Lyfjafræði spuringar-ýmislegt Flashcards
Helmingunartími?
Með helmingunartíma er átt við þann tíma sem það tekur styrk lyfs í blóði að minnka um helming. Helmingunartími er háður dreifingarrúmmáli og hraða útskilnaðar. Ef meira rúmmál þá verður hægari útskilnaður og helmingunartíminn er langur. En hann er stuttur ef minna rúmmál og hraðari útskilnaður þar af leiðandi. Mikilvægt er að vita helmingunartíma lyfja svo við vitum hve lengi lyfin sem við gefum eru í blóðinu og geta haft áhrif, það gefur okkur einnig
vísbendingu um hversu oft gefa skal lyfið.
Hvað er lyfjahvarfafræð
Frásog (lyf frásogast frá skömmtunarstað yfir í blóð), dreifing (lyf dreifist með blóði um líkama að verkunarstað), umbrot (lyf efnabreytist í virkari/óvirkari efni), útskilnaður (lyf skilst útúr líkamanum).
Hvernig er frásogs leið lyfja á verkunarstað?
Fyrst þarf lyfið að fara yfir himnur frá frásogstað yfir í blóðbraut, svo frá blóðbraut yfir í frumu þar sem verkun fer fram.
Nefnið frásogsstaði:
meltingarvegur (munnur, tunga, endaþarmur), lungu, yfir önnur þekjulög (húð, leg, augu,nef), innsprautun (í eða undir húð, í vöðva, í heila- og mænuvökva, í æð).
Hvaða þættir ákvarða frásog í meltingarfærum?
Leysni úr lyfjaformi, flutningshraði flæðis háður jónun og fituleysanleika, magatæmingarhraði, blóðflæði í þarmaslímhúð, niðurbrot eða oxun í meltingarfærum, önnur efni í meltingarvegi.
Hvað þýðir nýting lyfs?
Nýting lýsir magni lyfs í blóði eftir frásog borið saman við gjöf þess beint í æð.
Hvað þýðir aðgengi lyfs?
Lýsir hversu mikið og hve hratt lyfið kemst í blóðrás.
Dreifing
..
Hvaða þættir ráða hvað mestu um dreifingu lyfja?
Próteinbinding í plasma, himnugegndræpi, binding í vefjum
Próteinbinding?
Próteinbinding í plasma: meðan lyf er bundið próteinum hefur það ekki verkun en bindingin hefur mikla þýingu í sambandi við helmingunartíma. (ef að lyf bindst próteini þá fer það ekkert út úr plasmanu, mikil binding – minni dreifing).
Afhverju stjórnast flutningur lyfja milli líkamshólfa?
Gegndræpi himna, bindingu í hólfunum, pH, fituleysanleika.
Útskilnaður
..
Hvar eru flest lyf skilin út?
Í nýrum. Síun, endurupptaka, seytun.
Hvað er mest notað til að áætla skömmtunarhraða?
Helmingunartími lyfs. Hann er háður dreifirúmmáli og hraða útskilnaðar: meira rúmmál – hægari útskilnaður og langur helmingunartími, minna rúmmál – hraðari útskilnaður og stuttur helmingunartími.
Úthreinsun (clearance):
úthreinsun = síun – enduruppsog + seyting. Úthreinsun = hraði brotthvarfs/C.
meira um helmingunartíma ?
Helmingunartími getur breyst með aldri eða vegna lifrarsjúkdóma. Mest notað til að áætla skömmtunartíma. Brotthvarf flestra lyfja er háð blóðþéttni.
Umbrot
..
Frásog:
lungu, húð, meltingarvegur. Meiri fituleysanleiki => meira frásog.
Útskilnaður:
þvag, gall, saur, útöndun, sviti. Meiri vatnsleysanleiki => meiri útskilnaður.
Umbrot:
með hjálp ensíma, aðallega í lifur. Tilgangur: að auka vatnsleysanleika.
