Nátturufræði 123 Flashcards
Atóm
Er að mestu tómarúm sem samsett er úr ögnum af þrennum toga: nifteindum, róteindum og rafeindum. Nifteindir og róteindir eru í kjarna atómsins en rafeindir ferðast eftir brautum umhverfi kjarnann
Efnablanda
Er ekki hreint efni, Efnablanda er samsett úr fleiri en einu frumefni og efnasamböndum. Ekki eru efnatengi á milli efnanna sem mynda efnabönduna eins og á milli atóma í frumefnum og efnasamböndum
Efnasambanda
Er hreint efni sem samsett er úr fleiri en einni tegund atóma sem tengd eru saman með efnatengjum
Einsleit lausn
Er lausn þar sem stykur efna er eins, sama hvar sýni er tekið úr lausninni
Frumefni
Er hreint efni sem er úr atómum sömu tegundar sem eru ýmist stök eða föst saman með efnatengjum. Frumefnin er að finna í lotukerfinu
Gufuhvolfið
Nefnist það svæði umhverfis jörðina þar sem andrúmsloft finst. Gufuhvolfið er Efnablanda sem nær upp í allt að 600 km fjarlægð frá jörðinni
Hamskipti
Kallast það þegar efni fara úr einu formi í annað
Hreint efni
Er efni sem er samsett úr einu efnisögnum af einni tegund
Kjarni
Er miðja atóms, samsett úr róteindum og nifteindum
Kvarki
Er ögn sem myndar með andkvarka róteindum og nifteindum
Lausn
Er Efnablanda í fljótandi formi
Leysni
Seigir til um hversu mikið af efni leysist upp í 100g af vatni eða öðrum leysum við tiltekinn hita og þrýsting
Litróf
Er eitt af einkennum hvers frumefna fyrir sig. Litróf samanstendur af þeim ljós eindum sem frumefni gefur frá sér þegar rafeindir þess fá umframorku
Ljóseindir
Eru massalausar eindir sem berast með ljósunarhraða og eiga uppruna sinn í atómum
Misleit lausn
Er lausn sem ekki er eins hvar sem sýni er tekið úr lausninni
Nifteindir
Eru óhlaðnar agnir samsettar úr kverkum og andkvörkum og mynda ásamt róteindum kjarna atóms
Rafeind
Eru mínushlaðnar agnir sem ferðast eftir hælum í vissri fjarlægð frá kjarna atóms
Róteindir
Eru plús hlaðnar agnir úr kvörkum og andkvörkum sem mynda ásamt nifteindum kjarna atóms
Sólarorka
Er sú orka sem kemur frá sólinni í formi rafsegulbylgna
Öreindir
Eru rafeindir og kvarkar sem eru minnstu agnirnar
Andkvarki
Er spegilmynd kvarka og hefur sama massa og hann en andstæða hleðslu