Réttarheimildir Flashcards
Hvað eru sett lög eða lög í þrengri merkingu
Þau eru aðalheimild íslensk réttar. Sett lög skiptast í stjórnskipunar lög, almenn lög og bráðabirgðalög.
Hvað eru stjórnskipunarlög?
Þau eru stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 frá 17.juni 1944, með síðari breytingum.
Stjórnarskráin er…
Er talin æðri öðrum réttarheimildum. Hún hefur að geyma grundvallarlög eða stjórnskipunarlög íslenska ríkisins.
Er hægt að breyta stjórnarskránni?
Um breytingar á stjórnarskránni og viðauka gilda einnig sér reglur skv. 1.mgr.79.gr. hennar. Til setningar stjórnskipunarlaga þarf samþykki tveggja þinga í röð, með þingrofi og kosningum á milli þingmanna, auk staðfestingar forseta Íslands.
Stjórnarskráin verður því ekki breytt með almennum lögum en vissum ákvæðum hennar má skipa með almennum lögum.
Hvenær er venja réttarheimild?
Almenn sjónarmið sem dómstólar munu taka mið af eru hversu lengi tiltekinni háttsemi hefur verið fylgt, stöðugleiki, afstaða manna til venjunnar, sanngirni og réttlæti.
Hverjir eru helstu flokkar venju ?
- Lögvenja
- Stjórnskipunarvenja
- Stjórnsýsluvenja
- Dómvenja
- Almannavenja
- Staðbundin venja
- Viðakiptavenja