Hlutapróf 3 Flashcards
Cutis
húð
epidermis
yfirhúð
stratum corneum
hyrnislag
stratum lucidum
glærlag
stratum granulosum
kornlag
stratum spinosum
þyrnifrumlag
stratum basale
botnlag
melanocytes
sortufrumur
Magrophagas
átfrumur (hvít blóðkorn)
Dermis
Leðurhúð
Hypodermis/subcutis
undirhúð
Sebaceous gland
fitukirtill
sebub
húðfita
sweat gland
svitakirtill
Pilus
hár
Hair root
hársrót
hair root plexus
taugaendar
hair shaft
hárleggur/stilkur
lanula
naglmáni
cuticle
naglaband
nail root
naglarót
nail body
naglabolur
phalanx
fingurbein
hyperthermia
ofhitnun
hypothermia
ofkæling
UV radiation
útfjólublá geislun
Hvað sér um stjórnun líkamshita?
í húðinni eru hita- og kuldanemar sem senda boð til stjórnstöðva í undirstúku heilans.
Líkamshita er stjórnað með neikvæðri afturvirkni
- ef hitinn hækkar þá sendir stjórnstöð boð til svitakirtla og æðaveggja = svitamyndun og æðavíkkun
- ef hitinn lækkar þá verður samdráttur á æðum og hárreisivöðvum = gæsahúð
Hvert er hlutverk húðarinnar?
Stjórnun á líkamshita
Vernd
Skynjun
Útskilnaður og frásog efna
D- vítamín myndun
Hvert er hlutverk nagla?
vernda
höndla smáa hluti
klóra sér
úrhverju eru neglur gerðar?
dauðum keratínfrumum
Hvernig er bygging nagla?
Naglbolur á yfirborði (body)
Naglrót undir yfirborði
Naglmáni (lunula)
Naglband á mótum naglar og húðar (cutucle)
Lausarönd fremst
hvernig fer fram naglvöxtur?
Naglvöxtur verður við frumuskiptingar í matrix
í hvað skiptast svitakirtlar?
Apocrine og Eccrine
Hvað eru Apocrine svitakirtlar?
Þeir eru staðsettir í handakrikum og á kynfærasvæði
Taka til starfa á kynþroskaskeiði
Opnast inn í hárslíður
Mynda slímkenndan svita
Er tauga- og hormónastjórnað
Hvað eru Eccrine svitakirtlar?
Finnast alls staðar á líkamanum
Þéttastir á enni, lófum og iljum
Mynda vatnskenndan svita
Tekur þátt í varmastjórnun
Hvert er hlutverk fitukirtla?
að mynda húðfitu
vatnsver
sýklaver
mýkir húðina
Hvaða svæði er án fitukirtla?
iljar og lófar
Hvert opnast fitukirtlar?
Þeir opnast inn í hárslíður
NEMA: á vörum og ytri kynfærum
Hvert opnast fitukirtlar á vörum og ytri kynfærum?
beint út á yfirborð
Í hvað skiptist húðin?
Epidermis - yfirhúð
Dermis - leðurhúð
Hypodermis - Undirhúð (ekki raunvörulega hluti af húðinni)
Hvað er efsta lag húðarinnar?
epidermis - yfirhúðin
Úr hverju er yfirhúðin að mestu mynduð úr?
að mestu leiti úr þekjufrumum sem kallast keratínfrumur
Hvernig er þekjan í yfirhúðinni?
marglaga flöguþekja
yst er flöguþekja en neðst er teningsþekja
Segðu frá myndun frumna í yfirhúðinni
Lagið endurnýjast út frá frumuskiptingu í neðsta laginu - botnlagi (startum basale)
nýjar frumur ýta eldri ofar
Þegar að frumurnar nálgast yfirborð húðarinnar þá fletjast þær út, fyllast af keratíni, missi frumulíffæri og deyja
Hvers konar frumur eru efst í flöguþekjunni?
dauðar frumur sem innihalda mikið af keratín próteinum
Hvar er yfirhúðin þykkust?
lófum og iljum
Hverjar eru megingeriðir fruman í yfirhúðinni?
keratínfrumur
sortufrumur
Merkels frumur
Langerhans frumur
Hvað eru keratínfrumur?
Þekjufrumur sem fyllast af hyrni og deyja
Keratínið er teygjanlegir próteinþræðir sem verja undirliggjandi hluta húðarinnar gagnvart ýmsum efnum, örverum og ekki síst vatni
Hvað eru Sortufrumur?
