Lífeðlisfræði 2 Flashcards
Meissner’s corpuscle
Liggur alveg við epidermis (í dermislaginu). „Rapidly adapting mechanoreceptor, toucn and pressure“.
Merkel’s corpuscle
Festir sig við epidermislagið. „Slowly adapting mechanoreceptor, touch and pressure“.
Free neuron ending
Liggur inn í epidermis, ómýlað. „Slowly adapting, including nocireceptors, itch receptors, thermoreceptors and mechanoreceptors“.
Pacinian corpuscle
Liggur mjög djúpt í dermis. „ Rapidly adapting mechanoreceptor, vibration and deep pressure“.
Ruffini corpuscle
Liggur djúpt í dermis. „Slowly adapting mechanoreceptor, skin and stretch“.
Tvær leiðir til að koma til skila stærð áreitis
- Boðspennur eru sendar tíðar.
2. Fleiri skynnemar ná þröskuldi og þar með senda fleiri skynnemar boð um áreitið.
Stærri skynnemaspennur valda…
… tíðari boðspenna.
Aðlögun skynnema
Sama áreitið í lengri tíma vekur minna svar eftir því sem tíminn líður.
Fasískir skynnemar
Aðlagast áreiti mjög hratt. Þeir eru einungis næmir fyrir breytingu á áreiti, þ.e. upphafi þess og enda þess.
Tónískir skynnemar
Aðlagast mjög hægt eða aðlagast alls ekki.
Hair receptors
Vefa sig utan um rætur hárs. „Hair movement and very gentle touch“.
Sex flokkar skynnema
- Ljósnemar
- Mekanískir skynnemar
- Hitanemar/kuldanemar
- Osmónemar
- Efnanemar
- Sársaukanemar
Hvað er senosy transduction? (umbreyting)
Það er þegar áreitið breytist í skynnemaspennu, þ.e. umbreyting skynnema á áreiti yfir í skynnemaspennu.
Skynnemar í húð
- Hair receptors
- Merkel’s disc
- Pacinian corpuscle
- Ruffini endings
- Meissners’s corpuscle
Hvernig þekkir miðtaugakerfið hvernig boð það er að fá?
Leiðin er „merkt“, þ.e. ef ákveðin taugafruma fær boð, þá er vitað hvaðan og hvers konar boð er um að ræða.
Hvað er hliðlæg hömlun?
Það er þegar taugakerfið er að skerpa á boðinu með því að „eyða“ úr veikum boðum sem eru að koma frá jaðri áreitisins.
Bilið á Hz sem við heyrum hljóðið á.
20Hz-20.000Hz (20-20.000 sveiflur á sekúndu í loftinu.
Ytra eyra
Blaðka og hlust
Röðun eyrnarbeina
Malleus (hamar) - Incus (steðji) - Stapes (ístað)
Hvaða jónir fara inn í hárfrumur (heyrnar) þegar þær sveiflast?
K+ jónir. Þær opna svo spennustýrð Ca2+ göng.
Hvernig getum við greint muninn á mismunandi sveiflutíðni?
Basilar himnan er ólík eftir því hvað hún er staðsett. Fyrst er hún breið og sveigjanleg þar sem við heyrum allra lægstu tíðnina (20Hz) en í lokinn verður hún grennri og stífari þar sem við heyrum hæstu tíðnina (20.000Hz). Heilinn veit hvaðan í kuðunginum boðin eru að berast, þ.e. leiðin er merkt.
Hvernig greinum við aukinn hljóðstyrk?
Sveiflurnar verða stærri.
Hvert berast heyrnarboðin?
Þau berast með heilataug um heilastofn, stúku og heyrnarbarkar í gagnaugablaði o.fl. Boð til heilastofns geta þjónað þeim tilgangi að „vekja“ okkur.
Hlutverk bogaganganna:
Nema hröðun í snúningshreyfingu höfuðs. Þau nema hreyfingu höfuðs í allar áttir en ekki kyrrstöðu eða jafna hreyfingu.
Hlutar í vestibular apparatus
- Bogagöngin þrjú
2. Utricle og saccule (otolith organs).
Hvert er hlutverk otholit organs?
- Að skynja hvernig höfuðið snýr
- Að skynja hröðun í beina línu (ekki snúningshreyfingu)
Ferli skynjunar í bogagöngum í stuttu máli:
- Snúningshröðun
- Vökvi hreyfist miðað við umgjörð
- Hár svigna
- Himnuspenna hárfrumu breytist
Hvað eru otoliths?
