Lífeðlisfræði II Flashcards
Venjulega veldur munur í vökvaþrýstingi milli háræðar og millifrumuvökva flutningi á vökva_____ (inní/út úr) æð. Munur í osmótískum þrýstingi milli háræðavökva og millifrumuvökva stuðlar að flutningi vökva (inní/út úr) æð.
1) Inní: Inní
2) Inní: Út úr
3) Út úr: Út úr
4) Út úr; Inní
5) Ýmist 1 eða 2
4) Út úr; Inn í
Hvað af eftirtöldu á við um vaxtarhormón (GH)?
- Efni sem miðlar áhrifum GH á efnaskipti er myndað í lifur?
- GH hvetur myndun IGF-1 í lifur og mörgum öðrum frumugerðum.
- Einkenni sem líkjast einkennum sykursýki koma í ljós við óeðlilega lágt seyti GH
- Bæði IGF-1 og efni sem miðlar áhrifum GH á efnaskipti eru mynduð í lifur
- GH hvetur myndun IGF-1 í lifur og mörgum öðrum frumugerðum og einkenni sem líkjast einkennum sykursýki koma í ljós við óeðlilega lágt seyti GH
- GH hvetur myndun IGF-1 í lifur og mörgum öðrum frumugerðum.
Magn efnis sem skilið er út með þvagi er sem nemur því magni af efninu sem er____að viðbættu því magni efnisins sem er _____og að frátöldu því magni efnisins sem er_____
- Síað; endurupptekið, seytt
- Endurupptekið; Síað; seytt
- Seytt; Endurupptekið; Síað
- Síað; seytt; endurupptekið
- Endurupptekið; seytt; síað
- Síað; Seytt; Endurupptekið
Nýrun taka þátt í að stjórna styrk allra efna nema;
- Vatn
- Natríum
- Kalíum
- Fosfat
- Glúkósi
- Fosfat
Vökvinn í nýrnapíplum er ___við blóðvökva þegar hann kemur í Bowmans hylkið, ___við blóðvökva þegar hann kemur að Henles lykkju,____við blóðvökva þegar hann kemur neðst í Henles lykkju og _____við blóðvökva þegar hann kemur frá Henles lykkju í fjarpíplu
- Isosmotic; isosmotic; hypoostmotic; isosmotic
- Isosmotic;Isosmotic; hypooostmotic; hypoosmotic
- Isosmotic;isosmotic; Hypersmotic; Hypoosmotic
- Isosmotic; Isosmotic; hypoosmotic; Hyperosmotic
- Isosmotic;isosmotic;Hyperosmotic;Isosmotic
- Isosmotic; isosmotic; Hyperosmotic; hypoosmotic
Hver af eftirtalinna fullyrðinga á við um síun (GFR) í nýrum?
- Vökvaþrýstingur í bowmans hylki virkar gegn síun
- Síunarhraði takmarkast af hámarks flutningsgetu
- Allur blóðvökvi sem kemur til hnoðra er síaður
- Það er hvort tveggja rétt að vökvaþrýstingur Bowmanshylki virkar gegn síun og að síunarhraði takmarkast af hámarks flutningsgetu
- Það er hvort tveggja rétt að vökvaþrýstingurinn í Bowmanshylki virkar geng síun og að allur blóðvökvi sem kemur til hnoðra síast.
4.Það er hvort tveggja rétt að vökvaþrýstingur Bowmanshylki virkar gegn síun og að síunarhraði takmarkast af hámarks flutningsgetu
Eftir langvarandi líkamsþjálfun í miklum hita____tíðni boða frá þrýstinemum, sem leiðir til____í seyti á_____og þess vegna____endurupptöku____í nýrum.
- Hækkar; aukningar; reníni;meiri; natríumjóna
- Lækkar; aukningar; reníni; minni; natríumjóna
- Lækkar; aukningar; vasópressíni; meiri; vatns
- Hækkar; minnkunnar;vasópressíni; minni vatns
- Lækkar; Minnkunar; vasópressíni; meiri; vatns.
3.Lækkar; aukningar; vasópressíni; meiri; vatns
Hver eftirtalinna atriða lýsir best áhrifum aldósteróns?
- Aldósterón eykur Na+ seyti og endurupptöku K+ í safnrásum
- Aldósterón eykur Na+ endurupptöku og K+ seyti í nærpíplum
- Aldósterón hemur Na+ endurupptöku og K+ seyti í safnrásum
- Aldósteron eykur Na+ seti og endurupptöku k+ í nærpíplum
- Aldósterón eykur Na+ endurupptöku og K+ seyti í sanfrásum.
- Aldósterón eykur Na+ endurupptöku og K+ seyti í sanfrásum.
Þáttur nýrna stjórnar styrk vetnisjóna (H+) í utanfrumuvökva byggir á stjórnun…
- H´sem síast í nýrum
- H+ sem seytt er í nýrum.
- HCO3- sem skilst út með þvagi
- H+ sem bæði síast og er seytt í nýrum.
- H+ sem er seytt er í nýrum og HCO3- sem skilst út með þvagi.
- H+ sem er seytt er í nýrum og HCO3- sem skilst út með þvagi.
Nýrun svara of lítilli öndun (hypoventilation) með því að..
- Auka seyti H+ og auka endurupptöku á HCO3-
- Auka seyti H+ og minnka endurupptöku á HCO3-
- Minnka seyti H+ og auka endurupptku á HCO3-
- Minnka seyti H+ og minnka endurupptöku á HCO3-
- Ekkert af ofantöldum atriðum er rétt.
