Málsaga Flashcards

1
Q

Hugmyndir manna um uppruna tungumáls

A

Fyrst héldu menn að tungumálið væri guðsgjöf, kristnir gyðingar töldu það að guð hafi gefið Adami málið. Seinna meir veltu menn fyrir sér öðrum möguleikum og veltu fyrir sér hvort tungumálið hefði þróast út frá hljóðum sem forfeður okkar framkvæmdu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Þróunarkenning Darwins

A

Kom fram á 19.öld. Kjarninn í kenningunni er sá að þeir hæfustu lifa af.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Áhrif kenningarinnar á hugmyndir manna um tungumálin

A

Kenningin breytti hugsun okkar og upp kom sú hugmynd að málið hefði smátt og smátt þróast með okkur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er samanburðarmálfræði

A

Samanburðarmálfræði byggist á því að skyld tungumál hafa mörg lík orð um sömu hlutina.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Tenging samanburðarmálfræðinnar og þróunarkenningarinnar

A

samanburðarmálfræðin tengist þróunarkenningunni æa þann hátt þar sem að það er verið að flokka þau eftir skyldleika og rekja þróun til sameiginlegs forföðurs

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hver er Rasmus Rask

A

Rasmus Rask er danskur málfræðingur sem var uppi á 19.öld. Mikill Íslandsvinu og dvaldi meðal annars á Íslandi frá 1813-1815.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvernig tengist hann samanburðarmálfræði og germaönsku hljóðfærslunni

A

Hann var frumkvöðull samanburðarmálfræðinnar. Fyrstur manna til að lýsa mun á hljóðkerfi germanskra og rómanskra mála

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvernig fóru menn að á Íslandi áður en við eignuðumst ritmál

A

Með því að segja sögur af landnámsmönnum í munnmælum og einnig með íslendingasögurnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Lögsögumenn

A

Lögsögumenn voru uppi á þeim tíma þegar alþingi var stofnað, hlutverk þeirra var að kunna lögin utanbókar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvernig fóru menn að því þegar ritmálið var ekki til

A

Íslendingasögur fóru á milli manna í mörg hundruð ár á einungis talmáli. Voru svo fyrst ritaðar á skinn

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Mikilvægi ritmáls (tengt völdum og trúarbrögðum)

A

Menn gerðu sér grein fyrir hversu þýðingarmikið ritmál er og þá fyrirfundust sögur um tilurð og mikilvægi í ólíkum trúarbrögðum. Stundum sagt að ritmálið væri tengt við eitthvað leyndardómsfullt í heiðinni trú norrænna manna átti Óðinn að vera faðir rúnanna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Tungumál sem eiga sér ekki ritmál

A

Það er fjöldinn allur af ættbálkum sem eiga sér einungis talmál. Til þess að tungumálin lifi verður einhver að tala þau. Um leið og ættbálkur deyr út þá deyr tungumálið á sama tíma

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Tilgangur hellamynda og hvar finnast þær

A

Menn veltu fyrir sér hver tilgangur hellamynda væri og hugsa með sér hvort þetta hafi verið til að sinna skreytiþörf mannsins. Fundust helst í Frakklandi og á Spáni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Orðaskrift

A

Orðaskrift er ritmál sem byggist á því að eitt tákn nær yfir eitt fyrirbæri eða hlut. Eitt tákn yfir eitt orð. Súmerar fundu hana upp 4000 f.Kr

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Myndletur vs fleygrúnir

A

Munurinn er sá að myndletrið sýnir töluvert skýrar hvað myndin þýðir. Eins og í myndletri ef það er mynd af sól þá táknar það bara sól en fleygrúnir er meira tákn sem sýnir ekki eðlilega mynd af hlutnum eða fyrirbærinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Kostir og gallar orðaskriftar

Hvaða þjóð notar hana

A

Kostir hennar eru að orðaskrift er ekki tengt framburði svo allir læsir kínverjar geta lesið málið en gallinn er sá að það eru svo ótrúlega mörg tákn, þú þarft að kunna 5000 tákn til að geta lesið dagblaðið. Kínverjar nota orðaskrift.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Kostir og gallar stafrófsskriftar

