Kafli 13-24 Flashcards
Hver var Erim?
Strákur frá Bosníu sem bjó á heimavist með fjölskyldunni sinni.
Hvar var Cecilie lögð inn á spítala?
Í Odense.
Hvaða fregnir hafði Søren, faðir Cecilie, að færa þegar Jeppe kom heim af körfuboltavellinum við skólann?
Hann sagði foreldrum Jeppe og honum að Cecilie hefði verið lögð inn á spítala í Odense.
Hvernig eyddi Cecilie nóvember og desember á meðan á spítaladvölinni stóð?
Hún skiptist á að vera heima í Thurø eða í meðferð í Odense.
Hvað gaf Jeppe Ceciliu í jólagjöf?
Perlueyrnalokka.
Hvað gaf Cecilie Jeppe í jólagjöf?
Farsíma.
Hvað var stærsta áhyggjuefni Cecilie í sambandi við krabbameinið?
Að missa hárið.
Eftir að Cecilie gat ekki lengur mætt í skólann, hvern talaði Jeppe við?
Nánast engan nema Smælle í kennslustundum, en hann talar mjög mikið.
Cecilie finnst gott að ímynda sér að líkaminn hennar sé gerður úr litlum, smáum hlutum. Hvað kýs hún að kalla þessa hluta?
Tutgialer.
Hvernig eru helgisiðir Jeppe fyrir hvern körfuboltaleik.
- Að vera með LA lakers húfuna sína á höfðinu.
- Að snerta alltaf gólfið á leikvellinum með fingrum hægri handar.
- Að reima skónna sína tvisvar.
Hvað var leikmannsnafn Jeppe?
“The Young Gun”.
Hver var Louise?
Stelpa sem Smælle byrjaði í sambandi með, en faðir hennar var ríkur maður sem átti hálfan bæinn.
Hvert vildi Cecilie fara og hvað kom á móti því að hún gæti farið?
Hún vildi fara til Gran Canaria en fékk ekki leyfi frá læknum né foreldrum.
Hver voru röl Cecilie þegar hún vildi ferðast til Gran Canaria en mátti það ekki vegna heilsunnar?
Hún sagði að þetta væri hennar líkami og að hún ætti að fá að ráða hvað hún vildi gera við hann.
Hvernig tókst Jeppe og Cecilie að fara til Gran Canaria?
Smælle tókst að ná tveimur miðum fyrir Jeppe og Cecilie og svo keyrði Jack þau út á flugvöll.
Hvað gerist á Gran Canaria?
Þau giftast.
Afhverju styttist ferðin á Gran Canaria?
Cecilie fór að svima og hún kastaði upp. Einhver hringdi á sjúkrabíl þar sem hún var næstum í dái en hún bað Jeppe að segja læknunum ekki að um krabbamein væri að ræða.
Á sama tíma og Cecilie fór að líða verr, hvaða tækifæri fékk Jeppe og hvernig afgreiddi hann það?
Hann var valinn í hóp danskra hæfileikamanna í körfubolta sem myndu fá þjálfun hjá amerískum þjálfurum sem gæti leitt til sumardvalar í Bandaríkjunum í körfuboltaþjálfun hjá virkum háskólaliðum.
Hvenær var Cecilie lofað að koma heim?
- júní.
Á ákveðnum tímapunkti var ákveðið að eitthvað yrði gert við Cecilie sem gaf þá niðurstöðu að henni myndi ekki batna. Hvað var það?
Læknarnir vildu hætta meðferð og gáfu henni einungis sársaukaminnkandi lyf.
Hvað skoraði Jeppe mörg skot í síðasta leik tímabilsins?
32 stig.
Hvaða fréttir biðu Jeppe á sjúkrahúsinu eftir síðasta leik tímabilsins?
Að Cecilie væri dáin.
Hvaða lag var spilað í jarðarför Cecilie?
“Bird on the Wire” sem var uppáhalds lagið hennar.
Hvað gerði Jeppe eftir að jarðarförinni lauk og hvernig leið honum?
Hann gekk Í kringum stöðuvatnið og var þreyttur á fólki. Hann var reiður út í prestinn sem gaf þau saman án þess að hafa ástæðu til.
Hvað fékk Jeppe eftir að Cecilie var látin og hvað gerði hann með tækifærið?
Hann var valinn til þess að fara til Bandaríkjanna en talaði við þjálfarann sinn, Harve, og sagðist ætla að sleppa því.
Hvað var Jeppe gamall í lok bókarinnar?
Nýorðinn 18 ára.
Hvers konar krabbamein var Cecilie með?
Lychoma eða eitilskrabbamein.
Hver var Trine?
Móðir Jacks.
Hvað ákveða Jack og Jeppe í lok bókarinnar?
Að ferðast til Ítalíu.
Hver er síðasta setning bókarinnar og hvernig má túlka hana?
Jeg er på vej - ég er kominn á veginn.
Ég trúi því að megi bæði túlka setninguna sem að lífið sé bara eins konar vegur sem líður áfram, og að vegir fólks séu mislangir. Hann er bara búinn með einn hluta í lífi sínu og heldur inn í þann næsta.