Málsaga Flashcards
Hugmyndir manna um uppruna tungumáls
Fyrst héldu menn að tungumálið væri guðsgjöf, kristnir gyðingar töldu það að guð hafi gefið Adami málið. Seinna meir veltu menn fyrir sér öðrum möguleikum og veltu fyrir sér hvort tungumálið hefði þróast út frá hljóðum sem forfeður okkar framkvæmdu.
Þróunarkenning Darwins
Kom fram á 19.öld. Kjarninn í kenningunni er sá að þeir hæfustu lifa af.
Áhrif kenningarinnar á hugmyndir manna um tungumálin
Kenningin breytti hugsun okkar og upp kom sú hugmynd að málið hefði smátt og smátt þróast með okkur.
Hvað er samanburðarmálfræði
Samanburðarmálfræði byggist á því að skyld tungumál hafa mörg lík orð um sömu hlutina.
Tenging samanburðarmálfræðinnar og þróunarkenningarinnar
samanburðarmálfræðin tengist þróunarkenningunni æa þann hátt þar sem að það er verið að flokka þau eftir skyldleika og rekja þróun til sameiginlegs forföðurs
Hver er Rasmus Rask
Rasmus Rask er danskur málfræðingur sem var uppi á 19.öld. Mikill Íslandsvinu og dvaldi meðal annars á Íslandi frá 1813-1815.
Hvernig tengist hann samanburðarmálfræði og germaönsku hljóðfærslunni
Hann var frumkvöðull samanburðarmálfræðinnar. Fyrstur manna til að lýsa mun á hljóðkerfi germanskra og rómanskra mála
Hvernig fóru menn að á Íslandi áður en við eignuðumst ritmál
Með því að segja sögur af landnámsmönnum í munnmælum og einnig með íslendingasögurnar.
Lögsögumenn
Lögsögumenn voru uppi á þeim tíma þegar alþingi var stofnað, hlutverk þeirra var að kunna lögin utanbókar.
Hvernig fóru menn að því þegar ritmálið var ekki til
Íslendingasögur fóru á milli manna í mörg hundruð ár á einungis talmáli. Voru svo fyrst ritaðar á skinn
Mikilvægi ritmáls (tengt völdum og trúarbrögðum)
Menn gerðu sér grein fyrir hversu þýðingarmikið ritmál er og þá fyrirfundust sögur um tilurð og mikilvægi í ólíkum trúarbrögðum. Stundum sagt að ritmálið væri tengt við eitthvað leyndardómsfullt í heiðinni trú norrænna manna átti Óðinn að vera faðir rúnanna.
Tungumál sem eiga sér ekki ritmál
Það er fjöldinn allur af ættbálkum sem eiga sér einungis talmál. Til þess að tungumálin lifi verður einhver að tala þau. Um leið og ættbálkur deyr út þá deyr tungumálið á sama tíma
Tilgangur hellamynda og hvar finnast þær
Menn veltu fyrir sér hver tilgangur hellamynda væri og hugsa með sér hvort þetta hafi verið til að sinna skreytiþörf mannsins. Fundust helst í Frakklandi og á Spáni.
Orðaskrift
Orðaskrift er ritmál sem byggist á því að eitt tákn nær yfir eitt fyrirbæri eða hlut. Eitt tákn yfir eitt orð. Súmerar fundu hana upp 4000 f.Kr
Myndletur vs fleygrúnir
Munurinn er sá að myndletrið sýnir töluvert skýrar hvað myndin þýðir. Eins og í myndletri ef það er mynd af sól þá táknar það bara sól en fleygrúnir er meira tákn sem sýnir ekki eðlilega mynd af hlutnum eða fyrirbærinu.
Kostir og gallar orðaskriftar
Hvaða þjóð notar hana
Kostir hennar eru að orðaskrift er ekki tengt framburði svo allir læsir kínverjar geta lesið málið en gallinn er sá að það eru svo ótrúlega mörg tákn, þú þarft að kunna 5000 tákn til að geta lesið dagblaðið. Kínverjar nota orðaskrift.
Kostir og gallar stafrófsskriftar
Kosturinn er einfaldleikinn en gallinn er sá að þú þarft að skilja viðkomandi tungumál til að skilja ritmálið
kyrilískr stafróf-hvar
Rússlandi og Búlgaríu
Rúnir
Elsta letur germanskra mála. Oft tengdar við galdra, á 17.öld eingöngu notaðar í galdraskyni. Byggðar á latneska stafrófinu. Finnast á Norðurlöndunum og Bretlandi. Ristaðar á steina, vopn og skrautmuni
Íslenska stafrófið
Tekið upp um 1000 e.Kr. Kemur frá latneska stafrófinu þrátt fyrir það að margt sé öðruvísi.
Fyrsti málfræðingurinn
Dularfullur maður Íslandssögunnar. Hann var uppi á 12.öld skrifaði ritið Fyrsta málfræðiritgerðin
Norðurgermanska>vesturnorræna (fornnorska)> íslenska
Öll norrænu málin koma af ættinni sem nefnist norðurgermanska. Flestir þeir sem komu til íslands töluðu vesturnorrænu eða fornnorsku og með tímanum þróaðist málið og nokkrum hundruð árum eftir að landnám varð íslenskan til