Hvar fer umbrot aðallega fram?
Í lifur, með hjálp ensíma. Ensím breyta efnum þannig að þau verði vatnsleysanlegri svo við getum skilið þau út.
Hvað þýðir að efni sé komið með handfang?
Það þýðir að það eigi auðveldara með að hvarfast við önnur efni. Cytochrome veldur einfaldri oxun, breytir efnum í alkóhól, þá er efnið komið með handfang fyrir viðbótarhvarfið.
Cytochrome P450 setur handföng á efnin. Cytochrome finnst í frymisnetinu, þar fer oxun framandi efna fram.
Önnur I. Stigs ensím, fyrir utan Cyt P450.
sterasar, amidasar, dehydrogenasar, reductasar.
Paracetamól?
er hvarfefni P450 isoenzyma.
Lyfjaviðtakar og verkanir lyfja
..
Hvað eru lyfjaviðtakar?
Iðulega stórar starfslega mikilvægar sameindir í frumum. Hefðbundnir frumuviðtakar (receptor), jónagögn, ensím og burðarsameindir.
ED50 ?
er hugtak sem notað er til að spá fyrir um virkni lyfja. Sá skammtur sem gefur ½ hámarksverkun.
LD50 ?
sá skammtur er drepur 50% dýranna, ED50 = sá skammtur er gefur ákveðna verkun í 50% tilfella. Lækningarlegur stuðull = LD50/ED50 – hlutfallið segir okkur hvað þarf að stækka skammtinn mikið frá því að fá æskilega verkun í helmingi dýranna þar til við förum að drepa helming af dýrunum.
Ensím:
Hvaða tveir hindrar eða antagonistar eru til?
Samkeppnishindrar (reversible) og ekki-samkeppnishindrar (irreversible).
Hvað er agonisti?
Agonisti verkar með að örva frumuna (adrenalín). Ef við gefum adrenalín er það að gera nkl það sama og andrenalínið í líkamanum sjálfum en með því að gefa það sem lyf getum við stjórnað því.
Hvað er antagonisti?
Antagonisti hindrar eðlilega örvun gegn viðkomandi viðtaka (beta blokkari (hjarta-/blóðþrýstingslyf)).
Jónagöng:
Blocker?
kalsíum ganga blokkarar (blóðþrýstingslyf).
Modulator:?
bensódíazepín (róandi lyf -GABA-viðtaka).
Burðarsameindir:
Inhibitorar: omeprazól (öflugt magalyf)
False substrate: methyldopa (parkinson lyf) / amfetamín.
Hjáverkanir lyfja
..
Hvernig eru hjáverkanir lyfja skilgreindar?
Allar þær verkanir lyfja sem eru umfram þá verkun sem sóst er eftir til lækninga hverju sinni. Þær flokkast í aukaverkanir og eiturverkanir
Aukaverkanir?
hvimleiðar en ekki lífshættulegar, oft í lyfjum sem verka á fleiri en eitt líffæri.
Eiturverkanir?
lífshættulegar. Geta verið vegna of stórra skammta eða vegna skemmda á líffæri eða líffærakerfi.
Hjáverkanir?
lyfja valda 4-5% af innlögnum á lyflæknisdeildir sjúkrahúsa og þær koma fyrir í 5-6% sjúkrahúsinnlagna.
Flokkun hjáverkana lyfja:
Skammtabundnar hjáverkanir: samhengi milli sameindagerðar lyfs, skammta og hjáverkunar.
Ofnæmi: samhengi milli sameindagerðar lyfs og hjáverkunar, samhengi við skamma óvisst.
Geðþóttaverkanir: ekkert samhengi milli sameindagerðar lyfs, skammta og hjáverkunar - lyfleysuverkanir.
Kjarnaskemmdir: langur tími líður frá verkun til hjáverkunar: krabbamein og erfðagallar.
Fósturskemmdir: geta verið vegna lyfs eða umbrotaefnis.
