Lögfræði Flashcards
Réttarreglur
Reglur samfélagsins sem segja okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Þær eru settar til að tryggja að allir viti hvernig þeir eiga að haga sér, og að allt gangi upp á réttlátan og öruggan hátt.
Réttarheimildir
Þau gögn, reglur eða sjónarmið sem lögfræðingar, stjórnvöld og dómstólar nota til að leysa lagaleg mál. Þær segja okkur hvað telst vera rétt og lögmætt samkvæmt gildandi lögum.
- Sett lög
- Reglugerð og önnur stjórnvaldsfyrirmæli
- Bráðabirgðalög
- Réttarvenja
- Fordæmi
- Lögjöfnun
- Meginreglur laga
- Eðli máls
- EES samningurinn
Óskráðar réttarheimildir
Ekki formlega skráðar í lög eða stjórnarskrá
Réttarvenja
Fordæmi
Lögjöfnun
Meginreglur laga
Eðli máls
Skráðar réttarheimildir
Sett lög
Reglugerðir
Önnur stjórnvaldsfyrirmæli
65 grein stjórnarskránnar
Sett lög
- Stjórnarskráin, æðsta réttarheimild íslensk réttarkerfis.
- Setur fram grundvallarreglur um stjórnskipan ríkisins, réttindi borgara og þrískiptingu ríkisins. Sett lög eru sett fram af Alþingi og undirrituð af forseta íslands.
Reglugerðir
Settar af framkvæmdarvaldi, útfærslur af lögum sem Alþingi hefur samþykkt. Hafa minna vægi en Sett lög
Bráðabirgðalög
Lög sem forseti getur gefið út á milli þinga þegar brýna nauðsyn ber til.
Réttarvenja
-Að fólk hagar sér með tilteknum hætti í langan tíma því þeir hafa talið sér það heimilt eða skylt
-Er eldri réttarheimild en sett lög
Dæmi: Ef landeigendur leyfa öðrum að ganga um land sitt árum saman, gæti það orðið venja sem fær réttarvernd.
Fordæmi
- Að dómstólar styðjist við fyrri dóma, fyrri dómar hafa áhrif á úrlausn svipaðs máls í framtíðinni.
-Þetta þýðir að sambærileg mál fái samskonar meðferð.
Lögjöfnun
Notuð þegar ekki eru til lög eða reglur sem eiga beint við tiltekið mál, en svipað lagaákvæði er til sem hægt er að nota með því að “jafna” því við málið
Meginreglur laga
-Almennar reglur sem liggja til grundvallar réttarkerfinu og endurspegla anda og tilgang laga.
- Dómari reynir að lesa úr lagabálki úr ákveðni stefnu eða vilja löggjafans og finna þannig grundvallarreglu sem dæmt er eftir.
-Einföld skýring: Meginreglur laga eru eins og grunnreglur sem segja til um hvað sé rétt og sanngjarnt þegar ekki eru skýr lög til að fylgja.
Eðli máls
- Notuð þegar engin önnur réttarheimild á við.
- Fer eftir réttlætiskennd dómara
-Lögfræðingur eða dómari leitar lausnar á málinu með því að byggja á því sem er skynsamlegt, sanngjarnt og eðlilegt miðað við aðstæður.
EES-Samningurinn
- Mikilvægasti samningur sem ísland hefur gert.
- Að honum standa 3 EFTA ríki og ESB
-Meginatriði EES samninga er að tryggja fjórfrelsið á milli þeirra landa sem eiga aðild að EES samningnum og ESB
Eineðliskenningin
- Gengur út á að þjóðarréttur og landsréttur sé hluti sama réttarkerfisins
- Gengur út á að Alþjóðasamningar verða sjálfkrafa hluti af landsrétti þegar ríki fullgildir þá.
-Það ræðst af stjórnskipun ríkjanna sjálfra hvort fylgt sé eineðlis- eða tvíeðliskenningunni.
Tvíeðliskenningin
- Gengur út á að alþjóðasamningar verða ekki hluti af landsrétti fyrr en þeir eru innleiddir með sérstökum lögum eða reglugerðum í ríkinu.
-Ísland fylgir tvíeðliskenningunni.
Tvíeðliskenningin gerir ráð fyrir:
Að landaréttur og þjóðaréttur séu tvö aðskilin réttarkerfi.
Þrígreining ríkisvaldsins
- Löggjafavald
- Framkvæmdarvald
- Dómsvald
Löggjafarvald
- Er í höndum alþingis og forseta.
- Meginverkefni Alþingis er lagasetning og að leggja þar með grundvöllinn að starfi framkvæmdavaldsins og dómstóla.
— Einföld skýring: Löggjafavald er valdið til að búa til reglur (lög) fyrir samfélagið. Á Íslandi sér Alþingi aðallega um það.
Framkvæmdarvald
-Forseti og önnur stjórnvöld (ráðherra).
- Er valdið til að framfylgja lögum og sjá um daglega stjórn ríkisins.
- Hlutverk framkvæmdarvaldsins er að sjá til þess að lög sem Alþingi (löggjafi) setur séu framkvæmd.
Dómsvald
- Dómendur
- Er valdið til að skera úr ágreiningsmálum og ákveða hvort lög hafi verið brotin.
- Dómsvaldið er einungis í höndum dómara.
Dómsstigin þrjú í Íslensku réttarkerfi
- Héraðsdómur
- Landsréttur
- Hæstiréttur
6 týpur af ábyrgð
- Ábyrgð in solidum
- Ábyrgð pro rata
- Bein ábyrgð
- Óbein ábyrgð
- Takmörkuð ábyrgð
- Ótakmörkuð ábyrgð
Ábyrgð in solidum
- Hver ábyrgðarmaður fyrir sig ábyrgist alla skuldina.
Ábyrgð pro rata
- Hver ábyrgðarmaður ábyrgist aðeins sinn hluta skuldar