A

Kosturinn er einfaldleikinn en gallinn er sá að þú þarft að skilja viðkomandi tungumál til að skilja ritmálið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

kyrilískr stafróf-hvar

A

Rússlandi og Búlgaríu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Rúnir

A

Elsta letur germanskra mála. Oft tengdar við galdra, á 17.öld eingöngu notaðar í galdraskyni. Byggðar á latneska stafrófinu. Finnast á Norðurlöndunum og Bretlandi. Ristaðar á steina, vopn og skrautmuni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Íslenska stafrófið

A

Tekið upp um 1000 e.Kr. Kemur frá latneska stafrófinu þrátt fyrir það að margt sé öðruvísi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Fyrsti málfræðingurinn

A

Dularfullur maður Íslandssögunnar. Hann var uppi á 12.öld skrifaði ritið Fyrsta málfræðiritgerðin

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Norðurgermanska>vesturnorræna (fornnorska)> íslenska

A

Öll norrænu málin koma af ættinni sem nefnist norðurgermanska. Flestir þeir sem komu til íslands töluðu vesturnorrænu eða fornnorsku og með tímanum þróaðist málið og nokkrum hundruð árum eftir að landnám varð íslenskan til

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað hefur breyst mest og minnst í íslensku

A

Framburður á sérhljóðum hefur breyst mest og beygingarkerfið, orðaröð og merking orða minnst

24
Q

Rómönsk mál

A

eru franska, spænska, ítalska og koma frá indóevrópsku

25
Q

Hvaða breyting er germanska hljóðfærslan

A

Germanska hljóðbreytingin er þegar orð sem byrja á f í germönskum málum breytast í orð sem byrja á p í rómönskum málum

26
Q

Dæmi um germanska hljóðbreytingu

A

faðir, father (germönsk)-> pére (rómönsk)

27
Q

HVerjir settu germönsku hljóðbreytinguna fram

A

Rasmus Rask og Jakob Grimm þess vegna stundum kallað grimm-málið

28
Q

Saga germana

A

uppi frá um það bil 1500 f.Kr til 100 e. Kr Skipust í norður, austur og vestur germani

29
Q

Norðurgermanir
Vesturgermanir
Austurgermanir

A
  • Skandinavíu-norðurgermanska (frumnorrænu)
  • Þýskalandi og Bretlandseyjum (þýska og enska)
  • Þar sem Pólland er núna (gotneska, tungumálið er núna dautt)
30
Q

Silfurbiblían

A

Endurspeglar gotnesku frá 4.öld. Þessi biblíuþýðing er mikill dýrgripur því að hún varpar ljósi á forföðurinn. Þorgermönskuna sem klofnaði á 2.öld í þjóðflutningum germana

31
Q

hljóðbreytingar sem urðu á frumnorrænum tíma frumnorrænu

A

Breytingarnar nefnast hljóðvörp og klofning

32
Q

Hljóðvarp

A

Sérhljóð í byrjun orða breyttist í annað sérhljóð.

33
Q

Klofning

A

Sérhljóð í byrjun orða klofnaði í tvö hljóð.

34
Q

i-hljóðvarp

A

GastiR-gestr-gestur a>u.

35
Q

u-hljóðvarp

A

Barnu-born-börn a>ö

36
Q

klofning

A

Berga-bjarg e>ja

37
Q

Stórabrottfall

A

er þegar hljóð sem olli hljóðvarpi fellur brott

38
Q

Landnámsöld

A

Landnámsöldin á Íslandi náði frá 874-930 og þá komu menn aðallega frá vestur-Noregi og settust að hér á Íslandi. Í lok landnámsaldar var alþingi stofnað árið 930.

39
Q

Gamli sáttmálinn

A

Gamli sáttmálinn 1262/64 Gamli sáttmálinn var gerður Íslendingar misstu sjálfstæði sitt í hendur Norðmönnum.

