Lokapróf Flashcards
Hvað hefur 70 kg maður mikið af járni í líkamanum
Um 4 g
Hvernig er skipting járn í líkamanum ?
65% í blóðrás sem hemóglóbín, 17% í lifur, milta og beinmerg sem ferritín eða hemosiderín (varabirgðir) og rest í mýoglóbíni, cytochrome o.fl ensímum
Á hvaða formi frásogar líkaminn járn ?
Ferric formi (+3)
Hvaða áhrif hefur C-vítamín á frásog járns ?
Myndar complex við járn og eykur oxun þessu úr ferric formi í ferrous form og eykur þar með frásogið
Hverjar eru ástæður járnskorts ?
Blóðtap, aukin þörf (meðganga, börn), skortur í fæðu eða truflað frásog
Hvaða aukaverkun getur fylgt parenteral járngjöf ?
Anaphylactoid reaction
Í hvaða ferli eru B-12 vítamín og fólínsýra mikilvæg ?
Myndun thymidilate kjarnsýru
Hvaða ábendingar eru fyrir fólínsýrugjöf ?
Megaloblastic anemia v/ fólínsýruskorts og sem forvörn hjá sjúklingum á methotrexate meðferð, þunguðum konum, fyrirburum og sjúklingum með króníska hemolysu
Hvaða ábendingar eru fyrir B-12 vítamín gjöf ?
Megaloblastic anemia vegna pernicious anemiu og sem forvörn við brottnám á maga eða terminal ileum
Hvaða sjúkdómum/klíníska ástandi veldur brenglun í serótónín framleiðslu ?
Mígreni, carcinoid carcinoma, kvíða og lyndisröskun
Hreint insúlínklóríð
1 mg = 24 einingar af insúlíni
Insulin lispro
Insulin analog, verkar hraðar en náttúrulegt insúlin, lysine-proline afleiður stökkbreyttar
Insulin glargine
Langvinnt insúlín, leysanlegri við súrt pH og stöðugra, aðeins breytt amínósýruröð
Lyfhrif insúlíns
Eykur flutning glúkósa yfir frumuhimnur, glýkógenmyndun í lifur, samtengingu TGA, uppbyggingu vöðvapróteina, lækkar blóðsykur
Hverjar eru frábendingar fyrir noktun biguanide lyfja ?
Lifrar- og nýrnabilun, alvarlegir hjarta- og lungnasjúkdómar, þungun
Hverjar eru aukaverkanir biguanide lyfja ?
Ógleði, uppköst, lystarleysi, mjólkursýrumyndun
Hverjar eru aukaverkanir sulfonylurea lyfja ?
Hypoglycemia, leukopenia
Hvernig virka alpha-glucosidasa hindrar og við hverju eru þeir notaðir ?
Draga úr frásogi kolvetna, notað við týpu II sykursýki
Exenatide
GLP-1 analog, smápeptíð upprunnið úr gila monster, eykur losun insúlíns
Gliptine
DDP-4 hindrar, hindra niðurbrot endogen incretina (GLP-1 og GIP) og auka þannig losun insúlíns
Hverjir eru helstu ókostir thiazolidinedione lyfja ?
Talið auka líkur á kransæðasjúkdómum
Hver eru einkenni hyperthyroidisma ?
Hjartsláttaróþægindi, heitfengi, svitamyndun, handarskjálfti, megrun, aukin matarlyst
Hvaða alvarlega aukaverkun getur fylgt thionamide lyfjum ?
Agranulycytosis
Hver er algengasta orsök hyperthyroidisma ?
Grave’s sjúkdómur
Hver er algengasta orsök hypothyroidisma ?
Hashimoto’s skjaldkirtilsbólga
Hverjar eru aðrar orsakir primer hypothyroidisma ?
Iatrogenic (brottnám, geislajoðsmeðferð), subacute lymphocytic/granulomatous tyroiditis, post-partum thyroiditis, lyf og ífarandi sjúkdómar (hemochromatosis, sarcoidosis)
Hver eru einkenni hypothyroidisma ?
Þreyta, kulvísi, hægðartregða, syfja, bjúgur, gleymni
Hver er meðferðin við hypothyroidisma ?
Thyroxin - levothyroxin gefið um munn eða liothyronine gefið i.v.
Hverjar eru helstu orsakir joðmengungar á Íslandi ?
Röntgenskuggaefni, þaratöflur og Amidarone
Hvaða lyf lækka bæði kólesteról og þríglýceríð ?
Fíbröt, gallsýrubindandi efni og nikotínsýra
Heparin induced thrombocytopenia
Aukaverkun heparins sem kemur fram 2-14 dögum eftir meðferð, mótefna-complex binst blóðflögum, veldur blóðflögufækkun og getur valdið thrombus
Hverjar eru ábendingar fyrir notkun K-vítamíns ?
Ef gefnir eru of stórir skammtar af K-vít, nýburablæðing, K-vít skortur (stíflugula, celiac disease o.fl)
Aflatoxin
Toxin frá Aspergillus flavus, krabbameinsvaldur og ónæmisbælandi, finnst oft í kornvörum, hnetum og fóðri
Ocharatoxín
Toxin sem berst með Aspergillus og Penicillin sveppum, veldur nýrnabilun og líklegur krabbameinsvaldur, finnst í kornvörum, kaffi, þurrkuðum ávöxtum, kjöti og rauðvíni
Botulinum toxin
Toxin frá Clostridium botulinum bakteríunni, banvænt í mjög litlum skömmtum, veldur hömlun á losun ACH og þar með lömun, finnst oft í illa niðursoðnum mat
Paralytic shellfish poisoning
Saxitoxin er taugaeitur sem þörungar í skelfisk mynda
Dioxin
Meðal eitruðustu efna, sterkur krabbameinsvaldur, hugsanlega áhrif á frjósemi og ónæmiskerfi, finnast alls staðar í umhverfi en í afar litlu magni og safnast upp í fæðukeðjunni
Hvaða aukaefni eru sérlega slæm fyrir fólk með astma ?
