Lokapróf Flashcards
Nefnið helstu frumefni sem lífverur eru settar saman úr
Kolefni, súrefni og vetni. 8 önnur mikilvæg frumefni s.s. Na, Mg, K, Ca, N,P,S og Cl
Afhverju eru eru samgild efnategni sterkari en ósamgild?
Til að rjúfa samgild tengi þarf utanaðkomandi orku og þau eru einnig sterkari vegna þess að atómin tengjast saman með því að deila rafeindum
Hver eru helstu hólf líkamans?
3 helstu hólf líkamans eru höfuð, kviðarhol og brjósthol. Einnig er líkamanum skipt í vökvahólf sem frumuhimnan aðskilur, utanfrumuvökvi og innanfrumuvökvi.
Hver eru 4 helstu verkefni frumuhimna við að halda frumum og umhverfi aðskildum?
Helstu verkefni frumuhimnunnar er: aðskilnaður frá umhverfi - aðskilur innanfrumuvökva frá utanfrumuvökva . Stjórnar inn- og útflæði efna úr frumu, samskipti frumunnar við umhverfið, prótein í frumuhimnu viðhalda frumulögun - prótein mynda einnig frumutengi.
Frumulíffæri
Kjarninn: Stjórnstöð frumunnar, inniheldur DNA ásamt RNA og próteinum. Umlukin tvöfaldri , götóttri himnu - nauðsynleg fyrir samskipti við umfrymið. Kjarnakorn framleiðir ríbósóm
Peroxixomes (oxunarkorn): hafa hlutverk að gegna við niðurbrot langra fitusýra og við oxun þar sem að súrefni er notað beint
Leysosmes (leysikorn): hafa hlutverk við niðurbrot frumuhluta og ýmissa stórsameinda
Deilikorn (centrioles): eru microtubules og stjórna hreyfingu DNA í frumuskiptingu
Frymisnet (ER): kornótt frymisnet - próteinmyndun -> ríbósóm. Flutningsbólur flytja nýmyndað prótein að golgikerfinu. Slétt frymisnet - án ríbósóma, framleiðsla á fitusýrum, sterum, lípíð, Ca2+ geymsla í vöðvafrumum, afeitrar og óactiverar lyf í frumum nýrna og lifrar
Hvatberar: orkustöð frumunnar
Hverjar eru helstu tengingarnar á milli frumna og hver er mismunurinn á milli þeirra (sbr. mynd 3.8 b,c,d)
3 megingerðir frumutengja: 1. gatatengi: bein og hröð frumu-frumu samskipti gegnum umfymisbrýr (göt). Próteinið sem myndar gatatengin heitir connexin. Mikilvægt fyrir efnaskipti og rafboð (t.d. í hjarta- og sléttum vöðvum).
- Þétttengi - tengir saman aðlægar frumur og takmarka flutning efna á milli frumnanna. Próteinin sem mynda þétttengi eru claudin og occludin. Mikilvægt svo frumur geti stjórnað hvaða efni komast í þær. Mynda t.d. blood brain barrier sem er mjög góð stjórnun á hvaða efni komast í heilann.
- Smellur - festa frumur hvor við aðra (cell-cell fasting, cadherin prótein) eða við utanfrumu matrix (integrin prótein) stoppa ekki flutning efna t.d. í húð. Talið að smellur eigi þátt í matastasa (meinvörpum) krabbameinsfrumna.
Flokkar, undirflokkar og starfsemi mismunandi epthelium?
Eptelium (þekjuvefur) verndar innri og ytri hluta líkamans og stjórnar útlutningi efna inn í líkamann.
Yfirborðsþekja - húðþekjan, meltingarþekjan, öndunarfæri o.fl. kemur í veg fyrir að bakteríur komist inn t.d. í gegnum húð.
Kirtilþekja: seytir efnum t.d. hormónum í blóðið eða út á yfirborð líkama (sviti, slef).
Epthelium er flokkað eftir byggingu - yfirborðsþekja liggur á yfirborði líkaman eða þekja innri hluta rása og líffæra innra hol (þarmar, öndunarvegur, munnur, þvagrás, æðar, o.fl.) kirtilþekja sem nýmyndar og seytir efnum.
