Lífeðlisfræði 2 Flashcards
Meissner’s corpuscle
Liggur alveg við epidermis (í dermislaginu). „Rapidly adapting mechanoreceptor, toucn and pressure“.
Merkel’s corpuscle
Festir sig við epidermislagið. „Slowly adapting mechanoreceptor, touch and pressure“.
Free neuron ending
Liggur inn í epidermis, ómýlað. „Slowly adapting, including nocireceptors, itch receptors, thermoreceptors and mechanoreceptors“.
Pacinian corpuscle
Liggur mjög djúpt í dermis. „ Rapidly adapting mechanoreceptor, vibration and deep pressure“.
Ruffini corpuscle
Liggur djúpt í dermis. „Slowly adapting mechanoreceptor, skin and stretch“.
Tvær leiðir til að koma til skila stærð áreitis
- Boðspennur eru sendar tíðar.
2. Fleiri skynnemar ná þröskuldi og þar með senda fleiri skynnemar boð um áreitið.
Stærri skynnemaspennur valda…
… tíðari boðspenna.
Aðlögun skynnema
Sama áreitið í lengri tíma vekur minna svar eftir því sem tíminn líður.
Fasískir skynnemar
Aðlagast áreiti mjög hratt. Þeir eru einungis næmir fyrir breytingu á áreiti, þ.e. upphafi þess og enda þess.
Tónískir skynnemar
Aðlagast mjög hægt eða aðlagast alls ekki.
Hair receptors
Vefa sig utan um rætur hárs. „Hair movement and very gentle touch“.
Sex flokkar skynnema
- Ljósnemar
- Mekanískir skynnemar
- Hitanemar/kuldanemar
- Osmónemar
- Efnanemar
- Sársaukanemar
Hvað er senosy transduction? (umbreyting)
Það er þegar áreitið breytist í skynnemaspennu, þ.e. umbreyting skynnema á áreiti yfir í skynnemaspennu.
Skynnemar í húð
- Hair receptors
- Merkel’s disc
- Pacinian corpuscle
- Ruffini endings
- Meissners’s corpuscle
Hvernig þekkir miðtaugakerfið hvernig boð það er að fá?
Leiðin er „merkt“, þ.e. ef ákveðin taugafruma fær boð, þá er vitað hvaðan og hvers konar boð er um að ræða.
Hvað er hliðlæg hömlun?
Það er þegar taugakerfið er að skerpa á boðinu með því að „eyða“ úr veikum boðum sem eru að koma frá jaðri áreitisins.
Bilið á Hz sem við heyrum hljóðið á.
20Hz-20.000Hz (20-20.000 sveiflur á sekúndu í loftinu.
Ytra eyra
Blaðka og hlust
Röðun eyrnarbeina
Malleus (hamar) - Incus (steðji) - Stapes (ístað)
Hvaða jónir fara inn í hárfrumur (heyrnar) þegar þær sveiflast?
K+ jónir. Þær opna svo spennustýrð Ca2+ göng.
Hvernig getum við greint muninn á mismunandi sveiflutíðni?
Basilar himnan er ólík eftir því hvað hún er staðsett. Fyrst er hún breið og sveigjanleg þar sem við heyrum allra lægstu tíðnina (20Hz) en í lokinn verður hún grennri og stífari þar sem við heyrum hæstu tíðnina (20.000Hz). Heilinn veit hvaðan í kuðunginum boðin eru að berast, þ.e. leiðin er merkt.
Hvernig greinum við aukinn hljóðstyrk?
Sveiflurnar verða stærri.
Hvert berast heyrnarboðin?
Þau berast með heilataug um heilastofn, stúku og heyrnarbarkar í gagnaugablaði o.fl. Boð til heilastofns geta þjónað þeim tilgangi að „vekja“ okkur.
Hlutverk bogaganganna:
Nema hröðun í snúningshreyfingu höfuðs. Þau nema hreyfingu höfuðs í allar áttir en ekki kyrrstöðu eða jafna hreyfingu.
Hlutar í vestibular apparatus
- Bogagöngin þrjú
2. Utricle og saccule (otolith organs).
Hvert er hlutverk otholit organs?
- Að skynja hvernig höfuðið snýr
- Að skynja hröðun í beina línu (ekki snúningshreyfingu)
Ferli skynjunar í bogagöngum í stuttu máli:
- Snúningshröðun
- Vökvi hreyfist miðað við umgjörð
- Hár svigna
- Himnuspenna hárfrumu breytist
Hvað eru otoliths?
Otoliths eru kristallar sem sitja ofan á nokkurs konar geli í utricle og saccule og þyngja gelið og hjálpar þannig við að búa til almennilega svignun á gelinu svo hárfrumurnar í otolith organs (utricle + saccule) geti nemið stöðu höfuðs og línulega hröðun.
Hvað veldur hellu í eyrum?
Það er þegar þrýstingur verður misjafn sitthvoru megin við hljóðhimnuna og hægt er að laga hana með því að opna kokhlustina.
Hvað heita hár hárfrumna (heyrnar)?
Stereocilia
Hljóðmyndunar ferli hárfrumna í stuttu máli
- Innri hárfrumur svigna vegna hljóðbylgju.
- Sveigjan opnar jónagöng og hárfruman afskautast.
- Meira Ca2+ streymir inn í frumuna.
- Meira losnar af taugaboðefni á aðlæga taugafrumu.
- Meiri boðefnalosun leiðir til tíðari boðspennumyndunar í aðlægri taugafrumu.
Augnslímhúð þekur…
… utanverða hvítu en sveigir sig síðan yfir á innanverð augnlok.
Ljósbrot
Hornhimna: 2/3 (fast ljósbrot)
Augasteinn 1/3 sem er breytilegt
Trefjalag augans:
Trefjalagið inniheldur bandvef. Hlutverk þess er að gefa styrk og halda lögun. Til trefjalagsins telst hornhimna sem er glær og þakin tárafilmu. Hvítan telst einnig til trefjalagsins er hún er samfelld við hornhimnu að framan og dura mater að aftan. Þar er einnig lamina cribrosa.
Lamina cribrosa
Lamina cribrosa er gerð úr sama efni og hvítan og hefur það hlutverk að hleypa taugum og æðum inn og út úr auganu. Hún er eins konar net sem gerir taugafrumusímum kleift ð liggja úr auganu og mynda sjóntaugina.
Æðalag
Til æðalagsins teljast iris, ciliary body og choroid.
Stjórn ljósopsins
Iris sér um stjórn ljósopsins en það er þrennt sem hefur áhrif:
- Birta
- Accommodation (hvað við erum að fókusa á)
- Boð frá sjálfvirka taugakerfinu (sympatísk eða parasympatísk).