Otoliths eru kristallar sem sitja ofan á nokkurs konar geli í utricle og saccule og þyngja gelið og hjálpar þannig við að búa til almennilega svignun á gelinu svo hárfrumurnar í otolith organs (utricle + saccule) geti nemið stöðu höfuðs og línulega hröðun.
Hvað veldur hellu í eyrum?
Það er þegar þrýstingur verður misjafn sitthvoru megin við hljóðhimnuna og hægt er að laga hana með því að opna kokhlustina.
Hvað heita hár hárfrumna (heyrnar)?
Stereocilia
Hljóðmyndunar ferli hárfrumna í stuttu máli
- Innri hárfrumur svigna vegna hljóðbylgju.
- Sveigjan opnar jónagöng og hárfruman afskautast.
- Meira Ca2+ streymir inn í frumuna.
- Meira losnar af taugaboðefni á aðlæga taugafrumu.
- Meiri boðefnalosun leiðir til tíðari boðspennumyndunar í aðlægri taugafrumu.
Augnslímhúð þekur…
… utanverða hvítu en sveigir sig síðan yfir á innanverð augnlok.
Ljósbrot
Hornhimna: 2/3 (fast ljósbrot)
Augasteinn 1/3 sem er breytilegt
Trefjalag augans:
Trefjalagið inniheldur bandvef. Hlutverk þess er að gefa styrk og halda lögun. Til trefjalagsins telst hornhimna sem er glær og þakin tárafilmu. Hvítan telst einnig til trefjalagsins er hún er samfelld við hornhimnu að framan og dura mater að aftan. Þar er einnig lamina cribrosa.
Lamina cribrosa
Lamina cribrosa er gerð úr sama efni og hvítan og hefur það hlutverk að hleypa taugum og æðum inn og út úr auganu. Hún er eins konar net sem gerir taugafrumusímum kleift ð liggja úr auganu og mynda sjóntaugina.
Æðalag
Til æðalagsins teljast iris, ciliary body og choroid.
Stjórn ljósopsins
Iris sér um stjórn ljósopsins en það er þrennt sem hefur áhrif:
- Birta
- Accommodation (hvað við erum að fókusa á)
- Boð frá sjálfvirka taugakerfinu (sympatísk eða parasympatísk).
Hlutverk ciliary body
Þau eru tvö:
- Stjórna lögun augasteinsins og þar með hvað við fókusum á.
- Framleiðsla á augnvökva sem er glær, þunnfjótandi vökvi sem flæðir fram í augað og út um síunarvef. Myndun og útflæði vökvans stýra augnþrýstingi. Vökvinn sér um að næra augastein og hornhimnu að hluta.
Hvað er choroid í æðalagi augans?
Choroid er æðahimna sem nærir ytri hluta sjónhimnu, þ.e. þann hluta sjónhinu sem er lengst frá miðjunni.
Röðun á taugavefsfrumum í taugalagi augans:
Ljósnemar (stafir og keilur) - horizontal frumur - bipolar frumur - amacrine frumur - ganglion frumur
Litþekja augans
Litþekjan liggur yst í taugalaginu og tekur þátt í að næra og vernda ljósnemana.
ON fruma og sjónskynjun
- Ljós fellur á ljósnema og 11-cis retinal breytt í alls trans retinal.
- Jónagöng lokast og ljósnemar yfirskautast.
- Ljósneminn losar minna glútamat.
- Þá afskautast ON-bipolar fruma.
- ON-ganglion fruma afskautast og til verður boðspenna.
OFF fruma og sjónskynjun
- Ljós fellur á ljósnema og 11-cis retinal breytt í alls trans retinal.
- Jónagöng lokast og ljósnemar yfirskautast.
- Ljósneminn losar minna glútamat.
- Þá yfirskautast OFF-bipolar fruma.
- OFF-ganglion fruma yfirskautast og til verður boðspenna.
ON/OFF frumur og viðtakasvið
Þegar ljós skín á miðja ON-frumu þá afskautast hún en ef ljósið fer á svæðið í kring þá yfirskautast hún.
Þegar ljós skín á miðja OFF-frumu þá yfirskautast hún en afskautast ef ljósin fer til hliðar.