Hjáverkanir lyfja?
geta verið tengdar aðalverkun lyfsins: betablokkarar við háþrýstingi hafa áhrif í fleiri líffærakerfum, hjarta: hægja á hjartslætti, lungu: valda berkjusamdrætti. Ef hjáverkanir eru ekki tengdar aðalverkun lyfs eru þær oft orsakaðar af niðurbrotsefnum.
Hvað eru geðþóttaverkanir (placebo)?
Lyf eða önnur efni sem ætlað er að hafa áhrif en vitað er að þau gera það ekki, amk. í þeim skammti sem gefinn er. Oft einnig kallað lyfleysuverkun.
Neikvæðar geðþóttaverkanir Nocebo:
valda aukaverkunum.
Jákvæðar geðþóttaverkanir Placebo:
Bæta ástand
Hverjar geta verið orsakir kjarnaskemmda?
Skemmdir í frumukjörnum (skemmdir á litningum eða genum), stökkbreytingar, genaskemmdir af völdum efna.
Stökkbreytingar: breytingar í genum sem erfast við frumuskiptingu til nýrra fruma.
Hvenær eru mestu líkurnar á kjarnaskemmdum?
Þegar frumuskiptingar eru í gangi. Hjá fóstrum og kynfrumur (einkum hjá konum).
-
Hvaða lyf eða efni geta valdið krabbameini?
Genotoxic: efni sem valda stökkbreytingum – primer: virka beint á DNA, secunder: niðurbrotsefni virka á DNA.
Hjáverkanir lyfja 2
..
Hvað er ofnæmi gegn lyfjum?
Áunnið fyrirbæri af völdum margs konar efna sem felur í sér viðbrögð ónæmiskerfisins líkamanum í óhag og leiðir til sjúklegs ástands eða sjúkdóma er þarfnast meðferðar.
Gerðir ofnæma:
týpa I – bráðaofnæmi. Týpa II – frumuborðsofnæmi. Týpa III – fléttuofnæmi. Týpa IV – frumubundið ofnæmi.
Ofnæmi af gerð I – ofnæmislost: lágur blóðþrýstingur, berkjuþrenging, útbrot o.fl.
Ofnæmi af gerð II: blóðleysi, fækkun á hvítkornum, blóðflögufækkun.
Ofnæmi gerð III: ofnæmisvaki og mótefni. Falla út í nýrum, liðum og æðum.
Ofnæmi af gerð IV: T-hjálparfrumur 1 og 2. Húðbrot. Sjálfofnæmissjúkdómar.
Hver er meðferð við ofnæmi?
Fjarlægja ofnæmisvöld, draga úr svörun ofnæmiskerfisins, sterar, andhistamín.
Meðferðarprófun
…
Hver er tilgangur klínískra lyfjarannsókna?
Meta öryggi og virkni lyfja.
Hverjar eru forsendurnar fyrir því að lyf séu viðkennd?
Það verður að vera laust við utanaðkomandi óvænt áhrif, verður að nota á einn sjúkdóm, virkunartími verður að vera ljós, verkun verður að sjást í kjölfar töku lyfsins svo víst sé að áhrifin séu lyfsins, lyfið verður að prófa á mönnum í kjölfar dýratilrauna.
Randomisering?
einstaklingur í rannsókn fær annað hvort lyf eða lyfleysu og er það tilviljun háð hvort verður.
Blindun?
einstaklingum í rannsókninni er ekki ljóst hvort þeir fá lyf eða lyfleysu. Tvílblind rannsókn – þá er rannsóknaraðilum ekki heldur kunnugt um hvora tegundina hver þátttakandi fær. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir skakka.
Í prótokoll (rannsóknarlýsing)
er nákvæm áætlun um framkvæmd rannsóknar, til að tryggja öryggi og heilsu þátttakenda og sjá til þess að rannsóknin sé framkvæmd á sama hátt á öllum rannsóknarstöðum.