Mynda melanín sem flyst til þekjufrumna og verja gegn UV geislum
Gefa húð og hári lit
Hvað er merkels frumur?
Tengjast skyntaugafrumum
Samanstendur af tactical disk og taugafrumu
Hvað eru langerhans frumur?
Eru átfrumur (H-blóðkorn) sem stunda agnát
Varnarfrumur
Skemmast auðveldlega við UV geislun
Hvaða hlutverki gegnir hornlagið?
Mynda efsta lag yfirhúðarinar
Hvað gerist í botnlaginu?
Þar myndast nýjar frumur við frumuskiptingu
Hvar myndast litarefnið í húðinni?
melanín myndast í sortufrumum
Hvaða hlutverki gegnir melanín?
myndar húð- og hárlit
verndar gegn UV geislum
Hvernig melanín er í brúnu/svörtu hári?
Eumelanín - því meira því dekkra
því minna því ljósara
Hvernig melanín er í rauðu/gulu hári?
Pheomelanín - ljósara litarefni
Hvernig melanín er í gráu og hvítu hári?
Sortufrumur hrörna og melanín framleiðsla minnkar
Hvítt hár hefur ekkert melanín
Úr hverju er dermis gerð?
Gerð úr þéttum óreglulegum bandvef með kollageni og teygjuþráðum (reticular layer)
og einnig lausum almennum bandvef (papillary layer/eggjabakka)
Hver er bygging dermis?
blóðæðar
hár
svita og fitukirtlar
taugar
vessaæðar
Hvað myndar fingraför?
Totur
þau myndast þegar að sumar frumur vaxa hraðar en aðrar
Af hverju er líkaminn hærður?
Til að vernda líkamann?
Úr hverju er hár?
dauðum samrunnum keratínfrumum
Hvert er hlutverk hársins?
Vernda gegn meiðslum, sólargeilsum og varmatapi
Augnhár og nefhár vernda gegn aðskotahlutum/efnum
Í hvað skiptist hárhlutar?
Hárleggur (pilus) - stendur upp úr yfirborði
Hársrót (root) - undir yfirborði, nær niður í dermis og subcutis
Hárssekk (follicle) - umlykur hársrótina
Hárklumpa (bulb) - neðst í hársrótinni
Hvernig verða ný hár til?
við frumuskiptingu neðst í hársrótinni
Hvernig verða ný hár til?
við frumuskiptingu neðst í hársrótinni
Hvað tegnist hárssekkinum?
Hárreisivöðvar og fitukirtlar
Hvert hár tengist einum hárreisivöðva
Hárreisvöðvum er bæði hita- og taugastjórnað
Hvernig verndar húðin okkur?
Keratín húðarinnar verndar undirliggjandi vefi fyrir innrás baktería, núningi, hita og utanaðkomandi efnum
Lípíð/fitur vernda okkur gegn ofþornun
verndar gegn UV geislum
átfrumur (magrophagar) mynda ónæmiskerfi
Hvað sér Skynjun húðar um?
Snerting, hitabreyting og sársauka
Hvað sér útskilnaður og frásog efna húðarinar um?
Passa að lyf og efni frásogast frá húðinni
Hvað sér D-vítamín myndun húðarinar um?
Uv geislun virkjar D vítamín sem er nauðsynlegt fyrir upptöku á Kalsíum og Fosfórs = heilbrigði beina
Hvernig myndast slit á húð?
Vegna mikillar teygju á leðurhúð
Teygjuþræðir eyðileggjast
Hvernig myndast appelsínuhúð?
fitufrumum bólgna út en bandvefsstrengir toga á moti sem skapar ójafnt yfirborð
Segðu frá klofningslínum
Línurnar samsvara kollagen trefja í húð og eru samsíða stefnu vöðvaþráða
Þegar að skurður er samsíða klofningslínu verður hann ekkii fyrir jafn miklu álagi og grær fljótt með litlum örum
Úr hverju er undirhúðin gerð?
lausum bandvef og fitufrumum
Segðu frá undirhúðinni
Er aðal fitugeymsla líkamans
inniheldur stórar æðar og taugar
Segðu frá tattoo
Lit er komið fyrir í leðurhúð
Af hverju myndast bólur ?
Vegna offramleiðslu og bólgu í fitukirtlum
Af hverju myndast krabbamein?
Of mikil geislun frá UV geislum
Hvað eru 3 megingerðir húðkrabbameins?
grunnfrumu, flöguþekju og sortuæxli
Hvað er hættulegasta húðkrabbameinið?
Sortuæxli