Hyggjur K.1 Flashcards
Hyggjur úr kafla 1
Afstæðishyggja (Relativism)
Það sem er afstætt, er alltaf afstætt við eitthvað annað; það er bundið við tiltekna lýsingu eða sjónarhorn.
Dæmi - Það sem er talið gilt í Súdan er ekki allt gilt á Íslandi.
Algildishyggja (absolutism)
Það sem er algilt er ekki bundið við neina tiltekna lýsingu, það er eins hvernig sem á það er litið.
Dæmi - Rauður er rauður hvernig sem á hann er litið
Íbyggni (intentionality)
Sá eiginleiki fyrirbæris að vísa til eitthvað annars eða vera um eitthvað annað en sjálft sig.
Dæmi - Tilfinningar/hugsun: þú getur verið reiður ÚT í einhvern eða þig sjálfan.
Frumspeki (metaphysics)
Fæst við eðli veruleikans, eða það sem ER.
Þekkingarfræði (epistemology)
Fæst við það sem við getum vitað UM veruleikann.
Siðfræði (ethics)
Fæst við það hvernig VIÐ eigum að haga okkur.
Tvíhyggja (dualism)
Tvíhyggja felst í því að eðli veruleikans sé tvennskonar.
Tvíhyggja er um sál og líkama.
Tvíhyggja vísar í að líkami og efni lúti öðru lögmáli en sál og andi.
-Frumspeki hugtak
Einhyggja (monism)
Einhyggja felst í því að eðli veruleikans sé allt það sama. Líkami og efni lúti sama lögmáli og sál og andi.
-Frumspeki hugtak
Rökhyggja (rationalism)
Rökhyggja boðar að við öðlumst þekkingu með skynsemi að vopni.
Sú þekking sem við fáum frá skynfærum er villandi í besta falli.
-Þekkingarfræðilegt hugtak
Raunhyggja (empiricism)
Raunhyggja felur í sér að þekking fæst með reynslu, einkum skynreynslu.
Raunhyggja hafnar því að þekking geti orðið til án skynjunar.
-Þekkingarfræðilegt hugtak
Markhyggja (teleology)
Markhyggja skýrir hegðun með því að vísa til markmiðs hegðunar eða tilefni hennar.
-Frumspekilegt hugtak
Vélhyggja (mechanism)
Vélhyggja fæst við að skýra það sem virðist hafa tilgang á vélrænan hátt, án nokkura vísunar í takmark, vilja eða tilgang.
-Frumspekilegt hugtak
Hluthyggja (realism)
Í hluthyggju fellst að hugtök okkar samsvari veruleikanum og að fyrirbæri séu til óháð skynjun okkar á þeim.
-Frumspekilegt hugtak
Andstæðu Hluthyggja (anti-realism)
Það er enginn sjálfstæður veruleiki þess sem er skynjað og skilið.
Tækishyggja/verkfærahyggja (instrumentalism)
Vísindakenningar séu hentug tæki til lýsingar eða forspá en samsvara ekki einhverjum veruleika.
Dæmi: Greindarpróf spá fyrir um frammistöðu í skóla en “greind” er ekki sjálfstætt fyrirbæri óháð mælingum.