Eftir hlutverki: exchange epthelia -> skipti á efnum yfir vefinn, t.d. loftskipti í lungum.
Transporting epthelia -> Stjórnar flutningi á efnum inn og út úr líkamanum. Aðallega í meltingarvegi og nýrum.
Ciliated epthelia -> mep bifhár til að flytja t.d. slím og agnir í öndunarveginum.
Protective epithelia -> varnarlag t.d. í húð og munn.
Secretory epithelia -> seytir efnum.
Flokkar connective tissue. Hver þeirra er fljótandi?
Stoðvefur (connective tissue): laus stoðvefur - teygjanlegt. Liggur undir húð. Stuðningur fyrir litla kirtla. Bein og brjósk, engar æðar í brjóski.
Þéttur stoðvefur: bæði óreglulegur og reglulegur, sinar (tengja vöðva í bein ), liðbönd (tengja bein við bein). Kollagen trefjar dóminerandi, himna utan um vöðva og taugar.
Blóðvefur - fljótandi plasmi (matrix ásamt hvítu og rauðu blóðkornunum, blóðflögur.
Fituvefur (adipose tissue): fita fyllir upp í fitufrumu (white/brown fat). Veitir byggingarlegan stuðning fyrir líkamann. Verndar einnig líkamann fyrir hnjaski og utanaðkomandi óboðnum gestum eins og bakteríum.
Blóðvefur er fljótandi, allt nema bein er seigfljótandi.
Hvar í frumunni fer fram niðurbrot eftirfarandi efna fram: glúkósi, Acetyl Coa, pyruvate?
Niðurbrot glúkósa fer fram í frymisvökvanum (cytosol)
Niðurbrot Acetyl CoA fer fram í hvatbera
Niðurbrot pyruvate fer fram í frymisvökva (cytosol)
Hvar fer umritun gena fram? En þýðing yfir í prótein?
Umritun gena fer fram í kjarnanum (mRNA) og þýðing yfir í prótein fer fram í frymisvökva. Próteinin eru mynduð í kornótta frymisnetinu og full kláruð í Golgi kerfinu.
Skýrið út hvað gerist ef við neytum A: meiri sykur en við þurfum? B: meiri fitu en við þurfum?
A: Umfram glúkósi breytist í þríglýseríð (fita) og er geymt í fituvef.
B: Umfram fita safnast saman í fituvef.
Hvað gerist þegar við föstum?
Þegar næringarefni frá máltíð eru ekki lengur í blóðrásinni og aðgengileg vefjum þá fer líkaminn yfir í fasted state eða föstuástand. Þegar næringarefnin í blóði fækka sækir líkaminn orku í geymsluforðann. Föstuástand er katabólískt (niðurbrots-) því frumur brjóta niður efnatengi stórra sameinda og er notað til að vinna vinnu.
Býr til glúkósa
Hvar eru glycogen birgðir í líkamanum, og í hvað er hægt að umbreyta þeim? En fitubirgðir?
Glycogen birgðir eru geymdar að mestu í lifrinni en einnig í vöðva. Það er hægt að brjóta niður í glúkósa. Fitubirgðir eru í fituvef og lifrinni, það er hægt að umbreyta þeim í ATP.
Er hægt að brjeyta amínósýrum/prótínum þannig að hægt er að nota þær í orku? hvaða leið er þá farin?
Vöðvaprótín eru brotin niður og amínósýrurnar geta nýst til myndunar ATP. Þegar ATP er myndað úr amínósýrum próteina þarf að rjúfa peptíðtengin á milli amínósýranna. Amínóhópurinn (NH2-) er fjarlægður í lifrinni eða notað til að búa til glúkósa.
- Amínóhópurinn er fjarlægður
- Kolefnin í lífrænu sýrunni sem myndast fara inn í glýkólýsuna eða sítrónusýruhringinn.
- Ammóníum jón (NH4+) sem fer auðveldlega í gegnum frumuhimnur myndast við efnaskipti amínósýra (getur valdið eituráhrifum)
- Ammóníum jónin (NH4+) skilast út sem þvag.
Hvar fer beta oxun fitusýra fram?
Beta oxun fitusýra fer fram í matrix í hvatbera. Beta frumur eru í brisinu.