Kvensjúkdóma- og fæðingalækningar Flashcards
Eðlileg fæðing, skilgreining
1) Fæðing byrjar sjálfkrafa og er án áhættuþátta (low-risk) í gegnum allt ferlið.
2) Barnið fæðist sjálfkrafa í höfuðstöðu e. 37-42 vikna meðgöngu
3) Eftir fæðingu er ástand móður og barns gott.
Hvað örvar losun oxytocins?
Rólegt umhverfi, næði, slökun, snerting
Hvað hindrar losun oxytocins?
Streita, truflun, óöryggi, hræðsla, inngrip í fæðingu
Hvaða önnur hormón utan oxytocins koma við sögu í fæðingu?
Endorfín
Katekólamín
Hvaða áhrif hefur losun endorfíns í tengslum við fæðingu?
- Náttúruleg verkjastilling
- Minni sársauki og streita
- Hjálpar móður að takast á við hríðar
- Breytir meðvitundarástandi
- Eykur sælutilfinningar
- Eykst eftir því sem líður á fæðinguna
Hvaða áhrif hefur losun endorfíns í tengslum við fæðingu?
- Er viðbragð við streituvöldum t.d. svengd, ótta, kulda, sársauka
- Hluti fight or flight viðbragða
- Dregur úr blóðflæði til legs og fylgju
- Getur haft áhrif á gang fæðingar
1) Legið er ________.
2) Leghálsinn er ________.
1) stór vöðvi
2) bandvefur
Fæðingi skiptist í þrjú stig, hver eru þau?
- Útvíkkun
- Rembingur
- Fylgja
- stig: útvíkkunartímabilið. Skiptist í _________, _______ og _______.
- Forstig fæðingar (latent fasa)
- Virkt stig
- Transition
Hvað einkennir forstig fæðingar (latent fasa) útvíkkunartímabilsins?
- Samdrættir eru óreglulegir, stuttir, lengra á milli, lítil/einhver breyting á leghálsi
NICE: sárir samdrættir í legi OG breyting á leghálsi (stytting og útvíkkun að 4cm)
Hvað einkennir virkt stig útvíkkunartímabilsins?
3-5 mín á milli hríða, reglulegar og hver hríð varir í um 1 mín.
NICE: sárir samdrættir í legi OG útvíkkun frá 4cm
Hvað einkennir transition stig útvíkkunartímabilsins?
2-3 mín á milli hríða, hver hríð 60-90 sek. Útvíkkun 8-10cm.
- Algengt að vatnið fari á þessu stigi
- Eftir transition, stundum kyrrð milli 1. og 2. stigs
Hvað einkennir 2. stig - Rembingstímabilið
- Útvíkkun lokið
- Konan fær rembingsþörf og byrjar að rembast með hríðum
Ath. þó að:
- útvíkkun getur verið lokið án þess að kona finni rembingsþörf
- rembingsþörf getur komið án þess að útvíkkun sé lokið
Rembingsþörfin kemur oftast þegar:
Kollur er fullsnúinn og kominn á grindarbotn
Hvað einkennir latent 2.stig?
- útvíkkun lokið en kona finnur ekki fyrir rembingsþörf
Hvað einkennir aktívt 2.stig?
- Barnið er sýnilegt
- Full útvíkkun og ósjálfráð rembingsþörf EÐA full útvíkkun og aktívur rembingur þó ekki sé til staðar ósjálfráð rembingsþörf
Hvað tekur fæðing langan tíma? Frumbyrjur
1.stig: 12-14 klst
2. stig 1-2 klst
Ath. ljósmæður ráðfæra sig við lækni ef 2.stig >2klst
Hvað tekur fæðing langan tíma? Fjölbyrjur
1.stig: 6-10 klst
2.stig: 30-60 mín
Ath. ljósmæður ráðfæra sig við lækni ef 2.stig >1klst
Hvernig fer 3.stig (fylgjan) fram?
- 3.stig byrjar þegar barnið fæðist - lýkur þegar fylgjan er fædd
- Tekur um 15-60 mín
- Ef enn sláttur í streng er beðið með að skilja á milli
Nefndu fjóra þætti í mati á framgangi fæðingar.
- Líðan móður
- Líðan barns
- Ytri skoðun
- Innri skoðun
Hvernig er hægt að framkvæma mat á hríðum?
Með höndum og með sírita