- Auka seyti H+ og auka endurupptöku á HCO3-
Í upptökufasa
- Breytir lifrin glúkósa í glýkógen
- Losar lifrin amínósýrur út í blóðið
- Losar lifrin glúkósa út í blóðið
- Losar lifrin ketóna út í blóðið
- Losar lifrin ketósýrur út í blóðið
- Breytir lifrin glúkósa í glýkógen
Í föstufasa miðast stjórn efnaskipta m.a við það að…
- Mynda glykógen, mynda þríglíseríð og nota glúkósa sem aðalorkugjafa
- Mynda glýkógen og nota fituefni sem aðalorkugjafa
- Nýmynda glúkósa, myda þríglýseríð og nota glúkósa sem aðalorkugjafa
- Nýmynda glúkósa og nota fituefnin sem aðalorkugjafa
- Ekkert að ofangreindu.
- Nýmynda glúkósa og nota fituefnin sem aðalorkugjafa
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt?
- Leptin er hormón sem myndast í fitufrumum
- Styrkur leptíns í blóði er í réttu hlutfalli við magn fituvefs í líkamanum.
- Leptin hamlar myndun taugaboðefnisins neuropeptide Y í undirstúku heila og dregur þannig úr áti.
- Við langvarandi föstu minnkar styrkur leptins
- Allt ofantalið rétt.
- Allt ofantalið rétt.
Æðaþrenging er talin vera góð leið til að viðhalda hita í líkamanum, af því að
- Orkan sem losnar við samdrátt sléttra vöðva í æðunum hitar líkaman
- Blóðflæði til svitakirtla skerðist og því myndast ekki sviti
- Minni varmi bers með leiðni til yfirborðsins þar sem hann síðan tapast með geislun.
- Meiri hiti myndast vegna núnings þegar blóðið fer í gegnum þrengri æðar.
- Allt ofantalið rétt
- Allt ofantalið rétt
Thermoneutral Zone..
- Er það hitastigsbil umhverfishita þar sem efnaskiptahraði líkamans er óháður umhverfishita
- Er það bil sem líkamshitinn sveiflast um á sólarhring
- Spannar umhverfishita á bilinu 20-35°C fyrir nakta manneskju
- Finnst á milli herðablaðanna á nýburum, með brúnni fitu sem er grundvöllur hitaframleiðslu án skjálfta.
- Er grunnefnaskiptahraði (BMR)
- Er það hitastigsbil umhverfishita þar sem efnaskiptahraði líkamans er óháður umhverfishita
Hvað örvar seytun insúlíns í blóðrás?
- Hærri styrkur kalsíums
- Hærri blóðstyrkur amínósýra og lægri blóðstyrkur glúkósa
- Hærri blóðstyrkur aldósteróns og vasópressíns
- Hærri blóðstyrkur amínósýra og glúkósa
- Aukinn sympatísk virkni
- Hærri blóðstyrkur amínósýra og glúkósa
Insúlín og glúcagon er seytt út frá
- Útkirtilshluta brissins
- Útkirtilshluta miltans
- Innkirtilshluta lifrar
- Langerhans-eyjum í brisi
- Langerhans-eyjum í milta
- Langerhans-eyjum í brisi
Heilarit er aðallega talið endurspegla
- Boðspennuvirkni taugafruma í heilaberki
- Forspennuvirkni taugafrumna í heilaberki
- Boðspennuvirkni taugafruma í heilastofni
- Forspennuvirkni taugafruma í heilastofni
- Boðspennuvirkni taugafruma í hreyfiberki
- Forspennuvirkni taugafrumna í heilaberki
Hér að neðan eru nokkur viðmið sem notast er við þegar úrskurðað er um heiladauða. Hvert þeirra á ekki við?
- Heilaritið er lágspennt (<2 Uv)
- Hnéviðbragð er til staðar
- Ljósopsviðbragð er ekki til staðar
- Viðbrögð koma fram við sársaukavekjandi áreiti í andliti
- Öndunarstopp varir í amk. 10 mín
- Heilaritið er lágspennt (<2 Uv)
Heilarit einstaklings í djúpsvefni einkennist af háspenntum hægum bylgjum, sem kallast 1. Beta 2.Delta 3Theta 4.alpha 5.Sigma
2.Delta
Hvert eftirfarandi fullyrðinga um svefn er rétt?
- Hlutfall REM er að jafnaði 50% af nætursvefni, óháð aldri og dreifist jafnt yfir nóttina
- Hlutfall REM eykst með aldri
- Djúpsvefn (3 og 4 stigs) kemur reglulega alla nóttina með 90 mín. millibila.
- Fyrsta REM svefnskeið kemur venjulega eftir 90 mín og síðan með jöfnu millibili alla nóttina.
- Bæði 3 og 4 rétt
- Fyrsta REM svefnskeið kemur venjulega eftir 90 mín og síðan með jöfnu millibili alla nóttina.
Hvert eftirtalinn boðefna stuðlar að NREM svefni?
- Acetylcholine
- GABA
- Glutamate
- Histamine
- Noradrenalin
- GABA
Lífsklukkan sem ræður dægursveiflum líkamsferla
- er í heilaköngli og framleiðir melatónín
- Er í frumukjarna í undirstúku heila
- Sýnir ófrávíkjanleg 24 klst reglubundna virkni
- Er jafnframt stjórnstöð líkamshitans
- bæði 2 og 3 rétt.
- Bæði 2 og 3 rétt
Taugarannsóknir sem snúa að vellíðan/umbun hafa sýnt að ákveðnar taugabrautir skipta þar miklu máli. Þær liggja innan
- Mesolimbic dopamine pathways
- drekans
- Stúku heilans
- Skynbarkarins
- Ekkert ofangreint er rétt.
- Mesolimbic dopamine pathways