Próf 2 Flashcards
Lánssamningur
Samningur á milli tveggja aðila. Þar lánar annar aðilinn, sem er þá lánveitandi og hinn aðilinn er lántaki og lofar að greiða fjárhæðina ásamt vöxtum í samræmi við skilmála sem eru tilgreindir í samningnum.
Hvaða upplýsingar verða lánveitendur neytendalána að leggja fram fyrir lántöku?
Tegund láns, heildarfjárhæð þess, útlánsvexti og viðmunarvexti, ef vextir eru breytilegir og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Hann þarf einnig að veita upplýsingar um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði. Hann þarf einnig að afhenda greiðsluáætlun þar sem búið er að reikna lánið með tilliti til meðalársverðbólgu næstu 10 ár.
Hvað eru skammtímalán? Nefndu 5 tegundir skammtímalána.
Lán sem tekin eru til styttri tíma. Á þeim eru oftast afar háir vextir svo að það skal forðast að taka þau. Dæmi um skammtímalán eru bílalán, smálán, yfirdráttur, raðgreiðslusamningur og almenn skuldabréfalán.
Hvað er langtímalán? Nefndu 2 tegundir slíkra lána.
Langtímalán eru lán sem tekin eru til lengri tíma, eða allt að 40 ár. Langtímalán eru til dæmis húsnæðis- og námslán.
Hverjir eru helstu kostnaðarliðir við lántöku aðrir en vextir?
Það þarf að borga upphafskostnað þegar tekið er lán. Sá kostnaður er oftast um það bil 0,5%-3% af höfuðstóli láns en það fer eftir því hvort lánið sé skammtíma eða langtíma. Annar kostnaður sem fylgir oft lántöku er vegna greiðslumats, veðbandayfirlit og fleira.
Hvað er hlutfallstala kostnaðar? Hvernig nýtist hún best fyrir lántaka?
Árleg hlutfallstala kostnaðar mælir heildarkostnað neytendalána, vexti og annan kostnað líkt og kostnað við greiðslu afborgana og fleira. Kenntilalan er reiknuð út sem prósentutala og sýnir heildarkostnað á ári. Þetta nýtist lántökum best vegna þess að þeir sjá heildarkostnað lánsins.
Hvað er lánhæfismat? Hvað geta einstaklingar gert til að stuðla að góðu lánshæfismati?
Áður en lánssamningur er gerður þarf lánveitandi að meta lánshæfi neytenda og útbúa lánshæfismat. Matið byggir á fjárhagslegum upplýsingum líkt og greiðslusögu viðkomandi og fleira. Það sem að einstaklingar geta gert til að stuðla að góðu lánshæfismati er að einstaklingurinn skal forðast vasnkil og greiða reikninga á réttum tíma.
Hvað er greiðslumat og hverjir framkvæma það?
Í flestum tilvikum er greiðslumat framkvæmt af lánastofnunum. Greiðslumat er útreikningur á greiðslugetu umsækjanda miðað við eignir, tekjur og skuldir. Ef að umsækjandinn er í hjúskap eða sambúð þurfa báðir einstaklingar að fara í greiðslumat.
Hver er réttur lántaka neytendalána til að greiða slík lán upp?
Lántakinn hefur rétt til að hætta við og falla frá lánssamningi næstu 14 daga eftir undirritun lánssamnings. Hann hefur alltaf rétt til að greiða lánið upp, annað hvort í hluta eða heild.
Hvernig eru greiðslur af lánum með jöfnum afborgunum samsettar?
Greiðslur af láni með jöfnum afborgunum er þannig að höfuðstól er deilt jafnt á fjölda afborgana.
Hvað gerist ef að lántaki nær ekki að greiða af láni?
Hann þarf að borga dráttarvexti og innheimtukostnað. Hann getur einnig mögulega misst eignir.
Hver er kostnaðurinn við lántöku?
Vextir og ýmis lántökukostnaður. Líkt og kostnaður við lánveitinguna og innheimtu lánsins.
Hver er lánstími skammtímalána?
Yfirleitt frá nokkrum dögum upp í 5-7 ár.
Dæmi um neyslulán?