Pre klínískar rannsóknir?
rannsóknir á rannsóknarstofum og á dýrum. Finna virkni (nægilega og ekki of háa skammta), aukaverkanir og lyfjavirkni.
Fasi 0: tilraunir á mönnum. Lyfjavirkni en ekki virkni eða aukaverkanir.
Fasi I: metin er virkni, aukaverkanir og lyfjavirkni. Fylgst með þátttakendum allan sólarhringinn.
Fasi II: stór hópur þátttakenda. Skammtar metnir. Fylgst með aukaverkunum.
Fasi III: randomiseruð (placebo). Lokamat á virkni lyfsins.
Fasi IV: frekari skoðun lyfs eftir að það hefur fengið söluleyfi.
Bólgueyðandi verkjalyf
..
Hvaða bólgueyðandi verkjalyf eru mest notuð í dag?
Non-steroidal anti-inflammatory drugs – NSAID, Coxíb lyf og Salílyf (magnýl) - Acetýlsalicýlsýra.
Hverjar eru þrjár meginverkanir bólgueyðandi verkjalyfja
Bólgueyðandi, verkjastillandi, hitalækkandi.
Hver eru hitalækkandi áhrif?
Hamla prostaglandinmyndun líkt og bólgueyðandi verkun. Verkar á COX í hypothalamus
Hver eru verkjastillandi áhrifin?
Hamla prostaglandínmyndun. - prostaglandín auka áhrif ýmissa boðefna á verkjataugar.
Hver er verkun bólgueyðandi verkjalyfja?
COX hömlun. COX 1 og 2, mikilvæg ensím til að framleiða prostaglandín.
Hjáverkanir NSAID:
eru frá meltingarvegi – magabólgur, magasár, blæðing (bólgueyðandi lyf draga úr myndun blóðflagna), niðurgangur. Nýrum – skert starfsemi (truflun á blóðflæði og saltútskilnaði), blóðþrýstingslækkun. Húð – útbrot. Beinmergur/blóð – bæling á framleiðlsu, rauðblóðkorn, hvítblóðkorn, blóðflögur. Lungu – geta valdið astma.
Meðferð við hjáverkum frá meltingarvegi:
lyfið misoprostol með prostaglandíni verndar slímhúð og fyrirbyggir áhrif á COX1 hemlun í meltingarvegi. Misoprostol hefur staðbundin áhrif á maga, fer ekki útí blóðið og dreifist því ekki um líkaman. Það er líka hægt að gefa sýruhamlandi lyf (omeprazole – Nexíum).
NSAID sem vert er að þekkja:
Vægt: Íbúprófen – stuttur helmingunartími.
Miðlungs: Naproxen, Díklófenak – miðlungs helmingunartími.
Kröftugt: indomethasín – langur helmingunartími.
Á hvað virkar Coxíb lyfið?
Það verkar nær sérhæft á COX-2 ensímið. Það er COX-2 hamlari.
Hvar er COX-1?
Flestum vefjum – blóðflögum, meltingarvegi og nýrum.
Hvar er COX-2?
Á bólgusvæðum, forstigum æxla, græðslu sára.
Hverjir eru kostir Coxíb lyfja?
Þau hafa ekki áhrif á blóðflögur, minni áhrif á meltingarveg.
Hverjir eru ókostir Coxíb lyfja?
Geta skert blóðflæði í nýrum og valdið háþrýstingi. Þau hafa verið tekin af almennum markaði vegna aukinnar áhættu á kransæðastíflu og dauða.
Hvaða áhrif hefur Acetýlsalicýlsýra?
Mikil COX-1 verkun: mikil áhrif á blóðflögur, varanleg blokkun á blóðflögur. Verkun kemur fram við lága skammta. Lítil COX-2 verkun: bólgueyðandi og verkjastillandi verkun kemur einungis fram við hærri skammta.
Acetýlsalicýlsýra?