40
Q

Ástæður fyrir að enginn mállýskumunur er á Íslandi

A
  • Ekkert frumbyggjamál var í landinu sem ýtti undir framgang norrænunar.
  • Samgöngur voru nokkuð tíðar og greiddi það eflaust fyrir varðveislu málsins.
  • Málsvæðið var hringlaga þannig að þegar málbreyting kom upp ferðaðist hún meðal manna hringinn í kringum landið.
  • Þrjár kynslóðir bjuggu iðulega á bæjum og þjóðin byrjaði snemma að skrifa.
  • Þetta ásamt eflaust fleiri ástæðum hefur stuðlað að því að tungumálið varð eins heildstætt og raun ber vitni
41
Q

Ritmál íslendinga

A

Íslendingar notuðu rúnir á landnámsöld og alveg fram eftir þjóðveldisöldinni. Menn skrifuðu ekki rit með rúnaletrinu það hafa einungis fundið rúnaáletranir á tré, stein og í málm. Íslendingar tóku upp nýtt mál árið 1000 í stað rúnanna og það byggðist á latneska stafrófinu.

42
Q

Fyrstu ritin

A

Íslendingabók Ara Fróða, landnámsbók og Fyrsta málfræðiritgerðin voru meðal þeirra rita sem fyrst voru skrifuð á Íslandi. Þessi rit voru öll skrifuð á 12.öld. Þetta var ritað á kálfaskinn þar sem ekki var til pappír á þessum tíma hér á landi. Svona ferli var rosalega dýrt og þess vegna var þetta bara á færi ríkra höfðingja og kirkjunnar manna en þeir voru oftast með sérstaka skrifara í þjónustu sinni.

43
Q

Fornar bókmenntir íslendinga eftir 1200

A

Þegar búið var að festa allt þetta mikilvæga á skinn var komin tími til þess að skrifa eitthvað skemmtilegra. Á 13.öld var blómatími íslenskrar sagnaritunar. Þá voru skráð forn kvæði eins og eddukvæði og dróttkvæði. Eddukvæði voru um goð og fornar hetjur og dróttkvæði voru ort konungum til heiðurs. Einnig hófust ritun konungssagna á þessum tíma en þær fj0lluðu um forna Noregskonunga. Íslendingasögurnar litu líka fyrst þarna dagsins ljós.

44
Q

Munur á framburði og hver er helsta heimildin

A

Framburður hefur breyst ótrúlega mikið í gegnum tíðinni. Íslendingar geta lesið frekar auðveldlega gömul rit og það er vegna þess að ritmálið er ótrúlega svipað en það er frekar framburðurinn sem var öðruvísi. Sérhljóðin hafa breyst mikið meira en samhljóðin.

45
Q

Afhverju geta íslendingar lesið forn handrit með lítilli fyrirhöfn

A

Vegna þess að ritmálið hefur ekki tekið gríðarlegum breytingum.

46
Q

Saga stafsetningarinnar

A

Stafsetning hefur að vísu breyst frá fornum tímum. Það eru samt mjö skiptar skoðanir á því hversu miklu á að vera breyta. Sumir vilja jafnvel íhalda henni eins og hún var en aðrir breyta þannig að það líkist meira framburði. Rasmus Rask kemur hér aftur við sögu og sagt er að hann hafi aðlagað stafsetninguna þannig að hún henti bæði gömlu og nýju máli. Það voru samt ekki allir sammaála til dæmis Fjölnismenn, Konráð Gíslason og Halldór Laxnes. Þeir vildu skrifa sem allra næst framburðinum.

47
Q

y og z

A

Y er enn í notkun og það er vegna þess að það tengist og hljóðvarpi og á meiri málsögu. Z svo aftur á móti var tekin úr málinu vegna þess að að það hefur sér ekkert málsögulegt gildi og einfaldar þar af leiðandi stafsetninguna helling.

48
Q

málstefna

A

Það hefur verið öflug stefna síðan á 19.öld að málinu megi ekki glata og halda málinu hreinu og smíða ný orð af gömlum íslenskum orðstofnun yfir nýja hluti og fyrirbæri (nýyrði) Einnig hafa tökuorð verið aðlöguð að íslenska málkerfinu.

