Jólapróf Flashcards
Hvað eru hraunlýjur?
Örmjóir glerþræðir sem myndast við storknun á basískri kviku
Hvar verða helst jarðskjálftar?
Á flekaskilum, flekamótum og sniðgengum flekamörkum
Hvernig myndast bergstandar?
Þegar kvika storknar í gosrás
Hvað eru MÓHÓ mörk?
Neðri mörk jarðskorpunnar
Hvers konar holufyllingar eru kalsít og aragónít?
Karbónöt
Af hverju eru sprengigígar oft fullir af vatni?
Gígarnir ná niður fyrir grunnvatnsflötinn og fyllast því af vatni
Hvernig myndast gervigígar?
Þegar kvika rennur yfir mýri eða grunnt stöðuvatn. Vatnið sýður svo kvikan þeytist upp í loft og storknar sem gjall
Hver er munurinn á hraungosi og blandgosi?
Það er kvikustrókavirkni í blandgosi en ekki í hraungosi.
Hvaða frumsteindir finnast í súru bergi?
Kvars, plagíóklas, ortóklas og glimmer
Oxíð í basísku bergi hefur hörkuna 6 og inniheldur mikið magn af járni sem kallast?
Seguljárnsteinn
Hvað er mælt á Richter kvarðanum?
Stærð jarðskjálfta
Hvað finnst alltaf undir megineldstöðvum?
Kvikuþró
Storkuberg skiptist í gosberg og -
Djúpberg
Ópall skiptist í hverarúður og -
Viðarstein
Í hvað skiptast djúpbylgjur?
P og S bylgjur (þrýsti / togbylgjur og þverbylgjur)