Magnýl – áður mikið notað sem verkjalyf.
Hjartamagnýl – verndandi gegn kransæðasjúkdómum, hugsanlega verndandi gegn krabbameini í ristli
Hverjar eru hjáverkanir Acetýlsalicýlsýra?
Meltingarvegur (svipað og NSAID). Blóðflögur – aukin hætta á blæðingum. Truflun á sýru-basa jafnvægi. Reye’s syndrome – sjaldgæft en lífshættulegt, fyrst og fremst ASA notkun í veirusýkingum hjá börnum.
Hvaða áhrif hefur Parasetamól – Panodil?
Verkjastillandi og hitalækkandi. Væg eða engin bólgueyðandi áhrif.
Hver er verkun parasetamóls?
Verkunarmáti er nokkuð óviss en talið verka á COX-ensýmið. Hugsanlega er verkun þess á COX fyrst og fremst í MTK en áhrif sennilega lítil í bólgufrumum.
Hverjar eru hjáverkanir parasetamóls?
Fáar en geta verið hættulegar. Lifrarskemmdir, húðútbrot.
Lyfjagerðir parasetamóls:
Panodil, paratabs, töflur, freyðitöflur, endaþarmsstílar, mixtúra, blandað kódeini – parakód, parkódín.
Lyfjafræði stera:
..
Úr hverju eru sterar myndaðir og hvar?
Úr kólesteróli. Í nýrnahettum.
sterar?
Sterar geta verið barksterar (sykurvirkir og saltvirkir) og kynhormón (östrógen, andrógen, gestagen
Saltsterar?
Aldósterón hefur áhrif á vatns- og saltbúskap líkamans. Eykur endurupptöku Na. Eykur útskilnað K og H. Flókin stjórnun. Viðtæki aðeins í fáum gerðum fruma.
Sykursterar?
Cortisol, corticosteron hafa áhrif á sykur og prótein búskap; minnka upptöku og notkun á glúkósa, aukin glukonegenesis (myndun glúkósa úr próteinum og fitu), aukning á glykogen birgðum, minnkuð próteinmyndun og aukið niðurbrot.
Hvernig er virkni sykurstera?
Hún er andstæð insúlín virkni; stuðlar að niðurbroti vefja, hækkar blóðsykur, eykur nýmyndun glúkósa, eykur niðurbrot fitu, breytt fitudreifing. Dregur úr frásogi Ca í þörmum og eykur útskilnað. Vinnur gegn gróningu sára. Eykur endursog Na en útskilnað K og H í nýrum.
virkni sykurstera?
draga úr tjáningu COX-2 og þar myndun prostaglandína. Dregur úr losun histamíns úr mastfrumum. Draga úr myndun IgG, draga úr myndun cýtókýn (bólgumiðla). Sykursterar eru notaðir sem bólgueyðandi meðferð, á nefbólgur, húðbólgur, augnbólgur, astma, langvinna lungnateppusjúkdóma.
Hver er staðbundin notkun sykurstera?
liði, í augu (smyrsli og dropar), í nef, lungu, munn, eyru, endaþarm, leggöng.
Við hverju eru sykursterar meðal annars notaðir?
Við innkirtlavandamál (vanstarfsemi nýrnahetta o.fl), ónæmisbælingu, bæling á bólgusvörum. Ónæmisbælandi meðferðir: ofnæmi, sjálfsofnæmissjúkdómar.
Illkynja sjúkdómar: með frumudrepandi lyfjum við ákveðna sjúkdóma, til að draga úr heilabjúg, til að draga úr ógleði tengdri krabbameinslyfja meðferð.
Sterk verkjalyf
..
Sterk verkjalyf ?
Við áverka losna efni sem örva taugaendana og boð um sársauka fara um afturhorn mænu um tractus spinothalamicus upp í heila. Það eru mörg hlið á leiðnni sem reyna að bæla þetta sársaukaviðbragð.
