Skilyrði til garðplöntuframleiðslu Flashcards
Hvað þarf að hafa í huga við staðarval til garðplöntuframleiðslu? (4 atriði)
- Lofthiti - halli lands mót sólu
- Vatn - úrkoma og grunnvatn
- Hlutfall úrkomu vs uppgufunar
- Skjól
Hvað er æskilegt viðmið úrkomu á ársgrundvelli?
400-1000 mm á ári
Hverjir eru kostir langra hausta og langra vora?
Frostlaus haust = plantan hefur meiri tíma til að undirbúa yfirvetrun
Frostlaus vor = auðveldari vinna við upptöku plantna + sala á meðan plantan er enn í dvala
Úrkoma mælist í mm. Hvað þýðir 1 mm úrkoma?
1 líter á fermetra
eða
10 rúmmetrar á hektara
Hvaða áhrif hefur vindur á framleiðslu garðplantna? (6 atriði)
- Uppbindingu þarf á vindasömum stöðum
- Lækkar hitastig
- Ræktunarefni þornar fyrr
- Uppgufun úr jarðvegi meiri
- Hætta á jarðvegsrofi eykst
- Vindslit og vindskaðar á plöntum
Hvaða kostir fylgja skjólbeltum? (4 atriði)
- Plöntur þrífast betur
- Uppgufun minni
- Betri nýting á vökvunarvatni
- Fuglar og smádýr sækja í fjölbreytnina
Hverjir eru ókostir skjólbelta? (3 atriði)
- Aukinn daghiti = meiri útgeislun að nóttu = meiri hitasveiflur
- Meiri hætta á næturfrostum að vori og hausti vegna minni lofthreyfinga
- Frostpollar
Hvaða kostir fylgja fjölbreyttu fugla- og skordýralífi við garðyrkjustöðvar? (2 atriði)
- Getur dregið úr skaðlegum skordýrum
- Minni þörf á lyfjanotkun
Hvar þurfa sáðskipti að fara fram? (3 atriði) Og hversu ört er æskilegt? (2 atriði)
- Þar sem plöntur af sömu tegund eða ættkvísl sýna einkenni jarðvegsþreytu.
a) lélegur vöxtur
b) vanþrif - 4-6 ára fresti
a) lengri tími í leirkenndum jarðvegi en í sendnum
Hvað er græn áburðargjöf?
Skiptirækt með t.d. höfrum eða smára þegar sáðskipti fara fram
Hvernig lítur hinn fullkomni safnhaugur út? (3 atriði)
- Snyrtilegastur á steyptu plani
- Vélakostur til að velta haugnum
- Yfirbreiðsla til varnar útkolunar
Hverjir eru ókostir illgresis? (5 atriði)
- Keppir um vatn, næringu og birtu
- Getur hýst sveppi og meindýr
- Skapa vaxtarskilirði fyrir myglu
- Gerir vinnu við upptöku erfiðari
- Viðskiptavinurinn vill ekki fá það með
Hver er stærsti mengunarþátturinn í tengslum við garðyrkjustöðvar?
Úðun gegn illgresi (og meindýrum)
Hvaða aðferðum má beita við illgresishreinsun og hvaða ókosti hafa þær í för með sér? (5 atriði)
- Handvirkt - mannaflsfrekt
- Úðun - mengar jarðveg og grunnvatn, veikir náttúrulegar varnir plantna
- Vélar - nota flestar jarðefnaeldsneyti og jarðvegur þjappast
- Gas - koltvísýringslosun
- Gufa - búnaðurinn gengur fyrir gasi eða olíu
Hvernig pössum við að nota hæfilegt magn af áburði í vökvunarvatnið?
Tökum jarðvegssýni 1-2 klst eftir vökvun og mælum leiðnina. Sé talan hærri en í vökvunarvatninu sjálfu er áburðargjöfin of mikil.