Notkun kreditkorts, yfirdráttur á veltureikningi, raðgreiðslusamningur, almenn skuldabréfalán og bílalán.
Hvað eru neytendalán?
Lán sem að neytendur taka hjá einhverjum sem hafa atvinnu af því að lána (banki, bílafjármögnunarfyrirtæki eða lífeyrissjóður). Lánveitendum er skylt að veita fyrirfram ítarlegar upplýsingar um neytendalánið. Flest lán sem einstaklingar taka eru neytendalán.
Dæmi um neytendalán?
Fasteignalán, skuldabréf, bílasamningur, yfirdráttarheimild, raðgreiðslusamningur eða smálán.
Hvað er yfirdráttur?
Heimild til að taka út pening af bankareikningi umfram innnistæðu eða setja reikning í mínus í ótilgreindan tíma. Hann hentar þeim sem þurfa lága fjárhæð í skamman tíma.
Við hverja þarf neytandi að semja til að fá yfirdrátt?
Hann þarf að semja við banka eða sparisjóð
Hver er kostnaðurinn á yfirdrætti?
Það eru engin lántökugjöld á yfirdrætti en vextir eru tiltölulega háir
Hvað er raðgreiðslusamningur?
Samningur um að greiða fyrir vöru eða þjónustu með reglulegum kortagreiðslum
Hversu lengi gildir raðgreiðslusamningur?
Oftast 2-12 mánuði. Getur verið allt að 59 mánuði
Hvað eru skuldabréfalán?
Lán sem fást hjá lánstofnunum
Hversu langur er lánstími á skuldabréfalánum?
Hann er mismunandi, en algengt hámark er 5 ár.
Hvað er bílalán?
Samningur um að greiða hluta kaupverðs bifreiðar með skuldabréfi. Bílalán eru ufirleitt með veði í bifreiðinni og eru oftast tekin hjá fjármögnunarfyrirtækjum og tryggingarfélugum.
Hvað er veð?
Heimild lánveitanda (t.d. banka) til þess að taka eign til baka sem tryggingu fyrir láninu ef lánið er ekki greitt til baka í tíma
Hvernig taka nemendur lán og til hvers?
Þeir taka námslán til að fjármagna nám sitt sem skilar meiri lífsgæðum og hærri lauanum í framtíðinni.
Hvað er námslán?
Lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna til að fjármagna framhaldsnám. Þau endurgreiðast á löngum tíma. Tíminn er ekki skilgreindur því lánin eru tekjutengd.
Hvað þarf lántaki að greiða ef að lánið er verðtryggt?
Verðbætur
Hvað greiða lántakar við hverja afborgun af láni?
Þeir greiða færslukostnað
Hvernig er hægt að lækka færslukostnað?
Með því að semja við banka um sjálfvirkar millifærslur
Hvað reiknast þegar ekki er greitt af láni tímanlega?
Dráttarvextir ern seinna bætist við innheimtukostnaður
Hvað mælir árleg hlutfallstala kostnaðar?
Hún mælir heildarkostnað neytendalána, það er bæði vexti og annan kostnað. Kennitalan er reiknuð út sem prósentutala og sýnir heildarkostnað á ári
Hvert er markmið laganna sem gilda um neytendalán?
Markið þeirra er að:
- Auka neytendavernd
- Tryggja samræmt lagaumhverfi innan Evrópsks efnahagssvæðisins
- Stuðla að aukinni upplýsingagjöf um lánskjör og auðvelda lántökum samanburð á tilboðum um lán
Hvað þarf lánveitandi að gefa lántaka áður en hann tekur lán?
- Upprlýsingar um lánið á stuðluðu formi til að bera saman við önnur lán og auðvelda honum að taka upplýsta ákvörðun
- Upplýsingar um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði
- Greiðsluáætlun þar sem búið er að reikna lánið með tilliti til meðalársverðbólgu síðustu ára
Hvað þarf lánveitandi að meta áður en lánssamningur er gerður?
Hann þarf að meta lánshæfi neytenda og útbúa lánshæfismat. Hann skal einnig meta greiðslugetu með greiðslumati