Opioid lyf?
Opioid lyf geta verið til í nátturunni eða framleidd. Morfín er viðmiðunarlyfið. Opíum er unnið úr plöntu og hefur verið notað öldum saman við verkjum, niðurgangi, svefnleysi og einnig vegna vímunnar.
Ópíum viðtæki?
talið tengjast verkunum og aukaverkunum morfíns. K: virkar á verkjaboð um mænu. Einnig geðræn áhrif svo sem slæving og þunglyndi.
Hreinir agonistar?
lyf með morfín-líka verkun.
Antagonistar?
hafa litla eiginverkun en hamla verkun agonista. Setjast á viðtækin og blokkera þá þannig að það kemst enginn annar að.
Við samfellda gjöf á opíötum?
myndast alltaf líkamlegt þol. Við þolmyndun styttist verkunartími og gefa þarf oftar eða stærri skammta. Þegar hætta á meðferð þarf að minnka skammta smátt og smátt vegna líkamlegs ávana (þol)
Morfín?
helmingunartími ca.2-3,5 klst. Verkjastilling 4-6 klst.
Hvað brotnar morfín niður í og hvað veldur verkjastillingunni?
3-glúkóróníð, 6-glúkóróníð sem hefur helmingurtíma 4 klst. og það veldur verkjastillingunni.
Hvernig er morfín gefið?
Per os, per rectum, stungulyf (um húð, vöðva, í æð, epidural eða mænuleggir).
Ábendingar
erkjastilling og andnauð t.d. við hjartabilun og sjúkdóm í lungum.
Hverjar eru aukaverkanirnar af morfíni?
Meltingarvegur – ógleði, seinkuð magatæming, minnkuð losun á meltingarsafa, munnþurkur, hægðatregða, gallkrampi. Öndunarfæri – berkjuherpingur, varúð hjá astmasjúkingum - histamínlsoun, öndurslæfing. Hjarta og æðakerfi – réttstöðubundið blóðþrýstingsfall. Þvagfæri – þvagteppa. Miðtaugakerfi – rugl, syfja, óstöðugleiki, fíkn. Húð – roði við stungustað (histamínlosun).
Loperimide (Imodium)?
notað við niðurgang.
Fentanýl?
gefið í æð og nær eingöngu notað í svæfingum. 100 sinnum virkara en morfín.
Naloxone?
ópíata andefni (antagonisti). Meginábending er öndunarbæling vegna ofskömmtunar á ópíötum.
Kvíðastillandi lyf og svefnlyf ?
Flest geðlyf hafa áhrif á virkni taugamóta og hafa áhrif á taugaboðefni og/eða viðtaka þeirra.
Hvernig gerist það helst?
Endurupptaka/niðurbrot boðefnis er hindrað svo það helst í hærri styrk í taugamótum, hindra viðtaka svo að taugaboðefni kemst ekki að þeim, örva viðtaka beint eða óbeint, virkni viðtaka breytist með tímanum.
Geðlyf ?
þurfa að vera nægilega fituleysanleg til þess að komast inní MTK, þau þurfa að komast yfir BBB. Sum lyf geta aukið virkni lifrarensíma og leitt til þess að önnur lyf eru brotin hraðar niður (meira lyfjaþol).
Helmingunartími (t1/2) sá tími sem tekur blóðþéttni lyfs að helmingast niður. s.s. sá tími sem það tekur lyf að verða helmingi minna í blóði.
kvíðastillandi? (æskilegt!)
Æskilegt er að kvíðastillandi lyf séu aðeins notuð við mikil og alvarleg kvíðaeinkenni og í sem stystan tíma.
Prímer róandi lyf
eru benzódadíazepín (díezapam), barbitúröt, buspirone.
benzódadíazepín (díezapam)?