Tegundir bragðs
Salt, sætt, súrt, biturt, umami og mögulega fita
Hversu margar tegundir viðtaka eru næmir fyrir bitru bragði?
30, þeir gætu verið að gefa vísbendingu um eitraðan mat.
Viðtaka fyrir biturt má finna bæði í munni og í … og veldur gjarnan…
viðtaka fyrir biturt má finna bæði í munni og í öndunarfærunum og veldur gjarnan því að við hóstum/hnerrum.
Hversu margar tegundir lyktar og hve lágur styrkur?
10.000 tegundir lykta og við eins lágan styrk og 1 sameind per 50 milljarða.
Mitral frumur
Mitral frumur eru inni í lyktarklumbrum og tengjast við lyktarskynfrumur. Þær vinna lyktarboðin frekar áður en þau eru send til heila.
Hvernig getum við greint 10.000 mismunandi lyktir með bara 1000 tegundir viðtaka?
Hver efnaviðtaki (1000 gerðir) greinir ákveðinn þátt efnis sem gæti verið til staðar á mörgum tegundum efnis en hvert efni getur tengst fleiri en einum viðtaka.
Hvar í heila fer úrvinnsla lyktar fram?
- Í lyktarberki en hann er hluti af randkerfi og hefur því tengsl við hegðun.
- Í stúku og upp í orbitofrontal cortex en þar fer fram meðvituð skynjun og fínni úrvinnsla.
Hvernig er samsetning bragðlauks?
50 bragðskynfrumu ásamt stoðfrumum.
Þrjár frumugerðir í lyktarslímhúð
- Lyktarskynfrumur.
- Basal frumur.
- Stoðfrumur sem seyta slími niður í nefið.
Sársaukaboðefni
Substance P og glútamat
Þrjár gerðir sársaukanema
- Mekanískir sársaukanemar (A-delta taugasímar)
- Hita-sársaukanemar (A-delta taugasímar)
- Fjölhæfir sársaukanemar (C taugasímar)
Efni sem polymodal sársaukanemar eru næmir fyrir
- Prostaglandin
- Bradykinin
3 dæmi um sársaukastillandi ópíöt sem framleidd eru í líkamanum:
- Endorfín
- Enkephalín
- Dynorphin
Heilarafrit sýnir…
… rafspennumun milli mismunandi punkt á yfirborði höfuðsins. Þannig endurspeglar það rafspennumun milli tveggja punkta á höfðinu og sýnir samanlagða forspennu taugafruma í heilaberki.
Sveifluvídd í vöku
Sveifluvídd heilabylgja í vöku eru á bilinu 0,5-100uv með tíðnina alpha (8-12 Hz) og beta (>12 Hz).
Boðefnin sem eru mikilvægust í stýringu mismunandi meðvitundarstiga:
- Noradrenalín
- Serótónín
- Acetylcholine
Hlutar heilans sem eru mikilvægir fyrir athygli
- Stúka
- Heilastofn
Geðklofi (schizophrenia)
Mjög misjöfn einkenni en gjarnan ofskynjanir, þ.e. upplifun á einhverju sem er ekki raunverulegt, ranghugmyndir o.fl. Hvað veldur gleðklofa er óþekkt.
Boðefni sem þunglyndi virðist hafa áhrif á
- Noradrenalín
- Dópamín
- Serótónín
- Acetýlkólín
Geðhvarfasýki
Miklar sveiflur oflætis og þunglyndis. Meðhöndlað með liþíum.
Hvað gera SSRI þunglyndislyf?
Þau virka á serótónín þannig að þau draga úr endurupptöku á því úr taugamótum og auka þannig áhrif þess. Dæmi um lyf: Prozac.
Fjórar tegundir minnis:
- Lýsandi minni
- Aðferðaminni
- Sammtímaminni (vinnsluminni)
- Langtímaminni
Broca og Wernicke svæði:
Broca: Framkvæmd tals
Wernicke: Skilning tungumáls
Þrjú stig þvagmyndunar
- Síun
- Seytun
- Endurupptaka
Efni sem eru síuð úr blóði í nýrungum:
- Vatn
- Elektrólýtar
- Glúkósi
- Amínósýrur
- Fitusýrur
- Vítamín
- Kreatín
- Þvagefni
- Þvagsýra
Efni sem ekki eru síuð úr blóði í nýrungum:
- Blóðfrumur
- Plasma prótein
- Próteinbundin hormón
- Flestar sameindir stærri en 8 nm í þvermáli.