49
Q

helstu breytingar sem hafa valdið breytingum á orðafor’a

A

• Kristnitakan
Kirkja, prestur, engill, djöfull, munkur, klaustur og páfi.
• Siðaskipti
Íslendingar tóku upp lúterska trú og í framhakdi af því komu mörg þýsk og dönsk tökuorð dæmi
• Áhrif rímna á íslenskt mál
Áhrif rímna á íslenskt mál var að þær voru vinsæl kveðskapargrein. Rímnurnar voru ortar á kjarnagóðu alþýðumáli og eiga sinn þátt í varðveislu íslenskunnar.
• Þýðing Biblíu og Nýja testamentis
Oddur Gottskálksson þýddi nýja testamentið árið 1540 og Guðbrandur þýddi Biblíuna árið 1548. Þetta var á 16.öld.
• Mikil dönsk áhrif
Þegar danir náðu yfirráðum á Íslandi höfðu íslendingar eingöngu samskipti við Dani.
• Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir
Hallgrímur Pétursson skrifaði Passíusálma, hann var mjög vandvirkur og notaði engar danskar slettur. Passíusálmar voru 50 að tölu og fjalla um seinustu daga Krists.

50
Q

malhreinsun og upplýsingarstefnan

A
  • Lærdómslistarfélagið stofnað 1779 og starfaði í anda upplýsingarstefnunnar. Félagið kom öllum nýyrðum á framfræri því að það hafði hreint mál á stefnuskrá sinni
  • Upplýsingarstefnan hafði það markmið að fræða landsmenn um land og þjóð.
  • Rómantíska stefnan fól í sér að sterka þjóðernisvakningu og fléttaðist saman við sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19.öld. Menn vildu að vandað og gott íslenskt mál lifði ekki einungis í bókum helfur einnig á vörum manna.
  • Fjölnismenn börðust einnig fyrir þessu að málið lifði ekki einungis í bókum. Meðal Fjölnismanna var skáldið Jónas Hallgrímsson, hann var liðtækur nýyrða smiður og úr hans smiðju eru orðin aðdráttarafl, sporbaugur og ljósvaki.
  • Segja má að sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar gagnvart Dönum hafi gert þjóðina nokkup einhuga í því að varðveita íslenskt mál og sporna sem mest gegn erlendum áhrifum.
51
Q

Fá tungumál töluð af mörgum

A

Enska, spænska og mandaríska breiðast mest út í heiminum

Tíu útbreiddustu tungumál eru móðurmál um 40% jarðbúa.

52
Q

Enska útbreiddasta tungumálið og afh alheimistungumál

A

Enskan er útbreiddasta tungumál þeirra þriggja sem flestir tala og verður alheimstungumál í framtíðinni vegna þess að það kunna svo margir ensku sem annað tungumál auk þess sem auður og völd enskumælandi þjóða teygja anga sína víða um heim. Fjölmiðlar nútímans gegna einnig gríðalegu hlutverki í útbreiðslu enskunnar og ekki má gleyma nettengingunni.

53
Q

tungumáladauði

A

Á hverju ári deyr tungumál út vegna þess að ættbálkurinn sem talaði það deyr út. Tungumálið deyr út því það hefur ekki verið varðveitt á ritmáli. Latína gegnir ákveðnu hlutverki eftir dauðann því hún lifir enþá í kirkjumáli og ýmsum vísindagreinum.

54
Q

íslenska og staða hennar í dag og á 19.öld

A

Árið 1818 spáði Rasmus Rask því að íslenskan myndi vera útdauð eftir 200 ár ef menn væru ekki stöðugt á verði. Ef tunga þjóðarinnar tengist sterkum menningarafli og sjálfstæðisbaráttu þá á hún meiri möguleika á að lifa af.

55
Q

tungumál sem hafa verið lífguð við

A

Bretóndka og gelíska voru endurlífguð á 20.öld. Tungumál Mowhawk- indiána í Bandaríkjunum var við það að deyja út. Það tengdist drykkju og félagslegri eymd. Ný kynslóð sneri þessari þróun við. Byggðir voru skólar og farið var að kenna tungumálið.