Próf 1 Flashcards
Hvernig myndast silt?
Silt myndast við núning undir jökli, þarf mikill kraft og þrýsting til að mala grjótið niður í silt. Siltið sest síðan í ám og vötnu m og myndast siltstein sem veðrast á ný og verður silt-ríkur jarðvegur.
Hvernig myndast leir?
Hann verður til við efnaveðrun jarðar,
Af hverju er leir svona mikilvægur?
Leir sem myndast í jarðvegi, hefur margvísileg not t.d. er um þriðjungur húsa heimsins er gerður úr leir.
Leir er hægt að móta vegna samloðunar en síðan brenna til að losna við vatnið og þá verður form hans stöðugt.
Hvað gefur leirnum eiginleika?
Hann hefur margvíslegt gildi t.d. Notaður við gerð leirkera, postulín, flísar, rör, hreinlætistæki, bindiefni í matvælum s.s. ís, súkkulaði og tannkremi.
Hver er lögun og smæð leirs?
Ef við hugsum okkur að sandkorn er jafn stórt og Hallgrímskirkjan þá er leiragnar á stærð við furunál.
Hver er notkun leirs í iðnaði?
Leir er gríðalega mikið notaður í efnaiðnaði s.s filter, efnahvati, í sement, pappír o.fl.
Hvað er jónrýmd?
Er eiginleiki jarðvegsins til að halda í þessar katjónir. Hún gefur miklar upplýsingar um eðli jarðvegsins, frjósemi og stundum vandamál sem tengjast söltum jarðvegi.
Hún er mæld Hvernig er jónrýmd mæld?
Hún er mæld í meq/100 g jarðvegs.
Meq er mælikvarði á hæfileika jarðvegs til að miðla jónum til plantna, bæði katjónurýmd og anjónrýmd
Gunnþættir jarðvegsings er 50% föst efni, hver eru þau efni?
Sandur, silt og leir
Hvernig varð kornastærðin sandur til?
Við frostveðrun, sendnar námur (sansteinn, eldgos, eyðimerkur o.fl)
Hvernig varð kornastærðin silt til?
Við jökla (núning undir gríðalegum þrýstingi)
Hvernig varð kornastærðin leir til?
Við efnaveðrun, mesta magnið í moldinni.
Í hvaða flokka eru kornastærðirnar flokkaðar í ?
Flokkaðar í nokkra flokka eftir hlutföllum sands, silts og leirs
Jákvætt hlaðnar jónir t.d. Ca og K loða við neikvætt hlaðinn leir : Rétt eða rangt?
Rétt
Lýstu leirsteindinni Kaolínít :
Er meðal algengustu steinda í mold og finnst aðallega í heittempraða beltinu, er nokkuð mikill veðraður jarðvegur. Kaolín námur er mjög verðmætar, kaolínít er notað til að framleiða postulín. Er einnig mikið notað sem íblöndunarefni í t.d. ís, súkkulaði, tannkrem, pappír o.fl
Pappírs gljái er dæmi um kaolínít
Lýstu leirsteindinni Smektít :
Er ein algengasta steindin í mold á jörðinni, pH verður að vera nokkuð hátt og með sérstaklega Ca ríkan jarðveg. Smektít hefur þann eiginleika að bólgna út við vatn/bleytu (svo mikið að það verður að geli). En síðan skreppur það saman og verður grjóthart þegar það þornar. Finnst helst á Óshólmasvæðum og í gömlum leirlögum. Gulir og hvítir litir eru einkennandi.
Lýstu leirsteindinni Vermikúlít :
Er tiltölulega lítið veðraður jarðvegur, með rosalega mikla vatnsþyngd og jónrýmd og hefur því jákvæð áhrif á frjósemi jarðvegs. Springur út við mikinn hita og þannig má framleiða létt og frauðkennt einangrunarefni sem er notað við garðrækt til að bæta eiginleika jarðvegs.
Lýstu leirsteindinni Illít :
Er mjög algeng leirstend og þá sérstaklega á norðurslóðum, þar sem áfok frá meginlandsjöklum ísaldar, ungur, lítið veðraður og frjósamur jarðvegur og var notað einu sinni í leirbrennslu.
Lýstu leirsteindinni Járn og ál (Goethít og gibbsít) :
Ál og járn er unnið í stórum stíl úr leir sem myndast hefur í jarðvegi. Goethít er ein algengast járnsteindin og hún gefur moldinni rauða litinn, Gibbsít er álsteind. Eru einkenni mikillar veðrunar.
Hvaða 3 helstu leirsteindirnar eru á íslandi ?
Ferrihýdrít, Allófan og Ímógólít
Ímógólít eru :?
Eru þræðir, þróast frá allófani eða myndast þar sem Si skolast út.
Ferrihýdrít er :?
Er mjög smátt gel, getur sést á röntgen. Járn oxí-hydroxíð. inni heldur svolítið af Si
Andosol leir :
Er leir sem er ekki blaðlaga, hann er þó ál-sílíköt og járnoxíð. Leirinn greinist ekki með röntgen því hann er ekki blaðlaga og hann greinist heldur ekki með hefbundnum kronastærðarmælingum.
Kísill, ál, súrefni og vetni eru algengustu frumefninn í jarðskorpunni. Rétt eða Rangt?
Rétt
Gríðalegur fjöldi lífvera er í jarðveginum nefndu nokkrar :
- Bakteríur
- Geilsasveppir
- Sveppir
- Þörungar
- Frumdýr
- Þráðormar
- Ánamaðkar
o.fl.
Blágrænuþörungar eru ?
Þörungarnir sem mynda skánina á auðnum, eru í sjónum og þeir mynduðu súrefni í lofthjúpnum fyrir 3,5 milljarða ára.
Enn daginn í dag eru þetta einu mikilvægustu lífveru heims. Flytur NITUR
Lífræn jarðvegsskán hefur áhrif á eiginleika jarðvegsyfirborðsins, hvað þá?
- Eykur samkornamyndun
- Dregur úr rofi
- kemur í veg fyrir myndun ísnála
Lífræn jarðvegsskán hefur áhrif á Frjósemi, hvað þá?
- Vatnsbúskap
- Binding á kolefni (C) og nitri (N)
- Mikil niturframleiðsla
Lífræn jarðvegsskán hefur áhrif á landnám og vöxt plantna, hvað þá?
- Framboð á öruggum setum
- Frjósemi
- Getur haft áhrif á frædreifingu
Rhizobía er ?
Bakteríur sem lifa í sambýli við plöntur, vinna nýtjanlegt nitur úr andrúmsloftinu og geta auðgað jarðveg mjög mikið af N