Próf 2 Flashcards
Hvers vegna er Satúrnus óvenju pólflöt reikistjarna?
Mismunandi snúningshraði, lágur eðlismassi og vöðvaeðli veldur því að Satúrnus er óvenju pólflöt reikistjarna.
Hver er efnasamsetning Satúrnusar?
96,3% vetni
3,3% helíum
0,4% metan
Hvernig er innrigerð Satúrnusar (innst > yst)
Bergkjarni > Fljótandi íslag > helíum og fljótandi málmvetni > hefðbundið vetni og helíum
Hvert er segulsvið Satúrnusar talið eiga uppruna sinn að rekja?
Til rafstraua í málmvetnislaginu (næstysta laginu).
Hvernig er lofthjúpi Satúrnusar skipt upp? (næst > yst)
Vatnsís (upp í 10 km hæð)
Ammóníaksvetnissúlfíð skýjalag (50 km þykkt)
Ammóníakskristallaský (80 km ofar)
Hvað er lofthjúpur Satúrnusar þykkur og hvernig er efnaskipting hans?
1000 km þykkur
vetnisríkur með metani, ammóníaki og vatnsgufu
Hvers vegna eru skýjalögin á Satúrnusi dreifðari en á Júpíter?
Vegna þess að Satúrnus hefur veikari aðdráttarkraft.
Hvað eru heiðhvolfsvísar (á Satúrnusi)
Mjög miklar hitabreytingar hátt í heiðhvolfi Satúrnusar.
Hvað er kjarni Satúrnusar heitur?
12.000°C
Hvaðan kemur orkan í kjarna Satúrnusar?
Kjarni Satúrnusar býr yfir eigin orkuuppsprettu og eru upptök hans óvís. Tilgáta er svohljóðandi: Satúrnus kólnaði hraðar en Júpíter og kom því af stað ferli sem svipar til rigningar á Jörðinni. Helíum regndropar myndast og falla niður í átt að kjarnanum. Þegar helíum rignir á Sat. breytist stöðuorka í varmaorku sem geislar frá Satúrnusi. Rigningin á að hafa byrjað fyrir 2 milljörðum ára og passar orkumagnið við þær tölur.
Hvert er helsta kennileiti Satúrnusar?
Hringakerfi hans.
Ef heildarefnismagni hringakerfis Satúrnusar væri hnoðað í einn hnött hvað væri sá hnöttur stór í þvermál? Hvers vegna?
Um 100 km. Vegna þess að heildarefnismagn hringanna er mjög lítið og er að mestu úr ísögnum á stærð við snjóbolta.
Hvað hefur Satúrnus mörg þekkt tungl?
61 tungl.
Hvert er stærsta tungl Satúrnusar og hver er sérstaða þess?
Títan, sem inniheldur 90% af heildarmassa efnisins á braut um Satúrnus. Það er næststærsta tungl sólkerfisins.
Hver sá Satúrnus fyrstur manna og hvaða ár?
Galíleó Galílei árið 1610.
Árið 1979 flaug …… innan við 20.000 km fjarlægð við Satúrnus og ljósmyndaði:
Pioner 11
Árið 1980 náði …. fyrstu almennilegu …. af Satúrnusi:
Voyager 1 - ljósmyndunum
…. var skotið á loft … og komst hann á braut um Satúrnus árið …
Cassini Huygens - 1997 - 2004
Árið …. lenti geimfar á …., ….. tungli Satúrnusar
2005 - Títani - stærsta