Vasopressin…
Leiðir til aukinnar endurupptöku á vatni í fjarpíplum og safnrásum nýrunga með því að láta aquaporin-2 göng færast yfir á yfirborðið.
Aldósterón
Er myndað í nýrnahettuberki og örvar endurupptöku á Na+ og seytun á K+ í fjarpíplum og safnrásum. Aukinn kalíum styrkur í blóði og lækkaður blóðþrýstingur eru þlttir sem örva aldósterón seytun í gegnum Renín-Angíótensínkerfið.
Á hvaða bili má pH gildi vera í blóði?
7,38 - 7,42
Respíratórísk acidósa og respíratórísk alkalósa
- Respíratórísk acidósa: Er þegar lungun ná ekki að fjarlægja CO2 jafn hratt og það myndast.
- Respíratórísk alkalósa: Er þegar lungun fjarlægja CO2 hraðar en það myndast.
Hvert berast heyrnarboð?
Um heilastofn, stúku og heilabarkar m.a.
Glúkósi í upptökufasa
Endar í beinagrindarvöðvum og lifur sem glýkógenbirgðir.
Prótein í upptökufasa
- Aminósýrur eru nýttar til nýmyndunar á próteinum.
- „Umfram“ aminósýrum er breytt í fitu og kolvetni.
- Sumar aminósýrur eru teknar upp í lifur til að nýmunda prótein og ensím þar.
Lipoprótein
Lipoprótein eru gerð úr fitum og próteinum og er leið til þess að flytja vatnsfælna fitu um blóðrásina en þannig er kólesteról flutt um blóðrásina. Meirihluti þríglýseríða sem eru nýmynduð úr glúkósa í lifur er pakkað í lípóprótein.
Hvað þarf heilinn mikið af glúkósa á dag?
150g
Insúlín framleitt af og framleiðsla örvuð af:
Insúlín er framleitt af Beta frumum og framleiðslan er örvuð af parasympatíska kerfinu ásamt auknum styrk af aminósýrum og glúkósa í blóði.
Glúkagon
Framleitt af alpha frumum í Langerhans eyjum brissins en framleiðslan er meðal annars örvuð af sympatíska taugakerfinu. Glúkagon örvar niðurbrot glýkógenkeðja í glúkósa, nýmyndun glúkósa og nýmyndun á ketónum.
Insúlín hefur aðallega áhrif á hvaða frumur?
Vöðva, lifrar og fitufrumur.
Hormón sem hafa áhrif á efnaskipti (fyrir utan glúkagon og insúlín)
Adrenalín
Kortisól
Vaxtarhormón
Blóðflæði til húðar getur breyst mikið við breytt hitastig:
400-2500mL
4 leiðir sem við skiptumst á varma við umhverfið
- Geislun
- Leiðni
- Streymi
- Uppgufun
Húðhiti getur verið á bilinu án þess að skemma vefinn:
20-40 gráður
Thermoneutral zone fyrir nakinn einstakling
25-30 gráður
Pyrogen
Sýklar örva losun á pyrogen efnum sem örva losun prostaglandin sem veldur því að viðmiðunarhitastig hækkar.
Ofkæling
Væg: Kjarnhiti 32-35 gráður
Alvarleg: Kjarnhiti undir 32 gráðum
3 leiðir til þess að mynda ATP í vöðvum við áreynslu
- ATP myndað úr fosfókreatíni: Hægt að grípa í mjög fljótt en virkar mjög stutt
- Kolvetni í glýkólýsu: Loftfirrt brennsla, hröð framleiðsla, en býr til lítið ATP, endist stutt og myndar sýru.
- Loftháð brennsla fita og kolvetnis. Gerist hægt en býr til mjög mikið af ATP og endist lengi.
Hormón sem stýra efnaskiptum í áreynslu - upp eða niður
Glúkagon - upp kortisól - upp adrenalín og noradrenalín - upp vaxtarhormón - upp (afþví að það „vill“ að það séu nóg af orkuefnum í blóðinu) insúlín - niður
Útfall hjarta = …
Útfall hjarta = Hjartsláttartíðni * slagrúmmál
MAP
= (SBP + 2(DBP))/3