirborði sýktra frumna og eru fyrsta vörn gegn ýmsum veirusýkingum á meðan verið er að ræsa áunna svarið. Sams konar virkni og T frumur en bara ósértækt dráp.
Sérhæfða ónæmiskerfið skiptist í vessabundið og frumubundið segðu frá báðum
Vessabundið ónæmi; B fruman sérhæfist í plasmafrumu sem framleiðir mótefni (og verða til minnisfrumur), mikilvæg vörn gegn innanfr.sýklum
Frumubundið ónæmi; T frumur greina framandi ónæmisvaka á yfirborði annara frumna. T frumur miðla virkni sinni með skammlífum boðefnum. Mikilvægt gegn innanfr.sýkingum. Ræsing T frumna fer fram í eitilvef, ekki sýkingarstað.
Segðu frá viðtökum B frumna
Viðtaki B frumna=BcR, er himnubundið mótefni, antibody (Ab), immuneglobulin (Ig)
Segðu frá viðtökum T frumna
Viðtaki T frumna= TcR. T frumuviðtaki lýsir einum armi mótefnis. Þeir þekkja peptíðbúta í MHC-I og MHC-II viðtökum frumna líkamans.
Hvað gerir clonal selection?
Það ferli sem eitilfrumur sérhæfast, það að hver eitilfruma er gerð til að þekkja einungis einn ónæmisvaka.