E-102, 120 og 220-228
Hver er verunarmáti örvandi lyfja ?
Valda aukningu á monoaminnum (auka losun/hamla upptöku), sérstaklega dópamíni og noradrenalíni á taugamótum
Methylphenidate (ritalín)
Örvandi lyf sem er notað við drómasýki og athyglisbrest með ofvirkni, mjög stuttverkandi
Hver eru áhrif örvandi lyfja ?
Örva hreyfingu, vellíðunartilfinning, minnkaður svefn, lystarleysi, aukið úthald, hækkaður BÞ, hægja á þarmahreyfingum, bætt líkamleg og andleg frammistaða
Aukaverkanir örvandi lyfja
Kvíði, svefntruflanir, hækkaður BÞ, lystarleysi, eirðarleysi, pirringur, panic köst, paranoia, ofskynjanir (geðrofseinkenni), stereotypiskar hreyfingar
Hvers vegna er hægt að nota methylphenidate við athyglisbrest þó að þol myndist fljótt við því ?
Þol myndast fljótt við euphoriskum áhrifum og áhrifum á matarlyst, en síður við áhrifum á einbeitingu
Hver eru fráhvarfseinkenni örvandi lyfja ?
Mikil þreyta og orkuleysi, depurð, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, aukin matarlyst
Concerta
Nýlegt langvinnt lyfjaform af methylphenidate
Modanafil
Hömlun á upptöku dópamíns, notað við drómasýki og off-label í þunglyndi
Hvað gerist ef lyf hrindir öðru lyfi úr próteinbindingu ?
Minni heildarþéttni lyfsins í plasma, aukin þéttni óbundinna lyfjasameinda í plasma og vefjum, aukin lyfjaverkun, aukin hraði umbrota/útskilnaður
Efni sem umbrotna hraðar vegna ensíminnleiðslu
Testosterone, estradiol, barksterar, díkúmaról, phenytoin, þríhringlaga þunglyndislyf, warfarin
Hverjir eru ókostir þess að gefa konum eftr tíðahvörf estrógen ?
Aukin hætta á bláæðasegum, brjóstakrabbameini, kransæðasjúkdómi og heilaæðasjúkdómi
Denosumab
Einstofna mótefni gegn RANKL, hindrar osteoclasta, minnkar niðurbrot beina, eykur beinmassa, minnkar líkur á beinbrotum, dýrt, notað ef önnur lyf þolast/duga ekki
Hver er RDS af D-vítamíni fyrir 10-70 ára ?
600 ein
Hver er RDS af kalki ?
800-1000 mg
Hvaða þrjár tilgátur eru uppi um orsök mígreni ?
Aukið blóðflæði, taugavefsuppruni, ónæmisviðbrögð
Hvaða lyf eru notuð fyrirbyggjandi við mígreni ?
Beta-blokkerar, dópamín antagonistar og 5-HT2 antagonistar
Hvaða lyf eru notuð í bráðameðferð við mígreni ?
Einföld verkjalyf, ergotamine (5-HT1D partial agonist), sumatriptan, zolmitriptan (5-HT1D agonistar)
Úr hvaða amínósýru er NO myndað ?
L-arginine (og súrefni)
Sildenafil
Hindrar phosphodiesterasa sem veldur niðurbroti á cGMP, eykur slakandi áhrif NO
Hver eru hlutverk NO ?
Stjórn á BÞ og blóðflæði á ákv. svæði (æðaþel), hindra kekkjun blóðflagna, vörn gegn örverum, boðefni í MTK (minni, matarlyst, sársauki), boðefni í MTK (magatæming, penile erection)
Hvernig er hægt að koma lyfjum fram hjá BBB ?
Mannitol, Cereport, tengja við fitusækið element eða mótefni, nanoparticles
Memantine
Antagonisti á NMDA viðtaka, geta minnkað skaða við heilablóðfall
Domoate
Taugaeitur úr skelfiski sem binst kainate viðtökum
Hvar er mest af glycine taugaboðefni í MTK ?
Í mænu
Hvar er histamín aðallega boðefni í heilanum ?
Tuberomammary kjarna
Gefitinib
EGF viðtaka antagonisti á astrocytum, notað við heilakrabbameini
Neurotropiskir factorar
Peptíð eða vaxtarþættir, virkja yfirleitt tyrosine kínasa viðtaka, áhrif á taugahrörnun
Hvað er algengasta peptíðið í cortex ?
Neuropeptíð Y
Hvaða göng hafa flest svæfingarlyf áhrif á ?
GABA-A jónagöng
Hvaða svæfingarlyf hindra NMDA viðtaka ?
Ketamín, glaðloft og xenon
Hvaða þættir hafa áhrif á upptöku innöndunar svæfingarlyfja ?
Uppleysni í blóði og fitu, öndunartíðni, blóðmagn og hjartsláttartíðni
Pethidín
Morfínskylt lyf sem er notað í fæðingu því það dregur ekki saman vöðva í legi
Naloxone
Ósérhæfður ópíóíð antagonisti, notað gegn ópíóíð eitrunum og hjá nýburum þar sem mæður hafa fengið ópíóíð verkjalyf við fæðingu