Lyfjafræði spuringar-ýmislegt Flashcards
Helmingunartími?
Með helmingunartíma er átt við þann tíma sem það tekur styrk lyfs í blóði að minnka um helming. Helmingunartími er háður dreifingarrúmmáli og hraða útskilnaðar. Ef meira rúmmál þá verður hægari útskilnaður og helmingunartíminn er langur. En hann er stuttur ef minna rúmmál og hraðari útskilnaður þar af leiðandi. Mikilvægt er að vita helmingunartíma lyfja svo við vitum hve lengi lyfin sem við gefum eru í blóðinu og geta haft áhrif, það gefur okkur einnig
vísbendingu um hversu oft gefa skal lyfið.
Hvað er lyfjahvarfafræð
Frásog (lyf frásogast frá skömmtunarstað yfir í blóð), dreifing (lyf dreifist með blóði um líkama að verkunarstað), umbrot (lyf efnabreytist í virkari/óvirkari efni), útskilnaður (lyf skilst útúr líkamanum).
Hvernig er frásogs leið lyfja á verkunarstað?
Fyrst þarf lyfið að fara yfir himnur frá frásogstað yfir í blóðbraut, svo frá blóðbraut yfir í frumu þar sem verkun fer fram.
Nefnið frásogsstaði:
meltingarvegur (munnur, tunga, endaþarmur), lungu, yfir önnur þekjulög (húð, leg, augu,nef), innsprautun (í eða undir húð, í vöðva, í heila- og mænuvökva, í æð).
Hvaða þættir ákvarða frásog í meltingarfærum?
Leysni úr lyfjaformi, flutningshraði flæðis háður jónun og fituleysanleika, magatæmingarhraði, blóðflæði í þarmaslímhúð, niðurbrot eða oxun í meltingarfærum, önnur efni í meltingarvegi.
Hvað þýðir nýting lyfs?
Nýting lýsir magni lyfs í blóði eftir frásog borið saman við gjöf þess beint í æð.
Hvað þýðir aðgengi lyfs?
Lýsir hversu mikið og hve hratt lyfið kemst í blóðrás.
Dreifing
..
Hvaða þættir ráða hvað mestu um dreifingu lyfja?
Próteinbinding í plasma, himnugegndræpi, binding í vefjum
Próteinbinding?
Próteinbinding í plasma: meðan lyf er bundið próteinum hefur það ekki verkun en bindingin hefur mikla þýingu í sambandi við helmingunartíma. (ef að lyf bindst próteini þá fer það ekkert út úr plasmanu, mikil binding – minni dreifing).
Afhverju stjórnast flutningur lyfja milli líkamshólfa?
Gegndræpi himna, bindingu í hólfunum, pH, fituleysanleika.
Útskilnaður
..
Hvar eru flest lyf skilin út?
Í nýrum. Síun, endurupptaka, seytun.
Hvað er mest notað til að áætla skömmtunarhraða?
Helmingunartími lyfs. Hann er háður dreifirúmmáli og hraða útskilnaðar: meira rúmmál – hægari útskilnaður og langur helmingunartími, minna rúmmál – hraðari útskilnaður og stuttur helmingunartími.
Úthreinsun (clearance):
úthreinsun = síun – enduruppsog + seyting. Úthreinsun = hraði brotthvarfs/C.
meira um helmingunartíma ?
Helmingunartími getur breyst með aldri eða vegna lifrarsjúkdóma. Mest notað til að áætla skömmtunartíma. Brotthvarf flestra lyfja er háð blóðþéttni.
Umbrot
..
Frásog:
lungu, húð, meltingarvegur. Meiri fituleysanleiki => meira frásog.
Útskilnaður:
þvag, gall, saur, útöndun, sviti. Meiri vatnsleysanleiki => meiri útskilnaður.
Umbrot:
með hjálp ensíma, aðallega í lifur. Tilgangur: að auka vatnsleysanleika.
Hvar fer umbrot aðallega fram?
Í lifur, með hjálp ensíma. Ensím breyta efnum þannig að þau verði vatnsleysanlegri svo við getum skilið þau út.
Hvað þýðir að efni sé komið með handfang?
Það þýðir að það eigi auðveldara með að hvarfast við önnur efni. Cytochrome veldur einfaldri oxun, breytir efnum í alkóhól, þá er efnið komið með handfang fyrir viðbótarhvarfið.
Cytochrome P450 setur handföng á efnin. Cytochrome finnst í frymisnetinu, þar fer oxun framandi efna fram.
Önnur I. Stigs ensím, fyrir utan Cyt P450.
sterasar, amidasar, dehydrogenasar, reductasar.
Paracetamól?
er hvarfefni P450 isoenzyma.