Benzódíazepín hefur sérhæfða verkun á GABA viðtaka í MTK. GABA boðefnið hemur taugaboð í MTK. Benzódíazepín bindast sérstökum benzódíazepín-viðtökum sem leiðir til aukinnar virkni GABA. Þau hafa einnig óbein áhrif á serótónín og noradrenalín viðtæki.
Hver er klínísk verkun benzódíazepín lyfja?
Róandi og kvíðastillandi, svefnframkallandi, vöðvaslakandi, krampastillandi, hindrar alvarleg fráhvarseinkenni eftir langvinna áfengisneyslu.
Hverjar eru ábendingar benzódíazepín lyfja, við hverju er það notað?
Það er notað við kvíða, róandi fyrir aðgerðir eða rannsóknir (maga-eða ristilspeglanir), það er gefið í æð til að stöðva alvarleg krampaköst, vöðvaslakandi hjá fólki sem þjáist af slæmum vöðvaspösmum eða tímabundinni mikilli vöðvaspennu.
Aukaverkanir?
sljóleiki og syfja, svimi, óstöðugleiki og drafandi tal, minnistruflanir og skert námsgeta, pirringur, hömluleysi, agression (sjaldgjæft), öndunarbæling, Bþfall, ofnæmi fyrir lyfjum.
Frábendingar:
lyfja- og áfengisfíkn, alvarlegir lungnasjúkdómar, öndunarbilun og lifrarsjúkdómar, meðganga og brjóstagjöf.
Flumazeníl
Flumazeníl snýr við áhrifum benzódíazepínlyfja.
Barbitúröt?
voru leyst af hólmi af benzódadíazepín 1960. Meiri hætta á öndunar- og hjartsláttarbælingu en af benzódíazepínlyfjum. Þol myndast fljótt og fíknihætta er veruleg.
Buspirone?
voru leyst af hólmi af benzódadíazepín 1960. Meiri hætta á öndunar- og hjartsláttarbælingu en af benzódíazepínlyfjum. Þol myndast fljótt og fíknihætta er veruleg.
Buspirone?
hefur áhrif á serótóninviðtaka ekki benzódíazepínviðtaka. Tekur 2-3 vikur að virka. Kvíðastillandi verkun ekki eins öflug og af benzódíazepínlyfjum, ekki mikið notað í dag.
Önnur lyf með kvíðastillandi verkun:
..
Beta blokkerar?(kvíða)
ekki eiginleg geðlyf heldur blóðþrýstings- hjartalyf (atenólól). Hamla adrenerga virkni autonom taugakerfis. Geta dregið úr líkamlegum kvíðaeinkennum, s.s. hjartslætti og skjálfta. Geta valdið BÞ falli. Valda berkjusamdrætti (varasöm fyrir astmaveika).
Andhistamín?
Aðalábending er ofnæmi. Andhistamín blokkera hisamínviðtæki og hafa því slævandi verkun. Aukaverkanir eru munnþurkur, aukinn hjartsláttur, hæging á hreyfingum meltingarvegar.
Þunglyndislyf?
sem hamla endurupptöku serótóníns og noradrenalíns hafa reynst gagnleg við langvinnum kvíðaeinkennum. Auka magn serótóníns og noradrenalíns í taugamótum. Aukin matarlyst og kyndeyfð getur verið vandamál. Fráhvarfseinkenni: svimi, höfuðverkir, kvíði, spenna og svefnleysi, geta komið fram ef þeim er hætt skyndilega.
Svefnlyf?
ákveðin benzódíazepín hafa skjóta svefn framkallandi verkun. Lyf með styttri helmingunartíma valda síður áhrifum daginn eftir. Non-benzódíazapín lyf með verkun á GABA viðtæki virka hratt og eru öll stuttverkandi, mjög mikið notuð lyf og sennilega of mikið, geta valdið ávana, fíkn og fráhvörfum. Svefnlyf geta haft svokölluð paradox áhrif sem lýsa sér með óróleika, æsingi og hvatvísri hegðun.
Geðrofslyf ?
..